Manuela segist hafa misskilið reglurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2017 16:40 Manuela Ósk Harðardóttir hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. Vísir/Stefán Manuela Ósk Harðardóttir segir að misskilningur á réttarreglum hafi valdið því að hún hafi flutt til Los Angeles með börn sín tvö án samþykkis barnsfeðranna tveggja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Manuelu til Vísis vegna fréttar miðilsins fyrr í dag. Þar var greint frá því að dómstóll í Los Angeles hefði komist að þeirri niðurstöðu að Manuela hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja utan með börnin án samþykkis feðranna sem hún deilir forræði með. Manuela segist hafa viðurkennt mistök sín fyrir dómstólnum í Los Angeles og lýst sig reiðubúna til að halda heim til Íslands með börnin samstundis svo greiða mætti úr málinu. Börnin hafi verið sótt í skólann af lögreglu án þess að hún hefði verið upplýst um það. „Ákvað Manuela að ekki yrðu höfð uppi mótmæli vegna þessa fyrir hinum bandaríska dómstól til að tryggja að börnin kæmust sem fyrst aftur í hennar umsjá á Íslandi, en rétt er að taka það fram að eftir að börnin komu til Íslands voru þau aftur flutt í umsjá móður sinnar,“ segir í yfirlýsingunni sem Ómar R. Valdimarsson lögmaður sendir fyrir hennar hönd. Dómstóllinn í Los Angeles afhenti feðrunum vegabréf barnanna sem flugu heim með börnin. Manuela og móðir hennar fóru með sama flugi heim til Íslands og hafa börnin verið hjá móður sinni frá því komið var til Íslands. Manuela hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. Þvert á móti sé það einlæg ósk hennar að samskiptin séu umtalsvert meiri en þau hafi verið til þessa. Yfirlýsingu Manuelu í heild sinni 12. maí 2017 Yfirlýsing frá Manuelu Ósk Harðardóttur Í ljósi fréttaflutnings af forræðismáli Manuelu Óskar Harðardóttur, vill undirritaður lögmaður taka eftirfarandi fram: Á sama tíma og það er leitt að deilur um umgengisrétt einstaklinga rati í fjölmiðla, er mikilvægt að staðreyndir málsins liggi ljósar fyrir fyrst málið hefur þangað ratað. Börn Manuelu hafa búið hjá henni frá fæðingu og verið þar með sitt lögheimili. Feður barnanna, hafa haft umgengisrétt við börnin. Árið 2016 bauðst Manuelu námsvist og skólastyrkur til þess að leggja stund á 1 árs meistaranám við Fashion Institute of Design & Merchandising í Los Angeles, sem hún svo þáði. Barnsfeður hennar voru upplýstir um þessar fyrirætlanir og gerðu við þær engar athugasemdir, til að byrja með. Þegar það fór að styttast í að námið hæfist og búið var að gera ráðstafnir þess efnis komu fram athugasemdir frá barnsfeðrum Manuelu og lögðust þeir gegn því að hún myndi sækja sér nám utan landssteinanna. Þessar athugasemdir komu Manuelu nokkuð á óvart, sér í lagi hvað varðar Grétar Rafn Steinsson, þar sem hann er ekki búsettur á Íslandi og hefur ekki haft mikil afskipti af uppeldinu eða sinnt reglulegri umgengni frá því að samvistum hans og Manuelu lauk þegar dóttir þeirra var 10 vikna gömul. Misskilningur á réttarreglum olli því að Manuela flutti utan með börn sín, þrátt fyrir andstöðu barnsfeðra hennar. Í fyrirtöku hjá dómstól í Los Angeles þann 9. maí sl. samþykkti Manuela að mistök hefðu verið gerð og lýsti sig reiðubúna til að halda heim til Íslands með börnin samstundis til að greiða mætti úr málinu. Þetta var gert eftir að börnin voru sótt í skólann með lögregluvaldi – án þess að nokkurn tíma hafi verið haft samband við umbj. minn. Ákvað Manuela að ekki yrðu höfð uppi mótmæli vegna þessa fyrir hinum bandaríska dómstól til að tryggja að börnin kæmust sem fyrst aftur í hennar umsjá á Íslandi, en rétt er að taka það fram að eftir að börnin komu til Íslands voru þau aftur flutt í umsjá móður sinnar. Ekkert mál er í gangi hjá opinberum aðilum hvað þetta mál varðar, hvorki stjórnvöldum né dómstólum. Tekið skal sérstaklega fram, að á meðan náminu hefur staðið, hafa börnin verið í stöðugum samskiptum við feður sína. Ekkert verið gert af hálfu umbj. míns til þess að draga úr eða tálma með öðrum hætti að feðurnir geti átt í góðum samskiptum við börnin sín – þvert á móti er það einlæg ósk hennar að samskiptin séu umtalsvert meiri en þau hafa verið til þessa. Heppilegast væri ef mál af þessu tagi væru ekki til umfjöllunar, að mati umbj. míns. Manuela biður hins vegar fjölmiðla góðfúslega um nærgætni, kjósi þeir allt að einu að fjalla um þetta mál. Virðingarfyllst, Ómar R. Valdimarsson hdl. Tengdar fréttir Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir segir að misskilningur á réttarreglum hafi valdið því að hún hafi flutt til Los Angeles með börn sín tvö án samþykkis barnsfeðranna tveggja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Manuelu til Vísis vegna fréttar miðilsins fyrr í dag. Þar var greint frá því að dómstóll í Los Angeles hefði komist að þeirri niðurstöðu að Manuela hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja utan með börnin án samþykkis feðranna sem hún deilir forræði með. Manuela segist hafa viðurkennt mistök sín fyrir dómstólnum í Los Angeles og lýst sig reiðubúna til að halda heim til Íslands með börnin samstundis svo greiða mætti úr málinu. Börnin hafi verið sótt í skólann af lögreglu án þess að hún hefði verið upplýst um það. „Ákvað Manuela að ekki yrðu höfð uppi mótmæli vegna þessa fyrir hinum bandaríska dómstól til að tryggja að börnin kæmust sem fyrst aftur í hennar umsjá á Íslandi, en rétt er að taka það fram að eftir að börnin komu til Íslands voru þau aftur flutt í umsjá móður sinnar,“ segir í yfirlýsingunni sem Ómar R. Valdimarsson lögmaður sendir fyrir hennar hönd. Dómstóllinn í Los Angeles afhenti feðrunum vegabréf barnanna sem flugu heim með börnin. Manuela og móðir hennar fóru með sama flugi heim til Íslands og hafa börnin verið hjá móður sinni frá því komið var til Íslands. Manuela hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. Þvert á móti sé það einlæg ósk hennar að samskiptin séu umtalsvert meiri en þau hafi verið til þessa. Yfirlýsingu Manuelu í heild sinni 12. maí 2017 Yfirlýsing frá Manuelu Ósk Harðardóttur Í ljósi fréttaflutnings af forræðismáli Manuelu Óskar Harðardóttur, vill undirritaður lögmaður taka eftirfarandi fram: Á sama tíma og það er leitt að deilur um umgengisrétt einstaklinga rati í fjölmiðla, er mikilvægt að staðreyndir málsins liggi ljósar fyrir fyrst málið hefur þangað ratað. Börn Manuelu hafa búið hjá henni frá fæðingu og verið þar með sitt lögheimili. Feður barnanna, hafa haft umgengisrétt við börnin. Árið 2016 bauðst Manuelu námsvist og skólastyrkur til þess að leggja stund á 1 árs meistaranám við Fashion Institute of Design & Merchandising í Los Angeles, sem hún svo þáði. Barnsfeður hennar voru upplýstir um þessar fyrirætlanir og gerðu við þær engar athugasemdir, til að byrja með. Þegar það fór að styttast í að námið hæfist og búið var að gera ráðstafnir þess efnis komu fram athugasemdir frá barnsfeðrum Manuelu og lögðust þeir gegn því að hún myndi sækja sér nám utan landssteinanna. Þessar athugasemdir komu Manuelu nokkuð á óvart, sér í lagi hvað varðar Grétar Rafn Steinsson, þar sem hann er ekki búsettur á Íslandi og hefur ekki haft mikil afskipti af uppeldinu eða sinnt reglulegri umgengni frá því að samvistum hans og Manuelu lauk þegar dóttir þeirra var 10 vikna gömul. Misskilningur á réttarreglum olli því að Manuela flutti utan með börn sín, þrátt fyrir andstöðu barnsfeðra hennar. Í fyrirtöku hjá dómstól í Los Angeles þann 9. maí sl. samþykkti Manuela að mistök hefðu verið gerð og lýsti sig reiðubúna til að halda heim til Íslands með börnin samstundis til að greiða mætti úr málinu. Þetta var gert eftir að börnin voru sótt í skólann með lögregluvaldi – án þess að nokkurn tíma hafi verið haft samband við umbj. minn. Ákvað Manuela að ekki yrðu höfð uppi mótmæli vegna þessa fyrir hinum bandaríska dómstól til að tryggja að börnin kæmust sem fyrst aftur í hennar umsjá á Íslandi, en rétt er að taka það fram að eftir að börnin komu til Íslands voru þau aftur flutt í umsjá móður sinnar. Ekkert mál er í gangi hjá opinberum aðilum hvað þetta mál varðar, hvorki stjórnvöldum né dómstólum. Tekið skal sérstaklega fram, að á meðan náminu hefur staðið, hafa börnin verið í stöðugum samskiptum við feður sína. Ekkert verið gert af hálfu umbj. míns til þess að draga úr eða tálma með öðrum hætti að feðurnir geti átt í góðum samskiptum við börnin sín – þvert á móti er það einlæg ósk hennar að samskiptin séu umtalsvert meiri en þau hafa verið til þessa. Heppilegast væri ef mál af þessu tagi væru ekki til umfjöllunar, að mati umbj. míns. Manuela biður hins vegar fjölmiðla góðfúslega um nærgætni, kjósi þeir allt að einu að fjalla um þetta mál. Virðingarfyllst, Ómar R. Valdimarsson hdl.
Tengdar fréttir Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15