Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2017 09:01 Lager vegabréfabóka í landinu dugar ekki til að gefa út almenn vegabréf handa öllum umsækjendum. Vísir/Stefán Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. Ráðstafanirnar koma til framkvæmda í dag og gilda fram til júní en þær eru nauðsynlegar vegna tafa á afhendingu vegabréfabóka frá framleiðanda þeirra í Kanada. Framleiðandinn segir tafirnar stafa af bruna í verksmiðju og skorti á öryggispappír til framleiðslunnar. Á vef Þjóðskrár segir að „lager vegabréfabóka í landinu dugar ekki til að gefa út almenn vegabréf handa öllum umsækjendum. Við því er nú brugðist á þennan hátt til að tryggja að allir umsækjendur fái ferðaskilríki, komist ferða sinna og verði fyrir sem minnstum óþægindum. Neyðarvegabréf eru talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þykja ekki nægilega örugg utan Evrópu, meðal annars vegna þess að þau eru ekki lesanleg rafrænt.“ Vegna þessa er nauðsynlegt fyrir Þjóðskrá að fá upplýsingar frá þeim sem sótt hafa um vegabréf eða hyggjast sækja um vegabréf fyrir 10. júní. „Það gerist með því að viðkomandi fyllir út eyðublað á vefnum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta hringt í þjónustuver í síma 515 5300. Vegabréfaumsóknirnar verða síðan afgreiddar á eftirfarandi hátt: • Þeir sem ferðast til Evrópuríkja og eiga bókað far fyrir 10. júní fá afgreitt neyðarvegabréf. Haft verður samband við þá með tölvupósti þegar það er tilbúið. Almenna vegabréfið verður gefið út síðar og afhent með þeim hætti sem óskað var eftir við umsókn. Gjald verður ekki innheimt fyrir neyðarvegabréfið. • Þeir sem ferðast til ríkja utan Evrópu og eiga bókað far fyrir 10. júní fá afgreitt almennt vegabréf. Haft verður samband við þá með tölvupósti þegar það er tilbúið og tilkynning berst sömuleiðis í pósthólf viðkomandi á Mínum síðum á vefnum Ísland.is. • Umsóknir þeirra sem eiga bókað far 10. júní eða síðar verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf. • Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir þar sem útgáfan tekur mið af brottfarardegi. Gert var ráð fyrir því að hingað til lands bærust 30 þúsund vegabréfabækur frá Kanada í byrjun maímánaðar en það gerðist ekki. Miðvikudaginn 10. maí barst Þjóðskrá Íslands tilkynning um að bækurnar yrðu ekki afhentar fyrr en í byrjun júní og þá voru skipulögð viðbrögð í samræmi við viðbragðsáætlun stofnunarinnar. Þjóðskrá Íslands biður viðskiptavini sína velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda þeim.“Nánari upplýsingar má nálgast hér. Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. Ráðstafanirnar koma til framkvæmda í dag og gilda fram til júní en þær eru nauðsynlegar vegna tafa á afhendingu vegabréfabóka frá framleiðanda þeirra í Kanada. Framleiðandinn segir tafirnar stafa af bruna í verksmiðju og skorti á öryggispappír til framleiðslunnar. Á vef Þjóðskrár segir að „lager vegabréfabóka í landinu dugar ekki til að gefa út almenn vegabréf handa öllum umsækjendum. Við því er nú brugðist á þennan hátt til að tryggja að allir umsækjendur fái ferðaskilríki, komist ferða sinna og verði fyrir sem minnstum óþægindum. Neyðarvegabréf eru talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þykja ekki nægilega örugg utan Evrópu, meðal annars vegna þess að þau eru ekki lesanleg rafrænt.“ Vegna þessa er nauðsynlegt fyrir Þjóðskrá að fá upplýsingar frá þeim sem sótt hafa um vegabréf eða hyggjast sækja um vegabréf fyrir 10. júní. „Það gerist með því að viðkomandi fyllir út eyðublað á vefnum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta hringt í þjónustuver í síma 515 5300. Vegabréfaumsóknirnar verða síðan afgreiddar á eftirfarandi hátt: • Þeir sem ferðast til Evrópuríkja og eiga bókað far fyrir 10. júní fá afgreitt neyðarvegabréf. Haft verður samband við þá með tölvupósti þegar það er tilbúið. Almenna vegabréfið verður gefið út síðar og afhent með þeim hætti sem óskað var eftir við umsókn. Gjald verður ekki innheimt fyrir neyðarvegabréfið. • Þeir sem ferðast til ríkja utan Evrópu og eiga bókað far fyrir 10. júní fá afgreitt almennt vegabréf. Haft verður samband við þá með tölvupósti þegar það er tilbúið og tilkynning berst sömuleiðis í pósthólf viðkomandi á Mínum síðum á vefnum Ísland.is. • Umsóknir þeirra sem eiga bókað far 10. júní eða síðar verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf. • Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir þar sem útgáfan tekur mið af brottfarardegi. Gert var ráð fyrir því að hingað til lands bærust 30 þúsund vegabréfabækur frá Kanada í byrjun maímánaðar en það gerðist ekki. Miðvikudaginn 10. maí barst Þjóðskrá Íslands tilkynning um að bækurnar yrðu ekki afhentar fyrr en í byrjun júní og þá voru skipulögð viðbrögð í samræmi við viðbragðsáætlun stofnunarinnar. Þjóðskrá Íslands biður viðskiptavini sína velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda þeim.“Nánari upplýsingar má nálgast hér.
Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira