Gott að hafa pabba til að segja mér til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 06:00 Lillý Rut Hlynsdóttir ber fyrirliðaband Þórs/KA sem er á toppnum í Pepsi-deild kvenna. vísir/eyþór „Þetta er draumabyrjun en kemur okkur samt ekkert á óvart þó að þetta komi kannski öllum öðrum á óvart,“ segir Lillý Rut Hlynsdóttir þegar við hefjum spjallið. Eins og inni á vellinum þá er hún yfirveguð en um leið full sjálfstrausts og með mikla trú á sínu liði. Það er ljóst að þetta er ekki hin venjulega tvítuga knattspyrnukona. Sigrar á Val, Breiðabliki og Fylki skila liðinu þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna. Lillý fagnaði tvítugsafmælinu sínu í ársbyrjun en hún er samt að hefja sitt sjötta tímabil í Pepsi-deildinni og nálgast óðum hundraðasta leikinn fyrir Þór/KA. „Ég held að ég hafi spilað 94. leikinn minn síðast. Ég er allavega ekki ein af ungu stelpunum því við erum frekar ungt lið,“ segir Lillý Rut. Það er vissulega hægt að taka undir það enda meira en helmingur byrjunarliðsins fæddur 1997 eða síðar. Allir markaskorararnir í sigrinum á Fylki voru tvítugar eða yngri.Norðankonur skoruðu fjögur í Árbænum.vísir/eyþórFullkomin blanda „Heimastelpurnar eru svo flottar. Við erum með fullkomna blöndu af ungum heimastelpum og mjög sterkum útlendingum. Það sem hefur gert okkur betri er að okkur er treyst fyrir þessu og við fáum tækifærið þótt við séum ungar,“ segir Lillý sem kom inn í byrjunarliðið sumarið 2012, þá aðeins fimmtán ára gömul. Tvær þær yngstu í byrjunarliðinu í sumar eru hin 18 ára Margrét Árnadóttir og hin 17 ára Hulda Björg Hannesdóttir sem báðar voru á skotskónum á móti Fylki. „Það er ekki að sjá að þær séu að spila fyrstu meistaraflokksleikina,“ sagði Lillý. Ábyrgðin hefur þó aldrei verið meiri á Lillý en í ár þar sem hún er komin með fyrirliðabandið í fjarveru Söndru Maríu Jessen og stýrir nú þriggja manna vörn Þórs/KA-liðsins. „Mér líður bara mjög vel í þessu hlutverki. Við Sandra erum í þessu saman. Hún er samt fyrirliði númer eitt þegar hún er heil,“ segir Lillý Rut en hún er í miðri vörninni í 3-4-3 leikkerfi og stýrir liðinu þaðan. „Þetta kerfi er búið að ganga mjög vel og ég held að þetta henti okkur betur miðað við þá leikmenn sem við erum með. Þessar nýju stöður henta eiginlega öllum betur,“ segir Lillý Rut og bætir við: „Kerfið gefur mér aðeins meira frelsi og býður upp á betri sendingar því það gefur mér fleiri kosti fram á völlinn. Það hentar mér mjög vel,“ segir Lillý.Stephany Mayor hefur farið á kostum fyrir Þór/KA.vísir/eyþórÞarf að halda ró sinni Lillý kom inn í vörnina þegar Arna Sif Ásgrímsdóttir fór út í atvinnumennsku og það er því mikið á svona ungan leikmann lagt að ætla að stýra varnarleik liðsins í nýju leikkerfi. Hún byrjaði á miðjunni en þurfti að breyta aðeins um stíl sem miðvörður. „Ég þarf að halda ró minni og má ekki fara úr stöðu. Þetta er í rauninni bara þriðja tímabilið mitt í miðverði því ég var alltaf á miðjunni. Ég þarf að passa mig að hlaupa ekki út um allt eins og maður gerði,“ segir Lillý. Eini nýi erlendi leikmaður liðsins er sú sem spilar við hlið Lillýjar og þær ná vel saman. „Það er mjög þægilegt að spila með henni. Hún talar endalaust og það er ekki hægt að sjá að við séum að spila saman í fyrsta skiptið,“ segir Lillý og þar er enn eitt dæmið um hversu vel gengur að velja erlenda leikmenn inn í liðið.„Við höfum verið mjög heppnar með útlendinga öll árin sem ég er búin að vera hérna.“ Eftir þrjár umferðir er lið Þórs/KA með fullt hús og búið að vinna tvö af liðunum sem áttu að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Þar var Þór/KA „aðeins“ spáð fjórða sætinu. Markmiðið er og hefur alltaf verið á hreinu. „Markmið númer eitt er að verða Íslandsmeistari,“ sagði Lillý sem var í síðasta meistaraliði Þórs/KA. „Ég var með í öllum leikjunum nema þeim síðasta þegar við tókum á móti bikarnum. Ég missti af sigurveislunni,“ segir Lillý en þá var hún upptekin í verkefni með sautján ára liðinu. „Það var ótrúlegt tímabil og vonandi verður þetta tímabil eitthvað því líkt.“ Þetta var samt erfiður vetur fyrir norðankonur. Mikil umræða varð um það hvort Þór/KA ætti yfirhöfuð að tefla fram sameiginlegu liði áfram og svo sleit markadrottningin Sandra María Jessen krossband í landsleik í mars. Þetta tvennt átti örugglega sinn þátt í því að þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn höfðu ekki allt of mikla trú á liðinu þrátt fyrir að sterkir erlendir leikmenn væru áfram á Akureyri og ungu stelpurnar einu ári eldri.Margrét Árnadóttir, fædd 1999, skoraði fyrsta markið á móti Fylki.vísir/eyþórGott að eiga Söndru inni „Hún gerði okkur bara sterkari ef eitthvað er, umræðan um hvort það ætti að stía okkur í sundur eða ekki. Hópurinn varð samheldnari. Það er auðvitað mikill missir að Söndru Maríu en það er gott að eiga hana inni. Vonandi verður hún klár sem fyrst. Hún er mjög mikilvægur partur af hópnum enn þá,“ segir Lillý. Ein af breytingunum á liðinu er að nú stendur íslensk stelpa í markinu. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir kom norður frá ÍBV. „Hún smellpassar inn í liðið og er frábær karakter. Það er gott að hafa loksins íslenskan markvörð fyrir aftan sig. Hún verður stundum svolítið æst en það er mjög gott að hafa hana fyrir aftan sig. Hún er búin að standa sig mjög vel,“ segir Lillý. Þór/KA er bara búið að fá á sig eitt mark á 270 mínútum og það kom úr víti. Lillý Rut er heldur betur með fótboltann í blóðinu því báðir foreldrar hennar spiluðu með Þór á árum áður en þetta eru þau Hlynur Birgisson og Inga Huld Pálsdóttir. „Þau eru bæði mjög harðir Þórsarar. Pabbi spilaði sem miðvörður á seinni hluta ferilsins en mamma var framherji. Ég fékk því aðeins meira frá pabba mínum,“ segir Lillý í léttum tón. „Það er mjög mikið rætt um fótbolta á heimilinu og það er mjög gott að hafa pabba til að segja manni til,“ segir Lillý. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
„Þetta er draumabyrjun en kemur okkur samt ekkert á óvart þó að þetta komi kannski öllum öðrum á óvart,“ segir Lillý Rut Hlynsdóttir þegar við hefjum spjallið. Eins og inni á vellinum þá er hún yfirveguð en um leið full sjálfstrausts og með mikla trú á sínu liði. Það er ljóst að þetta er ekki hin venjulega tvítuga knattspyrnukona. Sigrar á Val, Breiðabliki og Fylki skila liðinu þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna. Lillý fagnaði tvítugsafmælinu sínu í ársbyrjun en hún er samt að hefja sitt sjötta tímabil í Pepsi-deildinni og nálgast óðum hundraðasta leikinn fyrir Þór/KA. „Ég held að ég hafi spilað 94. leikinn minn síðast. Ég er allavega ekki ein af ungu stelpunum því við erum frekar ungt lið,“ segir Lillý Rut. Það er vissulega hægt að taka undir það enda meira en helmingur byrjunarliðsins fæddur 1997 eða síðar. Allir markaskorararnir í sigrinum á Fylki voru tvítugar eða yngri.Norðankonur skoruðu fjögur í Árbænum.vísir/eyþórFullkomin blanda „Heimastelpurnar eru svo flottar. Við erum með fullkomna blöndu af ungum heimastelpum og mjög sterkum útlendingum. Það sem hefur gert okkur betri er að okkur er treyst fyrir þessu og við fáum tækifærið þótt við séum ungar,“ segir Lillý sem kom inn í byrjunarliðið sumarið 2012, þá aðeins fimmtán ára gömul. Tvær þær yngstu í byrjunarliðinu í sumar eru hin 18 ára Margrét Árnadóttir og hin 17 ára Hulda Björg Hannesdóttir sem báðar voru á skotskónum á móti Fylki. „Það er ekki að sjá að þær séu að spila fyrstu meistaraflokksleikina,“ sagði Lillý. Ábyrgðin hefur þó aldrei verið meiri á Lillý en í ár þar sem hún er komin með fyrirliðabandið í fjarveru Söndru Maríu Jessen og stýrir nú þriggja manna vörn Þórs/KA-liðsins. „Mér líður bara mjög vel í þessu hlutverki. Við Sandra erum í þessu saman. Hún er samt fyrirliði númer eitt þegar hún er heil,“ segir Lillý Rut en hún er í miðri vörninni í 3-4-3 leikkerfi og stýrir liðinu þaðan. „Þetta kerfi er búið að ganga mjög vel og ég held að þetta henti okkur betur miðað við þá leikmenn sem við erum með. Þessar nýju stöður henta eiginlega öllum betur,“ segir Lillý Rut og bætir við: „Kerfið gefur mér aðeins meira frelsi og býður upp á betri sendingar því það gefur mér fleiri kosti fram á völlinn. Það hentar mér mjög vel,“ segir Lillý.Stephany Mayor hefur farið á kostum fyrir Þór/KA.vísir/eyþórÞarf að halda ró sinni Lillý kom inn í vörnina þegar Arna Sif Ásgrímsdóttir fór út í atvinnumennsku og það er því mikið á svona ungan leikmann lagt að ætla að stýra varnarleik liðsins í nýju leikkerfi. Hún byrjaði á miðjunni en þurfti að breyta aðeins um stíl sem miðvörður. „Ég þarf að halda ró minni og má ekki fara úr stöðu. Þetta er í rauninni bara þriðja tímabilið mitt í miðverði því ég var alltaf á miðjunni. Ég þarf að passa mig að hlaupa ekki út um allt eins og maður gerði,“ segir Lillý. Eini nýi erlendi leikmaður liðsins er sú sem spilar við hlið Lillýjar og þær ná vel saman. „Það er mjög þægilegt að spila með henni. Hún talar endalaust og það er ekki hægt að sjá að við séum að spila saman í fyrsta skiptið,“ segir Lillý og þar er enn eitt dæmið um hversu vel gengur að velja erlenda leikmenn inn í liðið.„Við höfum verið mjög heppnar með útlendinga öll árin sem ég er búin að vera hérna.“ Eftir þrjár umferðir er lið Þórs/KA með fullt hús og búið að vinna tvö af liðunum sem áttu að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Þar var Þór/KA „aðeins“ spáð fjórða sætinu. Markmiðið er og hefur alltaf verið á hreinu. „Markmið númer eitt er að verða Íslandsmeistari,“ sagði Lillý sem var í síðasta meistaraliði Þórs/KA. „Ég var með í öllum leikjunum nema þeim síðasta þegar við tókum á móti bikarnum. Ég missti af sigurveislunni,“ segir Lillý en þá var hún upptekin í verkefni með sautján ára liðinu. „Það var ótrúlegt tímabil og vonandi verður þetta tímabil eitthvað því líkt.“ Þetta var samt erfiður vetur fyrir norðankonur. Mikil umræða varð um það hvort Þór/KA ætti yfirhöfuð að tefla fram sameiginlegu liði áfram og svo sleit markadrottningin Sandra María Jessen krossband í landsleik í mars. Þetta tvennt átti örugglega sinn þátt í því að þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn höfðu ekki allt of mikla trú á liðinu þrátt fyrir að sterkir erlendir leikmenn væru áfram á Akureyri og ungu stelpurnar einu ári eldri.Margrét Árnadóttir, fædd 1999, skoraði fyrsta markið á móti Fylki.vísir/eyþórGott að eiga Söndru inni „Hún gerði okkur bara sterkari ef eitthvað er, umræðan um hvort það ætti að stía okkur í sundur eða ekki. Hópurinn varð samheldnari. Það er auðvitað mikill missir að Söndru Maríu en það er gott að eiga hana inni. Vonandi verður hún klár sem fyrst. Hún er mjög mikilvægur partur af hópnum enn þá,“ segir Lillý. Ein af breytingunum á liðinu er að nú stendur íslensk stelpa í markinu. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir kom norður frá ÍBV. „Hún smellpassar inn í liðið og er frábær karakter. Það er gott að hafa loksins íslenskan markvörð fyrir aftan sig. Hún verður stundum svolítið æst en það er mjög gott að hafa hana fyrir aftan sig. Hún er búin að standa sig mjög vel,“ segir Lillý. Þór/KA er bara búið að fá á sig eitt mark á 270 mínútum og það kom úr víti. Lillý Rut er heldur betur með fótboltann í blóðinu því báðir foreldrar hennar spiluðu með Þór á árum áður en þetta eru þau Hlynur Birgisson og Inga Huld Pálsdóttir. „Þau eru bæði mjög harðir Þórsarar. Pabbi spilaði sem miðvörður á seinni hluta ferilsins en mamma var framherji. Ég fékk því aðeins meira frá pabba mínum,“ segir Lillý í léttum tón. „Það er mjög mikið rætt um fótbolta á heimilinu og það er mjög gott að hafa pabba til að segja manni til,“ segir Lillý.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira