Lífið

Ný og kunnuguleg andlit í nýjustu stiklu Twin Peaks

Atli Ísleifsson skrifar
Þáttanna hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en í stiklunni má sjá bæði ný og kunnugleg andlit.
Þáttanna hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en í stiklunni má sjá bæði ný og kunnugleg andlit.
Búið er að birta nýja stiklu fyrir Twin Peaks en ný þáttaröð verður heimsfrumsýnd þann 21. maí. Þáttanna hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en í stiklunni má sjá bæði ný og kunnugleg andlit.

Variety greinir frá því að í stiklunni megi meðal annars sjá Harry Goaz í hlutverki lögreglustjórans Andy Brennan og Kimmy Robertson í hlutverki móttökuritarans Lucy Moran. Þá sjáum við Kyle MacLachlan í hlutverki alríkislögreglumannsins Dale Cooper.

Nýja þáttaröðin er í átján hlutum og gerist aldarfjórðungi eftir morðið á Lauru Palmer. Fyrstu fjórir þættirnir verða gerðir aðgengilegir á sama tíma þann 21. maí.

Handrit þáttanna eru líkt og þeir fyrri skrifaðir af þeim David Lynch og Mark Frost.

Sjá má stikluna að neðan.


Tengdar fréttir

Spennandi ár framundan og hér er brot af því besta

Nýtt ár og nýir hlutir til að hlakka til. Á árinu verða stórtónleikar nokkuð áberandi, en nokkrar þekktar hljómsveitir eru á leiðinni til landsins, margar framhaldsmyndir fara í frumsýningu og hellingur er að gerast hjá landsliðunum okkar. Þetta verður gott ár.

Velkomin til Tvídranga

Tvídrangar eða Twin Peaks, þættir Davids Lynch, fóru sigurför um heiminn á sínum tíma og urðu alveg sérstaklega vinsælir hér á landi. Helgin verður tileinkuð smábænum Twin Peaks í Bíó Paradís en myndin Fire Walk with Me verður meðal annars sýnd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×