Spánverjinn ákærður fyrir kynferðisbrotin þrjú og verður áfram í haldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2017 15:08 Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. VÍSIR/GVA Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum var í Hæstarétti í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í samtals ellefu vikur. Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hótelinu. Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur manninum en lögum samkvæmt mega sakborningar ekki sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur. Samkvæmt úrskurðinum er enn beðið niðurstaðna úr greiningu á DNA-sýnum sem tekin voru á upphafsstigum rannsóknarinnar, en þar sem niðurstaðnanna sé að vænta innan skamms hafi verið tekin ákvörðun um að höfða mál á hendur manninum. Maðurinn neitar sök en ákæruvaldið telur sig þó hafa sterkan grun um öll brotin þrjú. Meðal annars er byggt á því að maðurinn var handtekinn á vettvangi síðasta brotsins, framburðum kvennanna og annarra vitna. Auk þess hafi maðurinn kannast við að hafa farið inn í þrjú herbergi á hótelinu þetta kvöld og lýst því að hann hafi haft samræði við tvær konur. Hann segir það hins vegar hafa verið með samþykki þeirra. Hvað varðar þriðja brotið þá sagðist maðurinn hafa verið að leita að tóbaki sínu í rúmi konunnar og þess vegna hafi hann farið með hendurnar undir sæng hennar. Ákæruvaldið telur framburð mannsins ótrúverðugan og að almannahagsmunir krefjist þess að hann verði ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi. Tengdar fréttir Karlmaður grunaður um kynferðisbrot gagnvart þremur konum áfram í gæsluvarðhaldi Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátið á hóteli á Suðurlandi var fyrir helgi dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. maí næstkomandi. 14. apríl 2017 17:40 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. 22. mars 2017 16:35 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Stefna kennurum Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum var í Hæstarétti í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í samtals ellefu vikur. Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hótelinu. Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur manninum en lögum samkvæmt mega sakborningar ekki sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur. Samkvæmt úrskurðinum er enn beðið niðurstaðna úr greiningu á DNA-sýnum sem tekin voru á upphafsstigum rannsóknarinnar, en þar sem niðurstaðnanna sé að vænta innan skamms hafi verið tekin ákvörðun um að höfða mál á hendur manninum. Maðurinn neitar sök en ákæruvaldið telur sig þó hafa sterkan grun um öll brotin þrjú. Meðal annars er byggt á því að maðurinn var handtekinn á vettvangi síðasta brotsins, framburðum kvennanna og annarra vitna. Auk þess hafi maðurinn kannast við að hafa farið inn í þrjú herbergi á hótelinu þetta kvöld og lýst því að hann hafi haft samræði við tvær konur. Hann segir það hins vegar hafa verið með samþykki þeirra. Hvað varðar þriðja brotið þá sagðist maðurinn hafa verið að leita að tóbaki sínu í rúmi konunnar og þess vegna hafi hann farið með hendurnar undir sæng hennar. Ákæruvaldið telur framburð mannsins ótrúverðugan og að almannahagsmunir krefjist þess að hann verði ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi.
Tengdar fréttir Karlmaður grunaður um kynferðisbrot gagnvart þremur konum áfram í gæsluvarðhaldi Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátið á hóteli á Suðurlandi var fyrir helgi dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. maí næstkomandi. 14. apríl 2017 17:40 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. 22. mars 2017 16:35 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Stefna kennurum Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Karlmaður grunaður um kynferðisbrot gagnvart þremur konum áfram í gæsluvarðhaldi Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátið á hóteli á Suðurlandi var fyrir helgi dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. maí næstkomandi. 14. apríl 2017 17:40
Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15
Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. 22. mars 2017 16:35