Goðsagnir í hverri stöðu þegar FH og Valur mættust síðast í úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2017 15:00 Ólafur Stefánsson og Geir Sveinsson urðu báðir Íslandsmeistarar með Val 1993. mynd/brynjar gauti FH og Valur mætast í fyrsta leik í úrslitum Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15. Tuttuguogfjögur ár eru liðin síðan liðin mættust síðast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. RÚV birti í dag skemmtilegt myndbrot úr fjórða leik liðanna 1993. Valsmenn mættu þá í Kaplakrika, unnu 21-23 sigur og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn urðu einnig deildar- og bikarmeistarar þetta tímabil og unnu því þrefalt. Valur vann svo Íslandsmeistaratitilinn næstu þrjú ár. FH og Valur voru bæði með ógnarsterk lið á þessum tíma og þegar rennt er yfir byrjunarliðin úr fjórða leiknum 1993 má sjá ýmis kunnugleg nöfn. Af þeim 14 leikmönnum sem byrjuðu leikinn eiga 13 þeirra a.m.k. níu landsleiki fyrir Íslands hönd. Sá eini sem á ekki landsleik er Alexei Trúfan sem er af rússnesku bergi brotinn. Í liðunum voru t.a.m. samtals sex leikmenn sem hjálpuðu Íslandi að vinna B-keppnina í Frakklandi 1989: Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Jakob Sigurðsson, Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen. Í liði Vals voru einnig ungstirnin Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson, þá tvítugir að aldri. Allir þekkja svo þeirra sögu í handboltanum. Leikmennirnir sem byrjuðu fjórða leik FH og Vals 1993 spiluðu samtals hvorki fleiri né færri en 2603 landsleiki, samkvæmt heimasíðu HSÍ.Byrjunarlið FH var þannig skipað (landsleikir í sviga): Markvörður: Bergsveinn Bergsveinsson (153) - 16/2 varin skot Vinstra horn: Gunnar Beinteinsson (85) - 3 mörk Vinstri skytta: Alexei Trúfan - 3/2 mörk Leikstjórnandi: Guðjón Árnason (43) - 9 mörk Hægri skytta: Kristján Arason (245) Hægra horn: Sigurður Sveinsson (9) - 4 mörk Línumaður: Þorgils Óttar Mathiesen (247)Aðrir markaskorarar: Hálfdán Þórðarson (línumaður) - 2 mörkByrjunarlið Vals var þannig skipað - mörk skoruð: Markvörður: Guðmundur Hrafnkelsson (407) - 17/2 varin skot Vinstri bakvörður: Jakob Sigurðsson (247) - 1 mark Vinstri skytta: Ingi Rafn Jónsson (11) - 3 mörk Leikstjórnandi: Dagur Sigurðsson (215) - 3 mörk Hægri skytta: Ólafur Stefánsson (330) - 5 mörk Hægra horn: Valdimar Grímsson (271) - 5/4 mörk Línumaður: Geir Sveinsson (340) - 6 mörkÚrslitaeinvígi FH og Vals um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Það eru 24 ár síðan liðin mættust síðast í úrslitum. pic.twitter.com/NXy63Czt7p— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 10, 2017 Olís-deild karla Tengdar fréttir FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
FH og Valur mætast í fyrsta leik í úrslitum Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15. Tuttuguogfjögur ár eru liðin síðan liðin mættust síðast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. RÚV birti í dag skemmtilegt myndbrot úr fjórða leik liðanna 1993. Valsmenn mættu þá í Kaplakrika, unnu 21-23 sigur og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn urðu einnig deildar- og bikarmeistarar þetta tímabil og unnu því þrefalt. Valur vann svo Íslandsmeistaratitilinn næstu þrjú ár. FH og Valur voru bæði með ógnarsterk lið á þessum tíma og þegar rennt er yfir byrjunarliðin úr fjórða leiknum 1993 má sjá ýmis kunnugleg nöfn. Af þeim 14 leikmönnum sem byrjuðu leikinn eiga 13 þeirra a.m.k. níu landsleiki fyrir Íslands hönd. Sá eini sem á ekki landsleik er Alexei Trúfan sem er af rússnesku bergi brotinn. Í liðunum voru t.a.m. samtals sex leikmenn sem hjálpuðu Íslandi að vinna B-keppnina í Frakklandi 1989: Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Jakob Sigurðsson, Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen. Í liði Vals voru einnig ungstirnin Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson, þá tvítugir að aldri. Allir þekkja svo þeirra sögu í handboltanum. Leikmennirnir sem byrjuðu fjórða leik FH og Vals 1993 spiluðu samtals hvorki fleiri né færri en 2603 landsleiki, samkvæmt heimasíðu HSÍ.Byrjunarlið FH var þannig skipað (landsleikir í sviga): Markvörður: Bergsveinn Bergsveinsson (153) - 16/2 varin skot Vinstra horn: Gunnar Beinteinsson (85) - 3 mörk Vinstri skytta: Alexei Trúfan - 3/2 mörk Leikstjórnandi: Guðjón Árnason (43) - 9 mörk Hægri skytta: Kristján Arason (245) Hægra horn: Sigurður Sveinsson (9) - 4 mörk Línumaður: Þorgils Óttar Mathiesen (247)Aðrir markaskorarar: Hálfdán Þórðarson (línumaður) - 2 mörkByrjunarlið Vals var þannig skipað - mörk skoruð: Markvörður: Guðmundur Hrafnkelsson (407) - 17/2 varin skot Vinstri bakvörður: Jakob Sigurðsson (247) - 1 mark Vinstri skytta: Ingi Rafn Jónsson (11) - 3 mörk Leikstjórnandi: Dagur Sigurðsson (215) - 3 mörk Hægri skytta: Ólafur Stefánsson (330) - 5 mörk Hægra horn: Valdimar Grímsson (271) - 5/4 mörk Línumaður: Geir Sveinsson (340) - 6 mörkÚrslitaeinvígi FH og Vals um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Það eru 24 ár síðan liðin mættust síðast í úrslitum. pic.twitter.com/NXy63Czt7p— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 10, 2017
Olís-deild karla Tengdar fréttir FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Valur og FH eru tvö sigursælustu karlaliðin í sögu íslenska handboltans og í kvöld hefst úrslitaeinvígi þeirra í Olís-deild karla. 10. maí 2017 06:00