Íslandsbanki skiptir um auglýsingastofu í miðri herferð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2017 13:15 Flennistór auglýsing er framan á gamla Íslandsbankahúsinu að Kirkjusandi. vísir/gva Íslandsbanki hefur fært viðskipti sín til auglýsingastofunnar Brandenburg eftir að hafa starfað með ENNEMM auglýsingastofu frá árinu 2011. Bankinn hefur verið í einni sinni umfangsmestu auglýsingaherferð síðastliðnar vikur – sem þó var afar umdeild í fyrstu.Alls ótengt hörðum viðbrögðum Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka, segir þessar breytingar hafa verið í farvatninu í nokkurn tíma. Þær tengist herferðinni umdeildu því ekki á nokkurn hátt. „Ég tók við sem markaðsstjóri í desember í fyrra og þá fórum við að skoða þessi mál. Þannig að þetta er búið að vera töluvert lengi í vinnslu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Markaðsmál hafi verið í endurskoðun frá því að hann hóf störf.Sitt sýnist hverjum um ágæti auglýsingaherferðar Íslandsbanka, en Guðmundur segir hana langt frá því að vera mistök.vísir/ernir„Það er aldrei góður eða réttur tími til að gera svona. Við erum til dæmis með Reykjavíkurmaraþonið fram undan sem er stærsta verkefni okkar á hverjum ári. En það er bara þannig að það er enginn tími betri en annar í þessum efnum,“ segir hann, aðspurður hvers vegna skipt sé um stofu í miðri herferð.Áfram svipaðar áherslur Auglýsingaherferðinni var hrundið af stað með krafti í síðasta mánuði. Hún vakti hins vegar hörð viðbrögð og voru samfélagsmiðlar undirlagðir af myndum þar sem herferðin var skrumskæld. Töldu margir að einfölduð mynd væri dregin upp af erfiðri stöðu ungs fólks. Guðmundur vill ekki meina að auglýsingarnar hafi verið mistök enda hafi þúsundir leitað ráðgjafar vegna húsnæðismála hjá bankanum í framhaldinu. Næstu skref séu að halda áfram að vekja athygli á húsnæðismarkaðnum en með einhverjum áherslubreytingum. „Það er verið að endurhugsa markaðsmálin því stórir bankar í dag standa frammi fyrir miklum áskorunum. Það eru aðilar sem eru að koma inn og keppa við mismunandi hluta af starfseminni okkar. Og bankar þurfa að breyta bæði hvernig þeir tala og vinna, þeir þurfa að breyta rödd sinni því bönkum hefur verið tamt að draga upp glansmynd af stöðunni,“ segir Guðmundur. Tengdar fréttir Metdagur í Íslandsbanka í gær Markmið bankans var að hreyfa við fólki og það tókst svo sannarlega. 11. apríl 2017 11:13 Auglýsingar sem fóru öfugt í mannskapinn Betra er illt umtal en ekkert – en stundum hafa auglýsingar gengið fram af íslenskum almenningi. 14. apríl 2017 10:00 Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Íslandsbanki hefur fært viðskipti sín til auglýsingastofunnar Brandenburg eftir að hafa starfað með ENNEMM auglýsingastofu frá árinu 2011. Bankinn hefur verið í einni sinni umfangsmestu auglýsingaherferð síðastliðnar vikur – sem þó var afar umdeild í fyrstu.Alls ótengt hörðum viðbrögðum Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka, segir þessar breytingar hafa verið í farvatninu í nokkurn tíma. Þær tengist herferðinni umdeildu því ekki á nokkurn hátt. „Ég tók við sem markaðsstjóri í desember í fyrra og þá fórum við að skoða þessi mál. Þannig að þetta er búið að vera töluvert lengi í vinnslu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Markaðsmál hafi verið í endurskoðun frá því að hann hóf störf.Sitt sýnist hverjum um ágæti auglýsingaherferðar Íslandsbanka, en Guðmundur segir hana langt frá því að vera mistök.vísir/ernir„Það er aldrei góður eða réttur tími til að gera svona. Við erum til dæmis með Reykjavíkurmaraþonið fram undan sem er stærsta verkefni okkar á hverjum ári. En það er bara þannig að það er enginn tími betri en annar í þessum efnum,“ segir hann, aðspurður hvers vegna skipt sé um stofu í miðri herferð.Áfram svipaðar áherslur Auglýsingaherferðinni var hrundið af stað með krafti í síðasta mánuði. Hún vakti hins vegar hörð viðbrögð og voru samfélagsmiðlar undirlagðir af myndum þar sem herferðin var skrumskæld. Töldu margir að einfölduð mynd væri dregin upp af erfiðri stöðu ungs fólks. Guðmundur vill ekki meina að auglýsingarnar hafi verið mistök enda hafi þúsundir leitað ráðgjafar vegna húsnæðismála hjá bankanum í framhaldinu. Næstu skref séu að halda áfram að vekja athygli á húsnæðismarkaðnum en með einhverjum áherslubreytingum. „Það er verið að endurhugsa markaðsmálin því stórir bankar í dag standa frammi fyrir miklum áskorunum. Það eru aðilar sem eru að koma inn og keppa við mismunandi hluta af starfseminni okkar. Og bankar þurfa að breyta bæði hvernig þeir tala og vinna, þeir þurfa að breyta rödd sinni því bönkum hefur verið tamt að draga upp glansmynd af stöðunni,“ segir Guðmundur.
Tengdar fréttir Metdagur í Íslandsbanka í gær Markmið bankans var að hreyfa við fólki og það tókst svo sannarlega. 11. apríl 2017 11:13 Auglýsingar sem fóru öfugt í mannskapinn Betra er illt umtal en ekkert – en stundum hafa auglýsingar gengið fram af íslenskum almenningi. 14. apríl 2017 10:00 Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Metdagur í Íslandsbanka í gær Markmið bankans var að hreyfa við fólki og það tókst svo sannarlega. 11. apríl 2017 11:13
Auglýsingar sem fóru öfugt í mannskapinn Betra er illt umtal en ekkert – en stundum hafa auglýsingar gengið fram af íslenskum almenningi. 14. apríl 2017 10:00
Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00