Lífið

Stephen Colbert útskýrir af hverju Trump rak yfirmann FBI

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stephen Colbert
Stephen Colbert Vísir/EPA
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar tilkynnt var í gær að Donald Trump hafði rekið James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar.

Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna brottrekstrarins, sem þykir umdeildur en Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton.

FBI er einnig með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.

Fréttir af brottrekstri Comey bárust aðeins tíu mínútum áður en spjallþáttur Stephen Colbert, The Late Show. Það stoppaði hins vegar háðfuglinn Colbert ekki í að gera stólpagrín að brottrekstrinum og kom hann með sínar eigin útskýringar, sem sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.