FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 06:00 Unglingalandsliðsmennirnir Óðinn Þór Ríkharðsson hjá FH og Ýmir Örn Gíslason hjá Val í baráttu í bikarleik liðanna í Höllinni. vísir/Eyþór Lið Vals (21) og FH (16) hafa unnið 37 Íslandsmeistaratitla samtals en aðeins tveir þeirra hafa komið á þessari öld. Nú sjá þessi sigursælustu karlalið íslenska handboltans stóra titilinn í hillingum því þau eru bæði komin alla leið í úrslitaeinvígið sem hefst í Kaplakrika í kvöld. Deildarmeistarar FH-inga unnu sinn eina Íslandsmeistaratitil á síðustu 25 árum fyrir sex árum og bikarmeistarar Vals hafa ekki náð að vinna Íslandsmeistaratitil eftir bankahrun. Bæði lið hafa unnið fimm leiki í röð í úrslitakeppninni, FH-ingar alla sína leiki en Valsmenn fimm síðustu eftir tap úti í Eyjum í fyrsta leik. Þau unnu sitt hvora tvo leikina á tímabilinu en annar sigur Valsmanna var í undanúrslitum bikarsins. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, þekkir bæði liðin mjög vel eftir veturinn. „Þetta er mjög áhugavert einvígi,“ segir Einar Andri. „Það er búin að vera rosalega löng pása hjá FH og það verður því mjög fróðlegt að sjá þá í fyrsta leiknum,“ segir Einar sem segir að þarna hafi reynt á þjálfara FH að halda uppi tempói á æfingum. „Valsmenn hafa verið að spila frábæran varnarleik eða þessa 5:1 vörn með Ými fyrir framan þar sem hann fellur niður í 6:0 þegar liðin eru að leysa inn. Liðin hafa í vetur átt í miklu basli með þetta og ekkert lið sem hefur náð að leysa þessa vörn með góðum hætti. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig FH-ingarnir ætla að leysa varnarleikinn hjá Val. Það er stærsta spurningin fyrir seríuna,“ segir Einar Andri. „FH-ingar hafa verið að spila rosalega góða og þétta 6:0 vörn. Upp úr þessari góðu vörn, með Ágúst Elí mjög góðan í markinu fyrir aftan, þá hefur Óðinn verið óstöðvandi í hraðaupphlaupunum. Sóknarleikur FH hefur líka verið gríðarlega góður, agaður og með framlag frá mörgum leikmönnum. Það er eiginlega engan veikan blett að finna á FH-liðinu finnst mér,“ segir Einar Andri. „Valsmenn eru að koma svolítið bakdyramegin að þessu með því að enda í sjöunda sæti í deildinni en ástæðan fyrir því að þeir voru neðarlega var gríðarlegt álag á þeim. Þeir unnu líka bikarinn og slökuðu aðeins á í deildinni eftir það,“ segir Einar. „Óskar [Bjarni Óskarsson] hefur verið gagnrýndur fyrir úrslitakeppnina í gegnum tíðina en hann er heldur betur að svara fyrir það núna. Hann vinnur alltaf bikarinn en hefur verið að strögla í úrslitakeppninni. Ég er viss um að Óskar klæjar í fingurna að ná í Íslandsmeistaratitil í úrslitakeppni og sýna enn og aftur hversu frábær þjálfari hann er. Dóri er náttúrulega búinn að gera kvennalið að Íslandsmeisturum og getur nú gert það líka með karlalið,“ segir Einar. En hvernig fer? „Ég á erfiðara með að sjá Val vinna FH þrisvar. FH hefur að mínu mati aðeins fleiri vopn og þá sérstaklega í sókninni. Mér finnst fleiri hlutir vera á hreinu hjá FH en á sama tíma er Valur búinn að vinna alla stóru leikina eftir jól. Það er vonlaust að spá en ég hallast að því að FH vinni í fimm leikjum,“ segir Einar Andri og bætir við: „Þótt það sé kominn maí og fótboltinn byrjaður þá má líka fylgjast með handboltanum.“ Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Lið Vals (21) og FH (16) hafa unnið 37 Íslandsmeistaratitla samtals en aðeins tveir þeirra hafa komið á þessari öld. Nú sjá þessi sigursælustu karlalið íslenska handboltans stóra titilinn í hillingum því þau eru bæði komin alla leið í úrslitaeinvígið sem hefst í Kaplakrika í kvöld. Deildarmeistarar FH-inga unnu sinn eina Íslandsmeistaratitil á síðustu 25 árum fyrir sex árum og bikarmeistarar Vals hafa ekki náð að vinna Íslandsmeistaratitil eftir bankahrun. Bæði lið hafa unnið fimm leiki í röð í úrslitakeppninni, FH-ingar alla sína leiki en Valsmenn fimm síðustu eftir tap úti í Eyjum í fyrsta leik. Þau unnu sitt hvora tvo leikina á tímabilinu en annar sigur Valsmanna var í undanúrslitum bikarsins. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, þekkir bæði liðin mjög vel eftir veturinn. „Þetta er mjög áhugavert einvígi,“ segir Einar Andri. „Það er búin að vera rosalega löng pása hjá FH og það verður því mjög fróðlegt að sjá þá í fyrsta leiknum,“ segir Einar sem segir að þarna hafi reynt á þjálfara FH að halda uppi tempói á æfingum. „Valsmenn hafa verið að spila frábæran varnarleik eða þessa 5:1 vörn með Ými fyrir framan þar sem hann fellur niður í 6:0 þegar liðin eru að leysa inn. Liðin hafa í vetur átt í miklu basli með þetta og ekkert lið sem hefur náð að leysa þessa vörn með góðum hætti. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig FH-ingarnir ætla að leysa varnarleikinn hjá Val. Það er stærsta spurningin fyrir seríuna,“ segir Einar Andri. „FH-ingar hafa verið að spila rosalega góða og þétta 6:0 vörn. Upp úr þessari góðu vörn, með Ágúst Elí mjög góðan í markinu fyrir aftan, þá hefur Óðinn verið óstöðvandi í hraðaupphlaupunum. Sóknarleikur FH hefur líka verið gríðarlega góður, agaður og með framlag frá mörgum leikmönnum. Það er eiginlega engan veikan blett að finna á FH-liðinu finnst mér,“ segir Einar Andri. „Valsmenn eru að koma svolítið bakdyramegin að þessu með því að enda í sjöunda sæti í deildinni en ástæðan fyrir því að þeir voru neðarlega var gríðarlegt álag á þeim. Þeir unnu líka bikarinn og slökuðu aðeins á í deildinni eftir það,“ segir Einar. „Óskar [Bjarni Óskarsson] hefur verið gagnrýndur fyrir úrslitakeppnina í gegnum tíðina en hann er heldur betur að svara fyrir það núna. Hann vinnur alltaf bikarinn en hefur verið að strögla í úrslitakeppninni. Ég er viss um að Óskar klæjar í fingurna að ná í Íslandsmeistaratitil í úrslitakeppni og sýna enn og aftur hversu frábær þjálfari hann er. Dóri er náttúrulega búinn að gera kvennalið að Íslandsmeisturum og getur nú gert það líka með karlalið,“ segir Einar. En hvernig fer? „Ég á erfiðara með að sjá Val vinna FH þrisvar. FH hefur að mínu mati aðeins fleiri vopn og þá sérstaklega í sókninni. Mér finnst fleiri hlutir vera á hreinu hjá FH en á sama tíma er Valur búinn að vinna alla stóru leikina eftir jól. Það er vonlaust að spá en ég hallast að því að FH vinni í fimm leikjum,“ segir Einar Andri og bætir við: „Þótt það sé kominn maí og fótboltinn byrjaður þá má líka fylgjast með handboltanum.“
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira