Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2017 07:23 Frá fundi ráðherra Arababandalagsins í Kaíró í gærkvöldi. Vísir/afp Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels auki hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum. Ekki sé lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs.BBC greinir frá málinu en ákvörðun Trump batt enda á hlutleysi Bandaríkjanna í einni viðkvæmustu deilunni í Mið-Austurlöndum. Ráðherrar 22 ríkja, þeirra á meðal margir af nánustu bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum, sendu frá sér yfirlýsinguna í nótt. Síðustu þrjá daga hafa verið mikið um mótmæli og óeirðir bæði á Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Ísraelar hafa ávallt litið á Jerúsalem sem höfuðborg sína, en Palestínumenn hafa álitið austurhluta borgarinnar – sem Ísraelar hernámu í Sex daga stríðinu 1967 – vera framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.Funduðu í Kaíró Trump hét því í kosningabaráttunni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að með ákvörðuninni væri einungis verið að bregðast við og viðurkenna raunveruleikann. Ráðherrar Arababandalagsins funduðu í egypsku höfuðborginni Kaíró og sendu frá sér yfirlýsinguna klukkan eitt í nótt. Meðal þeirra ríkja sem gagnrýna forsetann bandaríska eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn, þar sem málið var til umræðu, voru Bandaríkin einangruð í afstöðu sinni þar sem fjórtán af fimmtán ríki, sem sæti eiga í ráðinu, fordæmdu ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, sagði Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt svívirðilega óvild í garð Ísraels í gegnum tíðina. Bandaríkin myndu enn vinna að því að friður náist í heimshlutanum. Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar reyna að telja Bandaríkjaforseta hughvarf Þjóðarleiðtogarnir eru sammála um það að ákvörðun Bandaríkjaforseta sé mikið áhyggjuefni. 9. desember 2017 19:39 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas-samtaka Palestínumanna á Gaza svæðinu í kvöld. 8. desember 2017 22:37 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels auki hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum. Ekki sé lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs.BBC greinir frá málinu en ákvörðun Trump batt enda á hlutleysi Bandaríkjanna í einni viðkvæmustu deilunni í Mið-Austurlöndum. Ráðherrar 22 ríkja, þeirra á meðal margir af nánustu bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum, sendu frá sér yfirlýsinguna í nótt. Síðustu þrjá daga hafa verið mikið um mótmæli og óeirðir bæði á Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Ísraelar hafa ávallt litið á Jerúsalem sem höfuðborg sína, en Palestínumenn hafa álitið austurhluta borgarinnar – sem Ísraelar hernámu í Sex daga stríðinu 1967 – vera framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.Funduðu í Kaíró Trump hét því í kosningabaráttunni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að með ákvörðuninni væri einungis verið að bregðast við og viðurkenna raunveruleikann. Ráðherrar Arababandalagsins funduðu í egypsku höfuðborginni Kaíró og sendu frá sér yfirlýsinguna klukkan eitt í nótt. Meðal þeirra ríkja sem gagnrýna forsetann bandaríska eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn, þar sem málið var til umræðu, voru Bandaríkin einangruð í afstöðu sinni þar sem fjórtán af fimmtán ríki, sem sæti eiga í ráðinu, fordæmdu ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, sagði Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt svívirðilega óvild í garð Ísraels í gegnum tíðina. Bandaríkin myndu enn vinna að því að friður náist í heimshlutanum.
Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar reyna að telja Bandaríkjaforseta hughvarf Þjóðarleiðtogarnir eru sammála um það að ákvörðun Bandaríkjaforseta sé mikið áhyggjuefni. 9. desember 2017 19:39 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas-samtaka Palestínumanna á Gaza svæðinu í kvöld. 8. desember 2017 22:37 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þjóðarleiðtogar reyna að telja Bandaríkjaforseta hughvarf Þjóðarleiðtogarnir eru sammála um það að ákvörðun Bandaríkjaforseta sé mikið áhyggjuefni. 9. desember 2017 19:39
Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas-samtaka Palestínumanna á Gaza svæðinu í kvöld. 8. desember 2017 22:37