Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2017 11:30 Ólafur Örn Haraldsson er þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. vísir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. Á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga um gjaldtöku í ferðaþjónustu á miðvikudag sagði Ólafur sjóðinn „fáránlegan“ og í samtali við Vísi sagði hann sjóðinn „skelfilegt fyrirbrigði.“ Vegna þess að þjóðgarðurinn fékk ekki pening úr framkvæmdasjóðnum verða byggð vatnssalerni á gamla Valhallarplaninu og á planinu uppi við bílastæðið þar sem gengið er upp í Almannagjá fyrir fé sem þjóðgarðurinn hefur aflað í gegnum bílastæðagjöld og salernisgjöld. Gámaklósett hafa verið á þessum stöðum undanfarin tvö ár. Greint hefur verið frá því að 70 milljónir hafi fengist í bílastæðagjöld á seinasta ári en Ólafur kveðst ekki vera með tölu yfir það hversu mikið hafi fengist í salernisgjöld. Hann segir þó ljóst að það hleypi á tugum milljóna króna.Segir með ólíkindum að þjóðgarðinum hafi verið neitað tvisvar „Þessi gjöld eru þjónustugjöld og það er munur á þjónustugjaldi og skatti, það er að segja þjónustugjaldið verður að vera á pari við útlagðan kostnað við þjónustuna,“ segir Ólafur og nefnir kostnað við viðhald, snjómokstur, sand og vörslu á bílaplönunum.En hvers vegna segir þjóðgarðsvörður að Framkvæmdasjóður ferðamanna sé fáránlegur? „Það er ekki hægt að reka og hafa jafn umfangsmikinn rekstur og jafn umfangsmiklar fjárfestingar sem á svo að bíða með fram vormánuði þar til menn fái að vita hvort að þeir fái eitthvað úr sjóðnum eða ekki. Opinber þjóðgarður eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum þarf að hafa rekstraráætlanir til eins, þriggja og fimm ára. Við erum í fjárfestingum upp á 500 milljónir þar sem við erum að byggja 1000 fermetra við gestastofuna uppi á Haki og svo kosta þessi salernishús sem við vorum að sækja um núna kosta hvort um sig 50 milljónir svo samtals 100 milljónir,“ segir Ólafur og bætir við: „Þarna sækum við um í tvö ár í röð um bráðnauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við þeim vanda sem er hvað mest knýjandi og umtalaður í ferðaþjónustunni á Íslandi, það eru salerni, og þetta eru ekki salerni bara einhvers staðar heldur í þjóðgarðinum á Þingvöllum þar sem fjölmiðlar hafa haft gaman að því að nudda okkur upp úr því að einhver villimaður og gerði þarfir sínar á bak við Þingvallabæinn þó það væru fimm mínútur í næsta salerni. En við höfum talið þetta vera svo brýnt að við teljum með ólíkindum að okkur hafi verið neitað um þetta tvisvar,“ segir Ólafur. Það hafi því verið brugðið á það ráð að nýta peningana sem aflað hefur verið með bílastæðagjöldum og salernisgjöldum til að byggja vatnssalernin.Óttast að sjálfsafla fé Þingvalla verði tekið og sett í miðlæga stofnun „Þetta sýnir að ef við hefðum ekki lagt á bílastæðagjöld og haft forgöngu um það þá stæðum við uppi núna án viðunandi bílastæða, með þau salerni sem við höfum núna í niðurníslu og gætum ekki lagt til þessi vatnssalerni núna í sumar né hafa leigt gámaklósett fyrir 20 milljónir eins og við gerðum í fyrra. Þetta sýnir það hvað það er dýrmætt að við höfum frelsi til að nýta okkar sjálfsafla fé og ég óttast að þjóðgarðurinn á Þingvöllum verði settur inn í einhvers konar miðlæga stofnun, okkar sjálfsafla fé tekið og því deilt út.“ Ólafur segir að það eigi ekki að beina þjóðgörðunum í að sækja um fé í framkvæmdasjóð heldur eigi þeir einfaldlega að fá meira fé á fjárlögum. Sjálfsagt sé að starfrækja framkvæmdasjóðinn þar sem einkaaðilar geti sótt um stuðning fyrir uppbyggingu og öðru slíku. „Þetta er einfaldlega galið fyrirkomulag að ætla ríkisstofnun eins og okkur að reka fjárfestingar og viðhald með fé frá þessum framkvæmdasjóði. Þetta er bara eitt af því sem þarf að laga en þetta seinlæti kerfisins er mjög þreytandi og dregur úr öllum framvirkum framkvæmdum en við höfum engan tíma. Það komu 1,2 milljónir ferðamanna á Þingvelli í fyrra og það munu koma 1,5 milljónir í sumar og þá fá við þetta svar, nei. Þetta er ekki björgulegt.“ Aðspurður hvort hann hafi fengið einhverjar skýringar á því hvers vegna Þingvellir fengu ekki fé úr sjóðnum segir hann svo ekki vera en að hann hafi óskað formlega eftir skýringum og bíði svara. Tengdar fréttir 610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53 Enginn ferðamaður mótmælt bílastæðagjaldi á Þingvöllum Bílastæðagjald hefur verið lagt á við Þingvelli til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. 30. maí 2016 07:00 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða digur af fjármagni Ferðamálastjóri segir viðbúið að úthlutanir verði afturkallaðar ljúki styrkþegar ekki framkvæmdum 14. janúar 2017 18:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. Á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga um gjaldtöku í ferðaþjónustu á miðvikudag sagði Ólafur sjóðinn „fáránlegan“ og í samtali við Vísi sagði hann sjóðinn „skelfilegt fyrirbrigði.“ Vegna þess að þjóðgarðurinn fékk ekki pening úr framkvæmdasjóðnum verða byggð vatnssalerni á gamla Valhallarplaninu og á planinu uppi við bílastæðið þar sem gengið er upp í Almannagjá fyrir fé sem þjóðgarðurinn hefur aflað í gegnum bílastæðagjöld og salernisgjöld. Gámaklósett hafa verið á þessum stöðum undanfarin tvö ár. Greint hefur verið frá því að 70 milljónir hafi fengist í bílastæðagjöld á seinasta ári en Ólafur kveðst ekki vera með tölu yfir það hversu mikið hafi fengist í salernisgjöld. Hann segir þó ljóst að það hleypi á tugum milljóna króna.Segir með ólíkindum að þjóðgarðinum hafi verið neitað tvisvar „Þessi gjöld eru þjónustugjöld og það er munur á þjónustugjaldi og skatti, það er að segja þjónustugjaldið verður að vera á pari við útlagðan kostnað við þjónustuna,“ segir Ólafur og nefnir kostnað við viðhald, snjómokstur, sand og vörslu á bílaplönunum.En hvers vegna segir þjóðgarðsvörður að Framkvæmdasjóður ferðamanna sé fáránlegur? „Það er ekki hægt að reka og hafa jafn umfangsmikinn rekstur og jafn umfangsmiklar fjárfestingar sem á svo að bíða með fram vormánuði þar til menn fái að vita hvort að þeir fái eitthvað úr sjóðnum eða ekki. Opinber þjóðgarður eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum þarf að hafa rekstraráætlanir til eins, þriggja og fimm ára. Við erum í fjárfestingum upp á 500 milljónir þar sem við erum að byggja 1000 fermetra við gestastofuna uppi á Haki og svo kosta þessi salernishús sem við vorum að sækja um núna kosta hvort um sig 50 milljónir svo samtals 100 milljónir,“ segir Ólafur og bætir við: „Þarna sækum við um í tvö ár í röð um bráðnauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við þeim vanda sem er hvað mest knýjandi og umtalaður í ferðaþjónustunni á Íslandi, það eru salerni, og þetta eru ekki salerni bara einhvers staðar heldur í þjóðgarðinum á Þingvöllum þar sem fjölmiðlar hafa haft gaman að því að nudda okkur upp úr því að einhver villimaður og gerði þarfir sínar á bak við Þingvallabæinn þó það væru fimm mínútur í næsta salerni. En við höfum talið þetta vera svo brýnt að við teljum með ólíkindum að okkur hafi verið neitað um þetta tvisvar,“ segir Ólafur. Það hafi því verið brugðið á það ráð að nýta peningana sem aflað hefur verið með bílastæðagjöldum og salernisgjöldum til að byggja vatnssalernin.Óttast að sjálfsafla fé Þingvalla verði tekið og sett í miðlæga stofnun „Þetta sýnir að ef við hefðum ekki lagt á bílastæðagjöld og haft forgöngu um það þá stæðum við uppi núna án viðunandi bílastæða, með þau salerni sem við höfum núna í niðurníslu og gætum ekki lagt til þessi vatnssalerni núna í sumar né hafa leigt gámaklósett fyrir 20 milljónir eins og við gerðum í fyrra. Þetta sýnir það hvað það er dýrmætt að við höfum frelsi til að nýta okkar sjálfsafla fé og ég óttast að þjóðgarðurinn á Þingvöllum verði settur inn í einhvers konar miðlæga stofnun, okkar sjálfsafla fé tekið og því deilt út.“ Ólafur segir að það eigi ekki að beina þjóðgörðunum í að sækja um fé í framkvæmdasjóð heldur eigi þeir einfaldlega að fá meira fé á fjárlögum. Sjálfsagt sé að starfrækja framkvæmdasjóðinn þar sem einkaaðilar geti sótt um stuðning fyrir uppbyggingu og öðru slíku. „Þetta er einfaldlega galið fyrirkomulag að ætla ríkisstofnun eins og okkur að reka fjárfestingar og viðhald með fé frá þessum framkvæmdasjóði. Þetta er bara eitt af því sem þarf að laga en þetta seinlæti kerfisins er mjög þreytandi og dregur úr öllum framvirkum framkvæmdum en við höfum engan tíma. Það komu 1,2 milljónir ferðamanna á Þingvelli í fyrra og það munu koma 1,5 milljónir í sumar og þá fá við þetta svar, nei. Þetta er ekki björgulegt.“ Aðspurður hvort hann hafi fengið einhverjar skýringar á því hvers vegna Þingvellir fengu ekki fé úr sjóðnum segir hann svo ekki vera en að hann hafi óskað formlega eftir skýringum og bíði svara.
Tengdar fréttir 610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53 Enginn ferðamaður mótmælt bílastæðagjaldi á Þingvöllum Bílastæðagjald hefur verið lagt á við Þingvelli til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. 30. maí 2016 07:00 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða digur af fjármagni Ferðamálastjóri segir viðbúið að úthlutanir verði afturkallaðar ljúki styrkþegar ekki framkvæmdum 14. janúar 2017 18:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53
Enginn ferðamaður mótmælt bílastæðagjaldi á Þingvöllum Bílastæðagjald hefur verið lagt á við Þingvelli til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. 30. maí 2016 07:00
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða digur af fjármagni Ferðamálastjóri segir viðbúið að úthlutanir verði afturkallaðar ljúki styrkþegar ekki framkvæmdum 14. janúar 2017 18:45