Þúsund hugmyndir til að bæta borgina: Parísarhjól og stytta af Jóni Páli Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2017 19:00 Á sex árum hefur borgin framkvæmt sex hundruð hugmyndir borgarbúa í gegnum verkefnið Hverfið mitt. Nú í mars hafa borgarbúar getað sent inn hugmyndir að nýframkvæmdum eða viðhaldi í borginni á síðuna Hverfið mitt en borist hafa tæplega þúsund hugmyndir sem kosið verður á milli í haust. Flestar hugmyndir snúa að viðhaldi, skipulagi eða uppbyggingu í borginni en sumar eru ansi frumlegar.Til að mynda hugmyndin um hjólabáta á tjörninni við Hjómskálann. Flutningsmaður tillögunnar mælir með rómantískri útgáfu á kvöldin - eða gondóla-stemningu. Annar hugmyndasmiður vill fá styttu af Jóni Páli Sigmarssyni í miðborgina, í fullri stærð að hnykla vöðvana. Einkennisorð kraftajötunsins „ekkert mál fyrir Jón Pál,“ eiga að standa á styttunni.via GIPHYEnn ein hugmyndin er að hafa parísarhjól við Hallgrímskirkju og gera þannig staðinn enn meira aðlaðandi fyrir ferðamenn, hægt væri að taka góðar ljósmyndir og njóta útsýnisins alla leið til Akraness. Og svo er það hugmyndin um risavaxinn sprellikarl á grænu svæði í Breiðholti. Þannig gætu sprellarar kíkt við, togað í spottann og séð kallinn veifa höndum og fótum öllum til mikillar ánægju. Þess má geta að þeir sem luma á góðri hugmynd hafa fram að miðnætti í kvöld að senda hana inn. Sonja Wiium, verkefnastjóri Hverfið mitt segir að nú muni taka við tveggja vikna ferli þar sem íbúar geta farið inn á vefinn og gefið hugmyndum vægi og deilt þeim. „Þannig getur fólk líka komið hugmyndum sínum áfram. Því vinsældir skipta máli þegar hugmyndirnar fara í kosninguna - hvort þær nái yfirhöfuð að komast alla leið þangað," segir hún. Fyrir utan vinsældir þurfa hugmyndir einnig að vera innan fjárhagsramma. „Þær þurfa einnig að samræmast skipulaginu, við getum ekki sett eitthvað einhvers staðar. Einnig þurfa þær að vera á borgarlandi og ekki mega ekki krefjast of flókins samráðs við lögreglu," segir Sonja en segir þó gaman að fá góðar hugmyndir og flestar nái þær í gegn.grafík/tótlagrafík/tótla Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Á sex árum hefur borgin framkvæmt sex hundruð hugmyndir borgarbúa í gegnum verkefnið Hverfið mitt. Nú í mars hafa borgarbúar getað sent inn hugmyndir að nýframkvæmdum eða viðhaldi í borginni á síðuna Hverfið mitt en borist hafa tæplega þúsund hugmyndir sem kosið verður á milli í haust. Flestar hugmyndir snúa að viðhaldi, skipulagi eða uppbyggingu í borginni en sumar eru ansi frumlegar.Til að mynda hugmyndin um hjólabáta á tjörninni við Hjómskálann. Flutningsmaður tillögunnar mælir með rómantískri útgáfu á kvöldin - eða gondóla-stemningu. Annar hugmyndasmiður vill fá styttu af Jóni Páli Sigmarssyni í miðborgina, í fullri stærð að hnykla vöðvana. Einkennisorð kraftajötunsins „ekkert mál fyrir Jón Pál,“ eiga að standa á styttunni.via GIPHYEnn ein hugmyndin er að hafa parísarhjól við Hallgrímskirkju og gera þannig staðinn enn meira aðlaðandi fyrir ferðamenn, hægt væri að taka góðar ljósmyndir og njóta útsýnisins alla leið til Akraness. Og svo er það hugmyndin um risavaxinn sprellikarl á grænu svæði í Breiðholti. Þannig gætu sprellarar kíkt við, togað í spottann og séð kallinn veifa höndum og fótum öllum til mikillar ánægju. Þess má geta að þeir sem luma á góðri hugmynd hafa fram að miðnætti í kvöld að senda hana inn. Sonja Wiium, verkefnastjóri Hverfið mitt segir að nú muni taka við tveggja vikna ferli þar sem íbúar geta farið inn á vefinn og gefið hugmyndum vægi og deilt þeim. „Þannig getur fólk líka komið hugmyndum sínum áfram. Því vinsældir skipta máli þegar hugmyndirnar fara í kosninguna - hvort þær nái yfirhöfuð að komast alla leið þangað," segir hún. Fyrir utan vinsældir þurfa hugmyndir einnig að vera innan fjárhagsramma. „Þær þurfa einnig að samræmast skipulaginu, við getum ekki sett eitthvað einhvers staðar. Einnig þurfa þær að vera á borgarlandi og ekki mega ekki krefjast of flókins samráðs við lögreglu," segir Sonja en segir þó gaman að fá góðar hugmyndir og flestar nái þær í gegn.grafík/tótlagrafík/tótla
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira