Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2017 07:00 Aðalstöðvar Kerecis eru á Ísafirði og þar eru allar vörur fyrirtækisins framleiddar. Mynd/Kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur tryggt samstarf við PolyMedics Innovation (PMI), bandarískt-þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum til meðhöndlunar á brunasárum. Ný vara Kerecis, Omega3 Burn, verður á grun samningsins selt í Bandaríkjunum, en sölunet PMI nær til 36 landa. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur en með þessu erum við komin með tvær vörur sem seldar eru í gegnum tvö sölukerfi í Bandaríkjunum. Sáravöruna fyrir þrálát sár sem við höfum verið að selja síðan í ársbyrjun 2016 með eigin sölumönnum og umboðssölumönnum og svo þessa nýju vöru sem seld verður gegnum sérhæft söluteymi PolyMedics til brunasáradeilda sjúkrahúsa vítt og breytt um Bandaríkin,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Haustið 2014 samdi ísfirska Kerecis við rannsóknarstofnanir bandaríska varnarmálayfirvalda. Vörur Kerecis eru úr þorskroði. Sá samningur laut að rannsóknum á tækni Kerecis til að meðhöndla alvarleg brunasár. Lítur varan nú dagsins ljós.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis„Nú í upphafi nær samstarfið aðeins til Bandaríkjanna. Það er líklegt að við munum víkka út samstarfið til fleiri markaða,“ segir Guðmundur Fertram. Markaður fyrir brunavörur í Bandaríkjunum var jafnvirði tæplega 80 milljarða íslenskra króna árið 2016. „Markmið okkar er að ná fimm prósent markaðshlutadeild á næstu fimm árum.“ Varan [Kerecis Omega3 Burn] byggir á sama grunni og vara Kerecis fyrir þrálát sár [Kerecis Omega 3 Wound]. Unnið hefur verið að markaðssetningu nýju vörunnar í tvö ár í samstarfi við íslenska og erlenda sérfræðinga. Þar á meðal er Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands, Rannsóknarmiðstöð bandaríska sjóhersins og Sárarannsóknarsetur bandaríska landhersins. „Öramyndun sem oft verður eftir alvarleg brunasár er alvarlegt vandamál og veldur skertri hreyfigetu. Til viðbótar að loka sárum hraðar og minnka sársauka benda rannsóknir okkar til að öramyndun sé minni þegar sáraroðið er notað, og þar af leiðandi verði minni vandamál með skerðingu á hreyfigetu,“ segir Guðmundur Fertram. Lengi hefur besta meðhöndlun alvarlegra brunasára verið talin skinnágræðsla þar sem húð er flutt af einum stað líkamans á annan með tilheyrandi öramyndun og sársauka. Aðrar vörur á markaði til meðhöndlunar brunasára eru gjafahúð af svínum eða húð látins fólks. Þessari gjafahúð fylgir sýkingarhætta sem kallar á flókna vinnsluaðferðir sem fjarlægir og breytir náttúrulegri samsetningu gjafahúðarinnar og minnkar virkni hennar. Engin smithætta er á milli þorsks og manna og því eru öll innihaldsefni þorskroðsins varðveitt í vörur Kerecis og hefur verið sýnt fram á í fjölmörgum kínískum rannsóknum að virknin verður því betri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur tryggt samstarf við PolyMedics Innovation (PMI), bandarískt-þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum til meðhöndlunar á brunasárum. Ný vara Kerecis, Omega3 Burn, verður á grun samningsins selt í Bandaríkjunum, en sölunet PMI nær til 36 landa. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur en með þessu erum við komin með tvær vörur sem seldar eru í gegnum tvö sölukerfi í Bandaríkjunum. Sáravöruna fyrir þrálát sár sem við höfum verið að selja síðan í ársbyrjun 2016 með eigin sölumönnum og umboðssölumönnum og svo þessa nýju vöru sem seld verður gegnum sérhæft söluteymi PolyMedics til brunasáradeilda sjúkrahúsa vítt og breytt um Bandaríkin,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Haustið 2014 samdi ísfirska Kerecis við rannsóknarstofnanir bandaríska varnarmálayfirvalda. Vörur Kerecis eru úr þorskroði. Sá samningur laut að rannsóknum á tækni Kerecis til að meðhöndla alvarleg brunasár. Lítur varan nú dagsins ljós.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis„Nú í upphafi nær samstarfið aðeins til Bandaríkjanna. Það er líklegt að við munum víkka út samstarfið til fleiri markaða,“ segir Guðmundur Fertram. Markaður fyrir brunavörur í Bandaríkjunum var jafnvirði tæplega 80 milljarða íslenskra króna árið 2016. „Markmið okkar er að ná fimm prósent markaðshlutadeild á næstu fimm árum.“ Varan [Kerecis Omega3 Burn] byggir á sama grunni og vara Kerecis fyrir þrálát sár [Kerecis Omega 3 Wound]. Unnið hefur verið að markaðssetningu nýju vörunnar í tvö ár í samstarfi við íslenska og erlenda sérfræðinga. Þar á meðal er Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands, Rannsóknarmiðstöð bandaríska sjóhersins og Sárarannsóknarsetur bandaríska landhersins. „Öramyndun sem oft verður eftir alvarleg brunasár er alvarlegt vandamál og veldur skertri hreyfigetu. Til viðbótar að loka sárum hraðar og minnka sársauka benda rannsóknir okkar til að öramyndun sé minni þegar sáraroðið er notað, og þar af leiðandi verði minni vandamál með skerðingu á hreyfigetu,“ segir Guðmundur Fertram. Lengi hefur besta meðhöndlun alvarlegra brunasára verið talin skinnágræðsla þar sem húð er flutt af einum stað líkamans á annan með tilheyrandi öramyndun og sársauka. Aðrar vörur á markaði til meðhöndlunar brunasára eru gjafahúð af svínum eða húð látins fólks. Þessari gjafahúð fylgir sýkingarhætta sem kallar á flókna vinnsluaðferðir sem fjarlægir og breytir náttúrulegri samsetningu gjafahúðarinnar og minnkar virkni hennar. Engin smithætta er á milli þorsks og manna og því eru öll innihaldsefni þorskroðsins varðveitt í vörur Kerecis og hefur verið sýnt fram á í fjölmörgum kínískum rannsóknum að virknin verður því betri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira