Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. mars 2017 07:00 Breskir lögreglumenn minnast félaga síns, Keiths Palmer, sem var myrtur í árásinni á miðvikudag. vísir/epa Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið átta manns í Birmingham og London í tengslum við rannsókn á árásinni í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn var 52 ára gamall breskur ríkisborgari, Khalid Masood að nafni, fæddur í Kent á Englandi. Hann hafði ítrekað komist í kast við lögin og hlotið dóma, fyrst árið 1983 og síðast árið 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot en ekki fyrir tengsl við hryðjuverk af neinu tagi. Masood náði að drepa þrjá og slasa fjölmarga áður en lögregla skaut hann til bana fyrir utan þinghúsið í London. Síðan þá hafa tveir látist af sárum sínum. Theresa May forsætisráðherra upplýsti á þingi í gær að leyniþjónustan MI5 hefði vitað af honum. Hann hafi áður sætt rannsókn í tengslum við hryðjuverk, en hann hafi ekki verið í miðpunkti þeirrar rannsóknar. Enginn grunur hafði þó vaknað hjá lögreglu um að hann væri að undirbúa hryðjuverk. Þótt átta manns hafi verið handteknir segist breska lögreglan enn telja að árásarmaðurinn hafi staðið einn að verki. Lítið hefur verið gefið upp um hann, annað en að hann hafi verið fæddur í Bretlandi og að hann hafi verið hallur undir hugmyndir herskárra íslamista. Lögreglan vildi í fyrstu ekki nafngreina manninn og bað fjölmiðla um að gera það ekki heldur á meðan rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Hún sagði árásina hafa beinst gegn frjálsu fólki alls staðar, en bestu viðbrögðin fælust í því að fólk héldi áfram að lifa lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Með því að bregðast þannig við sé verið að sýna óvinunum fram á að þeim takist ekki að sigra. Þetta séu viðbrögð sem sýna að Bretar muni aldrei gefa eftir. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, tók í sama streng og sagði að hryðjuverkamönnum myndi ekki takast að fá íbúa borgarinnar til að breyta lífsháttum sínum. Öfgasamtökin Íslamskt ríki, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn í Sýrlandi og Írak og hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk, lýstu í gær yfir ábyrgð á árásinni. Tilkynningin frá Íslamska ríkinu bendir þó ekki til þess að samtökin hafi tekið neinn beinan þátt í að undirbúa eða skipuleggja árásina. Lögregla hefur sagt að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum af hryðjuverkastefnu herskárra íslamista. Í gærmorgun reyndi svo maður í belgísku borginni Antwerpen að aka á fjölda fólks á fjölfarinni götu, en hann var handtekinn áður en honum tókst að valda tjóni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið átta manns í Birmingham og London í tengslum við rannsókn á árásinni í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn var 52 ára gamall breskur ríkisborgari, Khalid Masood að nafni, fæddur í Kent á Englandi. Hann hafði ítrekað komist í kast við lögin og hlotið dóma, fyrst árið 1983 og síðast árið 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot en ekki fyrir tengsl við hryðjuverk af neinu tagi. Masood náði að drepa þrjá og slasa fjölmarga áður en lögregla skaut hann til bana fyrir utan þinghúsið í London. Síðan þá hafa tveir látist af sárum sínum. Theresa May forsætisráðherra upplýsti á þingi í gær að leyniþjónustan MI5 hefði vitað af honum. Hann hafi áður sætt rannsókn í tengslum við hryðjuverk, en hann hafi ekki verið í miðpunkti þeirrar rannsóknar. Enginn grunur hafði þó vaknað hjá lögreglu um að hann væri að undirbúa hryðjuverk. Þótt átta manns hafi verið handteknir segist breska lögreglan enn telja að árásarmaðurinn hafi staðið einn að verki. Lítið hefur verið gefið upp um hann, annað en að hann hafi verið fæddur í Bretlandi og að hann hafi verið hallur undir hugmyndir herskárra íslamista. Lögreglan vildi í fyrstu ekki nafngreina manninn og bað fjölmiðla um að gera það ekki heldur á meðan rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Hún sagði árásina hafa beinst gegn frjálsu fólki alls staðar, en bestu viðbrögðin fælust í því að fólk héldi áfram að lifa lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Með því að bregðast þannig við sé verið að sýna óvinunum fram á að þeim takist ekki að sigra. Þetta séu viðbrögð sem sýna að Bretar muni aldrei gefa eftir. Sadiq Khan, borgarstjóri í London, tók í sama streng og sagði að hryðjuverkamönnum myndi ekki takast að fá íbúa borgarinnar til að breyta lífsháttum sínum. Öfgasamtökin Íslamskt ríki, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn í Sýrlandi og Írak og hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk, lýstu í gær yfir ábyrgð á árásinni. Tilkynningin frá Íslamska ríkinu bendir þó ekki til þess að samtökin hafi tekið neinn beinan þátt í að undirbúa eða skipuleggja árásina. Lögregla hefur sagt að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum af hryðjuverkastefnu herskárra íslamista. Í gærmorgun reyndi svo maður í belgísku borginni Antwerpen að aka á fjölda fólks á fjölfarinni götu, en hann var handtekinn áður en honum tókst að valda tjóni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira