Pútín gefur lítið fyrir gagnrýni Vesturlanda vegna Sýrlands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 22:45 Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Vísir/AFP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gefur lítið fyrir gagnrýni ráðamanna á vesturlöndum, í garð rússneskra stjórnvalda fyrir stuðning sinn við Bashar al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í opinberri heimsókn í Rússlandi og mun hann hitta rússneskan kollega sinn, Sergei Lavrov, á morgun. Þar mun hann bera ráðamönnum í Rússlandi þau skilaboð frá helstu leiðtogum Vesturlanda, að það sé ótækt að Rússar haldi áfram stuðningi sínum við stjórnarher sýrlenska einræðisherrans. Eins og alkunna er, skutu Bandaríkjamenn 56 eldflaugum á flugvöll í eigu sýrlenska stjórnarhersins, í kjölfar ásakana um að sýrlenski stjórnarherinn hafi borið ábyrgð á efnavopnaárás gegn almennum borgurum, þar sem rúmlega 80 manns létu lífið, en Rússar hafa stutt stjórnarherinn með vopnum og þá er jafnframt talið að rússneskir hermenn hafi einnig tekið þátt í stríðinu í Sýrlandi. Ljóst er að skilaboð vestrænna ráðamanna hljóta ekki hljómgrunn í eyrum Pútíns, en hann segir að að umrædd efnavopnaárás hafi verið gerð af uppreisnarmönnum, sem hafi með árásinni vonast til þess að fá Bandaríkin til þess að beita sér gegn stjórnarhernum. Þá segir hann að líklegt sé að slíkt verði gert aftur. Við höfum upplýsingar undir hendi sem benda til þess að fleiri slíkar árásir séu í undirbúningi, í öðrum hlutum Sýrlands, þar sem á aftur að koma sökinni á sýrlenska stjórnarherinn. Pútín hefur ekki sýnt fram á nein gögn máli sínu til stuðnings. Hann segir að Rússar muni kalla eftir því að Sameinuðu þjóðirnar muni rannsaka umrædda efnavopnaárás og þá sakaði hann vestræna ráðamenn um að styðja árás Bandaríkjahers, einungis til þess að koma sér í mjúkinn hjá Donald Trump, Bandaríkjaforseta. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að bandarísk yfirvöld væru í engum vafa um það að sýrlenski stjórnarherinn hefði vissulega staðið að baki efnavopnaárásinni. Óljóst er með hvaða hætti vesturlönd munu þrýsta á Rússa um að láta af stuðningi sínum við Assad, en ekki ríkir einhugur um hvaða aðferðum á að beita. Þannig hafa Bretar lagt til að Rússar verði beittir frekari efnahagslegum þvingunum, líkt og eftir innlimun þeirra á Krímskaga 2014, en sagt er að öðrum vestrænum leiðtogum lítist ekki á þá hugmynd og vilji frekar láta reyna á að sannfæra Rússa. Sýrland Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gefur lítið fyrir gagnrýni ráðamanna á vesturlöndum, í garð rússneskra stjórnvalda fyrir stuðning sinn við Bashar al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í opinberri heimsókn í Rússlandi og mun hann hitta rússneskan kollega sinn, Sergei Lavrov, á morgun. Þar mun hann bera ráðamönnum í Rússlandi þau skilaboð frá helstu leiðtogum Vesturlanda, að það sé ótækt að Rússar haldi áfram stuðningi sínum við stjórnarher sýrlenska einræðisherrans. Eins og alkunna er, skutu Bandaríkjamenn 56 eldflaugum á flugvöll í eigu sýrlenska stjórnarhersins, í kjölfar ásakana um að sýrlenski stjórnarherinn hafi borið ábyrgð á efnavopnaárás gegn almennum borgurum, þar sem rúmlega 80 manns létu lífið, en Rússar hafa stutt stjórnarherinn með vopnum og þá er jafnframt talið að rússneskir hermenn hafi einnig tekið þátt í stríðinu í Sýrlandi. Ljóst er að skilaboð vestrænna ráðamanna hljóta ekki hljómgrunn í eyrum Pútíns, en hann segir að að umrædd efnavopnaárás hafi verið gerð af uppreisnarmönnum, sem hafi með árásinni vonast til þess að fá Bandaríkin til þess að beita sér gegn stjórnarhernum. Þá segir hann að líklegt sé að slíkt verði gert aftur. Við höfum upplýsingar undir hendi sem benda til þess að fleiri slíkar árásir séu í undirbúningi, í öðrum hlutum Sýrlands, þar sem á aftur að koma sökinni á sýrlenska stjórnarherinn. Pútín hefur ekki sýnt fram á nein gögn máli sínu til stuðnings. Hann segir að Rússar muni kalla eftir því að Sameinuðu þjóðirnar muni rannsaka umrædda efnavopnaárás og þá sakaði hann vestræna ráðamenn um að styðja árás Bandaríkjahers, einungis til þess að koma sér í mjúkinn hjá Donald Trump, Bandaríkjaforseta. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að bandarísk yfirvöld væru í engum vafa um það að sýrlenski stjórnarherinn hefði vissulega staðið að baki efnavopnaárásinni. Óljóst er með hvaða hætti vesturlönd munu þrýsta á Rússa um að láta af stuðningi sínum við Assad, en ekki ríkir einhugur um hvaða aðferðum á að beita. Þannig hafa Bretar lagt til að Rússar verði beittir frekari efnahagslegum þvingunum, líkt og eftir innlimun þeirra á Krímskaga 2014, en sagt er að öðrum vestrænum leiðtogum lítist ekki á þá hugmynd og vilji frekar láta reyna á að sannfæra Rússa.
Sýrland Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira