Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 24-28 | Oddaleikur framundan Elvar Geir Magnússon í Framhúsinu skrifar 11. apríl 2017 20:45 Daníel Þór Ingason skorar eitt af mörkum sínum í kvöld. vísir/anton brink Eftir óvænt tap á heimavelli gegn Fram um síðustu helgi girtu Haukar sig í brók í Safamýrinni í kvöld. Það sást greinilega á gestunum, nánast frá því að upphitun liðanna hófst, að þeir voru ákveðnir í því að mæta og taka sigurinn. Hið skemmtilega Framlið hefur heillað marga í vetur en Haukar í þessum gír voru einfaldlega of stór biti fyrir þá bláu. Haukarnir náðu upp öflugum varnarleik frá upphafi og í sóknarleikinn vantaði ekki bitið. Haukar voru yfir frá upphafi til enda en Framarar misstu aldrei trúna, sýndu seiglu og héldu sér inni í leiknum lengi vel. Íslandsmeistararnir voru samt í þannig gír að í raun átti Fram aldrei möguleika. Liðin mætast í oddaleik á laugardaginn. Geta Framarar haldið áfram að koma fólki á óvart eða eru gæði Haukaliðsins einfaldlega of mikil? Svarið fæst á Ásvöllum um komandi helgi.Markahæstir í Fram: Þorgeir Bjarki Davíðsson og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (4 mörk). Viktor Gísli Hallgrímsson varði 11 skot.Markahæstir í Haukum: Jón Þorbjörn Jóhannsson (7), Daníel Þór Ingason og Tjörvi Þorgeirsson (4). Giedrus Morkunas varði 17 skot.Guðmundur Pálsson: Getum unnið aftur á Ásvöllum„Þetta var hrikalega erfitt. Við vissum að þeir myndu mæta dýrvitlausir eins og þeir gerðu," sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Það var karakter í mínum mönnum að gefast ekki upp. Þó við höfum lent þetta mörgum mörkum undir þá héldu menn áfram. Það voru smáatriði sem skildu að í dag, það voru þessar línusendingar sem við vorum í erfiðleikum með að stoppa. Svo vantaði Arnar Birki þó það sé engin afsökun." „Það eru nokkur tækniatriði sem við höfum nokkra daga til að loka fyrir og svo höldum við áfram. Við erum ekkert hættir." Getið þið farið á Ásvelli og unnið þar aftur? „Að sjálfsögðu, engin spurning. Við höfum gert það tvisvar í vetur. Af hverju ekki aftur?"Gunnar Magnússon: Okkar besti leikur í langan tíma„Munurinn á þessum leik og þeim fyrsta var eins og svart og hvítt. Það var allt annað lið sem kom hingað til leiks," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður með drengina í kvöld og við spiluðum frábæran varnarleik í 60 mínútur. Að sama skapi var þetta besti sóknarleikur okkar í langan tíma. Við vorum að skapa okkur mikið af færum." „Við skíttöpuðum síðasta leik og vorum hundsvekktir með okkur. Það var ekkert annað í stöðunni en að svara fyrir það. Við höfum áður verið undir í einvígi og vitum um hvað þetta snýst. Þó það hafi komið sigur núna erum við enn upp við vegg og það verður að koma sigur á laugardaginn. Það er bara allt eða ekkert þar." „Fram er með mjög gott lið, eru vel skipaðir og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Þeir hafa gert ótrúlega góða hluti í vetur og það er bara virkilega erfitt að eiga við þá og slíta þá frá sér. Það eru alltaf hörkuleikir þegar við höfum mætt þeim. Núna í kvöld var okkar besti leikur í langan tíma." Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu frá leiknum:LEIK LOKIÐ:24-28: Það verður oddaleikur í Hafnarfirði á laugardaginn! Jón Þorbjörn Jóhannsson var markahæstur hjá Haukum með sjö mörk.58. mín: 23-26: Morkunas með svaðalega mikilvæga vörslu! Fram hefði getað minnkað muninn í tvö mörk en þetta tók Morkunas.57. mín: 23-26: Menn að skora úr hverri sókn þessa stundina. Mörkin að flæða inn í lokin. Framarar hafa alveg trú á því að þeir geti jafnað þetta þó þeir hafi verið undir allan leikinn. Ég hef reyndar ekki trúna.55. mín: 21-24: Valdimar skorar á línunni fyrir Fram og minnkar muninn í þrjú mörk. Sama hvað gengur á þá heldur Framliðið alltaf áfram. Þeir fá hrós fyrir það.54. mín: 19-24: Haukar ná að skora manni færri. Lítið eftir af leiknum.50. mín: 18-22: Daníel Þór Guðmundsson fær að spreyta sig í marki Framara og fer vel af stað! ver hvað eftir annað. Fram minnkar svo muninn skyndilega í fjögur mörk og Haukar ákveða að taka leikhlé. Aðeins að passa upp á að menn missi ekki hausinn í lokin.48. mín: 16-22: Fram minnkar muninn en spurningin er samt sem áður bara hversu stór sigur Hauka verður. Það er oddaleikur framundan á Ásvöllum á laugardaginn.46. mín: 15-21: Aftur skoruðu Haukar yfir endilangan völlinn. Eru að grípa Fram aðeins í bólinu fyrir að skilja mark sitt eftir tómt. Sex marka munur. Miðað við gang leiksins þarf Fram algjört kraftaverk til að snúa þessu við.45. mín: 14-19: Framarar játa sig ekki sigraða strax. Þorgeir Bjarki var að setja eitt með þrusibombu. Ansi smekklegt.43. mín: 12-19: Fjögur mörk í röð frá Haukum. Heimir Óli skoraði yfir allan völlinn í markmannslaust mark Framara.40. mín: 12-18: Framarar taka leikhlé. Nú þurfa þeir svo sannarlega að kunna einhver geggjuð leynitrikk.39. mín: 12-18: Öll vötn farin að renna til Hafnarfjarðar. Þrjú mörk í röð frá gestunum. Brekkan orðin brött fyrir Fram, of brött tel ég.34. mín: 12-15: Valdimar Sigurðsson að skora af harðfylgi fyrir Framara.31. mín: 11-15: Tjörvi Þorgeirsson með fyrsta mark seinni hálfleiks.HÁLFLEIKUR: 11-14: Heimir Óli átti lokaorðið fyrir Hauka hérna rétt fyrir hálfleikinn. Þriggja marka munur. Haukar hafa verið yfir frá upphafi leiks en Fram ekki hleypt þeim of langt framúr sér. Markahæstur í Fram í hálfleik: Þorgeir Bjarki Davíðsson 3 mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson 8 skot varin. Markahæstur í Haukum er Jón Þorbjörn Jóhannson með 3 mörk. Morkunas með 10 skot varin.29. mín: 10-13: Viktor Gísli í marki Fram með ansi mikilvæga vörslu frá Heimi Óla. Erum að detta í hálfleik hérna.26. mín: 9-12: Þorgeir Bjarki að sjá til þess að Fram er inn í þessum leik. Hann er kominn með fjögur mörk.25. mín: 8-12: Daníel Þór Ingason kemst á blaði fyrir Hauka. Fjögur mörk sem Fram þarf að vinna upp. Nær liðið að saxa á þetta fyrir hálfleik?24. mín: 7-11: Mikið um feila þessa stundina. Gæðin eru ekki að bera menn ofurliði. Leikhlé tekið.22. mín: 6-11: Adam Haukur Baumruk með bylmingsskot sem hafnar í netinu og Morkunas ver svo í næstu sókn Framara. Heimamenn ekki að standa sig þegar þeir eru manni fleiri.20. mín: 6-10: Andri Heimir Friðriksson Haukamaður fær tveggja mínútna brottvísun en Fram tapar boltanum í sókninni.18. mín: 6-9: Forysta Hauka að haldast þessi sirka 2-3 mörk frá upphafi leiks. Framarar allavega ekki að missa þá of langt frá sér en verða að koma með betra áhlaup.15. mín: 5-7: Andri Þór í liði Fram klúðraði víti, fékk dauðafæri í frákastinu en aftur varði Morkunas. Stuttu seinna náði Sigurður Örn Þorsteinsson að minnka muninn í tvö mörk.13. mín: 4-6: Þorgeir Bjarki Davíðsson kominn með tvö mörk fyrir Framara sem eru farnir að finna betri takt. Náðu að minnka muninn í eitt mark áður en Jón Þorbjörn Jóhannsson skoraði sitt annað mark. Ivan Ivkovic fékk tveggja mínútna brottvísun. Spennandi að sjá hvernig Fram nýtir liðsmuninn.11. mín: 2-5: Langt síðan síðasta mark kom. Framarar verið að fara illa með góð færi. Þeir verða að gera betur.8. mín: 2-5: Markverðir beggja liða að taka fínar vörslur. Haukar halda áfram að vera skrefinu á undan. Menn eru ekki að eyða miklum tíma í sóknirnar.5. mín: 1-4: Mikið tempó í leiknum. Hraðaupphlaup Hauka að reynast vel og Hákon Daði er búinn að skora tvívegis. Mikil ákveðni í Haukaliðinu og það fleytir þeim langt.2. mín, 0-1: Tjörvi Þorgeirsson kom Haukum yfir með fyrsta skoti leiksins. Hafnarfjarðarliðið sýndi svo hörkuvörn og vann boltann aftur en Viktor Gísli Hallgrímsson varði frá Hákoni Daða.1. mín, 0-0: Leikurinn er hafinn hér í Framhúsinu. Gestirnir í Haukum byrjuðu með knöttinn.Fyrir leik:Kristján Halldórsson eftirlitsmaður hefur fjarlægt gjallarhorn af áhorfendum. Gjallarhorn bönnuð en hann lætur trommurnar vera. Orðið þétt setið í stúkunni.Fyrir leik:Arnar Birkir er í banni en veitir íþróttafréttamönnum félagsskap í fréttamannastúkunni. Hann er í treyjunni og allur pakkinn.Arnar Birkir í banni en er í treyjunni, í fréttamannastúkunni #handboltavísirpic.twitter.com/b0uJmlTxvn — Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) April 11, 2017Fyrir leik:Áhorfendur farnir að tínast inn. Vondu fréttirnar eru þær að það eru mættar trommur í stúkuna og það þrjár. Trommur inn í íþróttahúsum er ekki málið. Sama hvað ég væli mikið um þetta breytist þetta samt ekkert. Hef því pistilinn ekki lengri að þessu sinni.Fyrir leik:Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson eru dómarar í kvöld. Verður þokkalega álagið á þeim í kvöld spái ég.Fyrir leik:Bolvíska stálið, Kristján Jónsson, er mætt í stuðið. Lætur sig aldrei vanta þegar um alvöru kappleiki er að ræða á Íslandi. Stálið spáir Haukasigri í kvöld. "Ég gapti þegar ég sá úrslitin úr fyrri leiknum. Gummi Páls er án nokkurs vafa þjálfari ársins," segir Stálið.Fyrir leik:Það var hiti í mönnum þegar liðin áttust við um síðustu helgi á Ásvöllum. Meiri hiti í sumum en öðrum. Arnar Birkir Hálfdánsson fékk að líta spjaldið bláa fyrir grófan leik og var dæmdur í eins leiks bann. Hann er því fjarri góðu gamni í kvöld. Arnar lykilmaður hjá Fram.Fyrir leik:Gott og gleðilegt kvöld. Íslandsmeistarar Hauka eru löööngu mættir út að hita hér í Safamýrinni. Þeir eru ekki að nenna í sumarfrí fyrir páska. Hörkuleikur framundan. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Eftir óvænt tap á heimavelli gegn Fram um síðustu helgi girtu Haukar sig í brók í Safamýrinni í kvöld. Það sást greinilega á gestunum, nánast frá því að upphitun liðanna hófst, að þeir voru ákveðnir í því að mæta og taka sigurinn. Hið skemmtilega Framlið hefur heillað marga í vetur en Haukar í þessum gír voru einfaldlega of stór biti fyrir þá bláu. Haukarnir náðu upp öflugum varnarleik frá upphafi og í sóknarleikinn vantaði ekki bitið. Haukar voru yfir frá upphafi til enda en Framarar misstu aldrei trúna, sýndu seiglu og héldu sér inni í leiknum lengi vel. Íslandsmeistararnir voru samt í þannig gír að í raun átti Fram aldrei möguleika. Liðin mætast í oddaleik á laugardaginn. Geta Framarar haldið áfram að koma fólki á óvart eða eru gæði Haukaliðsins einfaldlega of mikil? Svarið fæst á Ásvöllum um komandi helgi.Markahæstir í Fram: Þorgeir Bjarki Davíðsson og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (4 mörk). Viktor Gísli Hallgrímsson varði 11 skot.Markahæstir í Haukum: Jón Þorbjörn Jóhannsson (7), Daníel Þór Ingason og Tjörvi Þorgeirsson (4). Giedrus Morkunas varði 17 skot.Guðmundur Pálsson: Getum unnið aftur á Ásvöllum„Þetta var hrikalega erfitt. Við vissum að þeir myndu mæta dýrvitlausir eins og þeir gerðu," sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Það var karakter í mínum mönnum að gefast ekki upp. Þó við höfum lent þetta mörgum mörkum undir þá héldu menn áfram. Það voru smáatriði sem skildu að í dag, það voru þessar línusendingar sem við vorum í erfiðleikum með að stoppa. Svo vantaði Arnar Birki þó það sé engin afsökun." „Það eru nokkur tækniatriði sem við höfum nokkra daga til að loka fyrir og svo höldum við áfram. Við erum ekkert hættir." Getið þið farið á Ásvelli og unnið þar aftur? „Að sjálfsögðu, engin spurning. Við höfum gert það tvisvar í vetur. Af hverju ekki aftur?"Gunnar Magnússon: Okkar besti leikur í langan tíma„Munurinn á þessum leik og þeim fyrsta var eins og svart og hvítt. Það var allt annað lið sem kom hingað til leiks," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður með drengina í kvöld og við spiluðum frábæran varnarleik í 60 mínútur. Að sama skapi var þetta besti sóknarleikur okkar í langan tíma. Við vorum að skapa okkur mikið af færum." „Við skíttöpuðum síðasta leik og vorum hundsvekktir með okkur. Það var ekkert annað í stöðunni en að svara fyrir það. Við höfum áður verið undir í einvígi og vitum um hvað þetta snýst. Þó það hafi komið sigur núna erum við enn upp við vegg og það verður að koma sigur á laugardaginn. Það er bara allt eða ekkert þar." „Fram er með mjög gott lið, eru vel skipaðir og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Þeir hafa gert ótrúlega góða hluti í vetur og það er bara virkilega erfitt að eiga við þá og slíta þá frá sér. Það eru alltaf hörkuleikir þegar við höfum mætt þeim. Núna í kvöld var okkar besti leikur í langan tíma." Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu frá leiknum:LEIK LOKIÐ:24-28: Það verður oddaleikur í Hafnarfirði á laugardaginn! Jón Þorbjörn Jóhannsson var markahæstur hjá Haukum með sjö mörk.58. mín: 23-26: Morkunas með svaðalega mikilvæga vörslu! Fram hefði getað minnkað muninn í tvö mörk en þetta tók Morkunas.57. mín: 23-26: Menn að skora úr hverri sókn þessa stundina. Mörkin að flæða inn í lokin. Framarar hafa alveg trú á því að þeir geti jafnað þetta þó þeir hafi verið undir allan leikinn. Ég hef reyndar ekki trúna.55. mín: 21-24: Valdimar skorar á línunni fyrir Fram og minnkar muninn í þrjú mörk. Sama hvað gengur á þá heldur Framliðið alltaf áfram. Þeir fá hrós fyrir það.54. mín: 19-24: Haukar ná að skora manni færri. Lítið eftir af leiknum.50. mín: 18-22: Daníel Þór Guðmundsson fær að spreyta sig í marki Framara og fer vel af stað! ver hvað eftir annað. Fram minnkar svo muninn skyndilega í fjögur mörk og Haukar ákveða að taka leikhlé. Aðeins að passa upp á að menn missi ekki hausinn í lokin.48. mín: 16-22: Fram minnkar muninn en spurningin er samt sem áður bara hversu stór sigur Hauka verður. Það er oddaleikur framundan á Ásvöllum á laugardaginn.46. mín: 15-21: Aftur skoruðu Haukar yfir endilangan völlinn. Eru að grípa Fram aðeins í bólinu fyrir að skilja mark sitt eftir tómt. Sex marka munur. Miðað við gang leiksins þarf Fram algjört kraftaverk til að snúa þessu við.45. mín: 14-19: Framarar játa sig ekki sigraða strax. Þorgeir Bjarki var að setja eitt með þrusibombu. Ansi smekklegt.43. mín: 12-19: Fjögur mörk í röð frá Haukum. Heimir Óli skoraði yfir allan völlinn í markmannslaust mark Framara.40. mín: 12-18: Framarar taka leikhlé. Nú þurfa þeir svo sannarlega að kunna einhver geggjuð leynitrikk.39. mín: 12-18: Öll vötn farin að renna til Hafnarfjarðar. Þrjú mörk í röð frá gestunum. Brekkan orðin brött fyrir Fram, of brött tel ég.34. mín: 12-15: Valdimar Sigurðsson að skora af harðfylgi fyrir Framara.31. mín: 11-15: Tjörvi Þorgeirsson með fyrsta mark seinni hálfleiks.HÁLFLEIKUR: 11-14: Heimir Óli átti lokaorðið fyrir Hauka hérna rétt fyrir hálfleikinn. Þriggja marka munur. Haukar hafa verið yfir frá upphafi leiks en Fram ekki hleypt þeim of langt framúr sér. Markahæstur í Fram í hálfleik: Þorgeir Bjarki Davíðsson 3 mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson 8 skot varin. Markahæstur í Haukum er Jón Þorbjörn Jóhannson með 3 mörk. Morkunas með 10 skot varin.29. mín: 10-13: Viktor Gísli í marki Fram með ansi mikilvæga vörslu frá Heimi Óla. Erum að detta í hálfleik hérna.26. mín: 9-12: Þorgeir Bjarki að sjá til þess að Fram er inn í þessum leik. Hann er kominn með fjögur mörk.25. mín: 8-12: Daníel Þór Ingason kemst á blaði fyrir Hauka. Fjögur mörk sem Fram þarf að vinna upp. Nær liðið að saxa á þetta fyrir hálfleik?24. mín: 7-11: Mikið um feila þessa stundina. Gæðin eru ekki að bera menn ofurliði. Leikhlé tekið.22. mín: 6-11: Adam Haukur Baumruk með bylmingsskot sem hafnar í netinu og Morkunas ver svo í næstu sókn Framara. Heimamenn ekki að standa sig þegar þeir eru manni fleiri.20. mín: 6-10: Andri Heimir Friðriksson Haukamaður fær tveggja mínútna brottvísun en Fram tapar boltanum í sókninni.18. mín: 6-9: Forysta Hauka að haldast þessi sirka 2-3 mörk frá upphafi leiks. Framarar allavega ekki að missa þá of langt frá sér en verða að koma með betra áhlaup.15. mín: 5-7: Andri Þór í liði Fram klúðraði víti, fékk dauðafæri í frákastinu en aftur varði Morkunas. Stuttu seinna náði Sigurður Örn Þorsteinsson að minnka muninn í tvö mörk.13. mín: 4-6: Þorgeir Bjarki Davíðsson kominn með tvö mörk fyrir Framara sem eru farnir að finna betri takt. Náðu að minnka muninn í eitt mark áður en Jón Þorbjörn Jóhannsson skoraði sitt annað mark. Ivan Ivkovic fékk tveggja mínútna brottvísun. Spennandi að sjá hvernig Fram nýtir liðsmuninn.11. mín: 2-5: Langt síðan síðasta mark kom. Framarar verið að fara illa með góð færi. Þeir verða að gera betur.8. mín: 2-5: Markverðir beggja liða að taka fínar vörslur. Haukar halda áfram að vera skrefinu á undan. Menn eru ekki að eyða miklum tíma í sóknirnar.5. mín: 1-4: Mikið tempó í leiknum. Hraðaupphlaup Hauka að reynast vel og Hákon Daði er búinn að skora tvívegis. Mikil ákveðni í Haukaliðinu og það fleytir þeim langt.2. mín, 0-1: Tjörvi Þorgeirsson kom Haukum yfir með fyrsta skoti leiksins. Hafnarfjarðarliðið sýndi svo hörkuvörn og vann boltann aftur en Viktor Gísli Hallgrímsson varði frá Hákoni Daða.1. mín, 0-0: Leikurinn er hafinn hér í Framhúsinu. Gestirnir í Haukum byrjuðu með knöttinn.Fyrir leik:Kristján Halldórsson eftirlitsmaður hefur fjarlægt gjallarhorn af áhorfendum. Gjallarhorn bönnuð en hann lætur trommurnar vera. Orðið þétt setið í stúkunni.Fyrir leik:Arnar Birkir er í banni en veitir íþróttafréttamönnum félagsskap í fréttamannastúkunni. Hann er í treyjunni og allur pakkinn.Arnar Birkir í banni en er í treyjunni, í fréttamannastúkunni #handboltavísirpic.twitter.com/b0uJmlTxvn — Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) April 11, 2017Fyrir leik:Áhorfendur farnir að tínast inn. Vondu fréttirnar eru þær að það eru mættar trommur í stúkuna og það þrjár. Trommur inn í íþróttahúsum er ekki málið. Sama hvað ég væli mikið um þetta breytist þetta samt ekkert. Hef því pistilinn ekki lengri að þessu sinni.Fyrir leik:Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson eru dómarar í kvöld. Verður þokkalega álagið á þeim í kvöld spái ég.Fyrir leik:Bolvíska stálið, Kristján Jónsson, er mætt í stuðið. Lætur sig aldrei vanta þegar um alvöru kappleiki er að ræða á Íslandi. Stálið spáir Haukasigri í kvöld. "Ég gapti þegar ég sá úrslitin úr fyrri leiknum. Gummi Páls er án nokkurs vafa þjálfari ársins," segir Stálið.Fyrir leik:Það var hiti í mönnum þegar liðin áttust við um síðustu helgi á Ásvöllum. Meiri hiti í sumum en öðrum. Arnar Birkir Hálfdánsson fékk að líta spjaldið bláa fyrir grófan leik og var dæmdur í eins leiks bann. Hann er því fjarri góðu gamni í kvöld. Arnar lykilmaður hjá Fram.Fyrir leik:Gott og gleðilegt kvöld. Íslandsmeistarar Hauka eru löööngu mættir út að hita hér í Safamýrinni. Þeir eru ekki að nenna í sumarfrí fyrir páska. Hörkuleikur framundan.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira