Sautján Skagfirðingar missa vinnuna Sveinn Arnarsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Rekstur Háholts kostar um 150 milljónir á ári. vísir/gva Meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði verður lokað þann 1. september næstkomandi. Sautján starfsmenn missa vinnuna og segir Hinrik Már Jónsson, einn rekstraraðila Háholts, sérhæft starfsfólk ekki fá vinnu við hæfi í Skagafirði eftir lokun meðferðarheimilisins. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir ákvörðunina um að loka Háholti hafa að einhverju leyti verið einfalda. „Kjarninn er í sjálfu sér augljós. Eftirspurn eftir þjónustunni hefur verið ófullnægjandi í áraraðir. Það er ekki hægt að réttlæta rekstur sem er eins dýr og raun ber vitni miðað við þá slöku nýtingu sem er á úrræðinu,“ segir Bragi.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valli„Fyrir næstum tveimur áratugum tók Háholt til starfa í samræmi við bestu vitneskju um það sem menn höfðu í meðferðarmálum barna, hvert virkasta úrræðið var og hvað væri best fyrir börnin. Á þessum tíma hafa orðið stórstígar breytingar á þekkingu manna hvað virkar í meðferðum barna og hvað ekki. Það er liðin tíð að reka staði eins og Háholt,“ bætir Bragi við. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra segir verið að setja upp nýtt meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu og að frumkvæði að lokun Háholts hafi komið frá rekstraraðilum þess. „Bréf barst frá rekstraraðilunum sjálfum um að þeir vildu ekki framlengja samninginn sem þeir höfðu við Barnaverndarstofu sem rennur út þann 1. september,“ segir Þorsteinn. „Barnaverndarstofu er því falið að finna lausnir. Nú er verið að byggja upp meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu.“ Barnaverndarstofa lagði það til við Eygló Harðardóttur, þáverandi velferðarráðherra, að loka Háholti þar sem lítil notkun réttlætti ekki fjármagnið til þess. Eygló ákvað hins vegar að gera nýjan samning við Hádranga ehf. um reksturinn. Hinrik Már Jónsson og Ari Jóhann Sigurðsson, yfirmenn í Háholti og eigendur fyrirtækisins sem reka stofnunina, vildu ekki ræða við blaðamann um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Sjá meira
Meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði verður lokað þann 1. september næstkomandi. Sautján starfsmenn missa vinnuna og segir Hinrik Már Jónsson, einn rekstraraðila Háholts, sérhæft starfsfólk ekki fá vinnu við hæfi í Skagafirði eftir lokun meðferðarheimilisins. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir ákvörðunina um að loka Háholti hafa að einhverju leyti verið einfalda. „Kjarninn er í sjálfu sér augljós. Eftirspurn eftir þjónustunni hefur verið ófullnægjandi í áraraðir. Það er ekki hægt að réttlæta rekstur sem er eins dýr og raun ber vitni miðað við þá slöku nýtingu sem er á úrræðinu,“ segir Bragi.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valli„Fyrir næstum tveimur áratugum tók Háholt til starfa í samræmi við bestu vitneskju um það sem menn höfðu í meðferðarmálum barna, hvert virkasta úrræðið var og hvað væri best fyrir börnin. Á þessum tíma hafa orðið stórstígar breytingar á þekkingu manna hvað virkar í meðferðum barna og hvað ekki. Það er liðin tíð að reka staði eins og Háholt,“ bætir Bragi við. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra segir verið að setja upp nýtt meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu og að frumkvæði að lokun Háholts hafi komið frá rekstraraðilum þess. „Bréf barst frá rekstraraðilunum sjálfum um að þeir vildu ekki framlengja samninginn sem þeir höfðu við Barnaverndarstofu sem rennur út þann 1. september,“ segir Þorsteinn. „Barnaverndarstofu er því falið að finna lausnir. Nú er verið að byggja upp meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu.“ Barnaverndarstofa lagði það til við Eygló Harðardóttur, þáverandi velferðarráðherra, að loka Háholti þar sem lítil notkun réttlætti ekki fjármagnið til þess. Eygló ákvað hins vegar að gera nýjan samning við Hádranga ehf. um reksturinn. Hinrik Már Jónsson og Ari Jóhann Sigurðsson, yfirmenn í Háholti og eigendur fyrirtækisins sem reka stofnunina, vildu ekki ræða við blaðamann um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Sjá meira