Sautján Skagfirðingar missa vinnuna Sveinn Arnarsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Rekstur Háholts kostar um 150 milljónir á ári. vísir/gva Meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði verður lokað þann 1. september næstkomandi. Sautján starfsmenn missa vinnuna og segir Hinrik Már Jónsson, einn rekstraraðila Háholts, sérhæft starfsfólk ekki fá vinnu við hæfi í Skagafirði eftir lokun meðferðarheimilisins. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir ákvörðunina um að loka Háholti hafa að einhverju leyti verið einfalda. „Kjarninn er í sjálfu sér augljós. Eftirspurn eftir þjónustunni hefur verið ófullnægjandi í áraraðir. Það er ekki hægt að réttlæta rekstur sem er eins dýr og raun ber vitni miðað við þá slöku nýtingu sem er á úrræðinu,“ segir Bragi.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valli„Fyrir næstum tveimur áratugum tók Háholt til starfa í samræmi við bestu vitneskju um það sem menn höfðu í meðferðarmálum barna, hvert virkasta úrræðið var og hvað væri best fyrir börnin. Á þessum tíma hafa orðið stórstígar breytingar á þekkingu manna hvað virkar í meðferðum barna og hvað ekki. Það er liðin tíð að reka staði eins og Háholt,“ bætir Bragi við. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra segir verið að setja upp nýtt meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu og að frumkvæði að lokun Háholts hafi komið frá rekstraraðilum þess. „Bréf barst frá rekstraraðilunum sjálfum um að þeir vildu ekki framlengja samninginn sem þeir höfðu við Barnaverndarstofu sem rennur út þann 1. september,“ segir Þorsteinn. „Barnaverndarstofu er því falið að finna lausnir. Nú er verið að byggja upp meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu.“ Barnaverndarstofa lagði það til við Eygló Harðardóttur, þáverandi velferðarráðherra, að loka Háholti þar sem lítil notkun réttlætti ekki fjármagnið til þess. Eygló ákvað hins vegar að gera nýjan samning við Hádranga ehf. um reksturinn. Hinrik Már Jónsson og Ari Jóhann Sigurðsson, yfirmenn í Háholti og eigendur fyrirtækisins sem reka stofnunina, vildu ekki ræða við blaðamann um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði verður lokað þann 1. september næstkomandi. Sautján starfsmenn missa vinnuna og segir Hinrik Már Jónsson, einn rekstraraðila Háholts, sérhæft starfsfólk ekki fá vinnu við hæfi í Skagafirði eftir lokun meðferðarheimilisins. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir ákvörðunina um að loka Háholti hafa að einhverju leyti verið einfalda. „Kjarninn er í sjálfu sér augljós. Eftirspurn eftir þjónustunni hefur verið ófullnægjandi í áraraðir. Það er ekki hægt að réttlæta rekstur sem er eins dýr og raun ber vitni miðað við þá slöku nýtingu sem er á úrræðinu,“ segir Bragi.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valli„Fyrir næstum tveimur áratugum tók Háholt til starfa í samræmi við bestu vitneskju um það sem menn höfðu í meðferðarmálum barna, hvert virkasta úrræðið var og hvað væri best fyrir börnin. Á þessum tíma hafa orðið stórstígar breytingar á þekkingu manna hvað virkar í meðferðum barna og hvað ekki. Það er liðin tíð að reka staði eins og Háholt,“ bætir Bragi við. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra segir verið að setja upp nýtt meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu og að frumkvæði að lokun Háholts hafi komið frá rekstraraðilum þess. „Bréf barst frá rekstraraðilunum sjálfum um að þeir vildu ekki framlengja samninginn sem þeir höfðu við Barnaverndarstofu sem rennur út þann 1. september,“ segir Þorsteinn. „Barnaverndarstofu er því falið að finna lausnir. Nú er verið að byggja upp meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu.“ Barnaverndarstofa lagði það til við Eygló Harðardóttur, þáverandi velferðarráðherra, að loka Háholti þar sem lítil notkun réttlætti ekki fjármagnið til þess. Eygló ákvað hins vegar að gera nýjan samning við Hádranga ehf. um reksturinn. Hinrik Már Jónsson og Ari Jóhann Sigurðsson, yfirmenn í Háholti og eigendur fyrirtækisins sem reka stofnunina, vildu ekki ræða við blaðamann um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira