Sprengjuárásin í Dortmund: Telja að knattspyrnuliðið hafi verið skotmarkið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2017 22:11 Frá blaðamannafundi lögreglunnar í kvöld. vísir/getty Þýska lögreglan telur að sprengjurnar þrjár sem sprungu við rútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund í kvöld hafi verið beint að liðinu sjálfu, það hafi verið skotmarkið. Sprengjuárásin var gerð á rútuna þegar liðið var á leið á Signal Iduna-leikvanginn í Dortmund þar sem það átti leik á móti franska liðinu Monaco í átta liða-úrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum var frestað þangað til á morgun. Einn leikmaður liðsins, spænski landsliðsmaðurinn Marc Bartra, var fluttur á spítala þar sem hann meiddist á hendi en aðra leikmenn Dortmund sakaði ekki. Rúður sprungu í rútunni við sprengingarnar og þá sprungu dekk rútunnar einnig. Á blaðamannafundi í kvöld sagði lögreglan að fyrstu vísbendingar bentu til að þarna hefði verið gerð árás með hættulegum sprengiefnum. Þá sagði saksóknari að bréf sem fannst nærri vettvangi árásarinnar væri nú til rannsóknar en svo virðist sem í því sé lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögreglan vildi þó ekkert frekar tjá sig um innihald bréfsins fyrr en það hafi verið rannsakað frekar. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um árásina. Formaður Borussia Dortmund Hans-Joachim Watzke sagði í samtali við fjölmiðla að liðið væri í áfalli vegna árásarinnar. „Þú gleymir ekki svona hlutum svo glatt. Ég vona að liðið geti keppt á morgun en á stundum sem þessum þá þjappar Borussia sér saman.“ Tengdar fréttir Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Þýska lögreglan telur að sprengjurnar þrjár sem sprungu við rútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund í kvöld hafi verið beint að liðinu sjálfu, það hafi verið skotmarkið. Sprengjuárásin var gerð á rútuna þegar liðið var á leið á Signal Iduna-leikvanginn í Dortmund þar sem það átti leik á móti franska liðinu Monaco í átta liða-úrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum var frestað þangað til á morgun. Einn leikmaður liðsins, spænski landsliðsmaðurinn Marc Bartra, var fluttur á spítala þar sem hann meiddist á hendi en aðra leikmenn Dortmund sakaði ekki. Rúður sprungu í rútunni við sprengingarnar og þá sprungu dekk rútunnar einnig. Á blaðamannafundi í kvöld sagði lögreglan að fyrstu vísbendingar bentu til að þarna hefði verið gerð árás með hættulegum sprengiefnum. Þá sagði saksóknari að bréf sem fannst nærri vettvangi árásarinnar væri nú til rannsóknar en svo virðist sem í því sé lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögreglan vildi þó ekkert frekar tjá sig um innihald bréfsins fyrr en það hafi verið rannsakað frekar. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um árásina. Formaður Borussia Dortmund Hans-Joachim Watzke sagði í samtali við fjölmiðla að liðið væri í áfalli vegna árásarinnar. „Þú gleymir ekki svona hlutum svo glatt. Ég vona að liðið geti keppt á morgun en á stundum sem þessum þá þjappar Borussia sér saman.“
Tengdar fréttir Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30