Innlent

„Ætlar hún að sýna hvernig lessur eðla sig?“

Jakob Bjarnar skrifar
Pétur og Eyrún, sem stjórnar hatursglæpadeild lögreglunnar. Óhjákvæmilegur fylgifiskur umræðu í lýðræðisþjóðfélagi er að fólk móðgast, hneykslast eða reiðist, telur á sig hallað, telur á sér brotið og svo framvegis.
Pétur og Eyrún, sem stjórnar hatursglæpadeild lögreglunnar. Óhjákvæmilegur fylgifiskur umræðu í lýðræðisþjóðfélagi er að fólk móðgast, hneykslast eða reiðist, telur á sig hallað, telur á sér brotið og svo framvegis.
„Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærða og dæma að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talinn 2.108.000 króna málsvarnarlaun Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns að meðtöldum virðisaukaskatti. Þóknun verjandans er fyrir vinnu undir rannsókn málsins og dómsmeðferð.“

Svo hljóma lokaorð dóms hvar Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður var sýknaður í meiðyrðamáli sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu höfðaði á hendur honum en Vísir sagði af niðurstöðunni í gær. Þar má sjá samtölin sem lágu til grundvallar ákærunni. Eitt er svohljóðandi:

[Hlustandi]: Ég veit um það en ég bara segi, eða skilaboð til þessarar stelpu eru þau.

[Ákærði]: Hmm.

[Hlustandi]: Ætlar hún að sýna hvernig lessur eðla sig?

[Ákærði]: Hmm

[Hlustandi]: Þó ég sé dónaleg, ég veit það en þetta er það sem hún ætlar að kenna þeim og þá verður hún að sýna þeim það.

[Ákærði]: Já.

[Hlustandi]: Og mundi nokkur leyfa henni að fara að þukla á börnunum. Ég segi bara það, ég er ekki lesbía, ég á átta börn og hef aldrei verið lesbía.“

Vísir greindi á sínum tíma frá því hvernig ummælin eru snúin. En í dómnum segir að þó setja megi tjáningarfrelsinu skorður eins og segir í 2. málsgrein 73 greinar stjórnarskrár þá er tjáningarfrelsi, opinber umræða og frjáls skoðanaskipti ein af undirstöðum lýðræðisþjóðfélags. Og opinber umræða um hvað eina í lýðræðisþjóðfélagi „hefur iðulega í för með sér ýmiss konar óþægindi fyrir einstaklinga og/eða hópa fólks. Fólk móðgast, hneykslast eða reiðist, telur á sig hallað, telur á sér brotið og svo framvegis. Þetta er óhjákvæmilegur fylgifiskur opinberrar umræðu í lýðræðisþjóðfélagi.“

Dómarinn telur hin tilvitnuðu ummæli kunna að vera þessu marki brennd en „grundvallarrétturinn um tjáningarfrelsi sem tryggður er í 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu tryggir ákærða og viðmælendum hans réttinn til að tjá sig eins og þeir gerðu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×