Tuttugu þúsund laxar sluppu úr sjókvíum í Skotlandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. apríl 2017 09:09 Tuttugu þúsund laxar sluppu úr sjókvíum á eyjunni Mull í Skotlandi í lok mars en greint var frá slysinu fyrst núna. Um er að ræða eitt stærsta umhverfisrof í laxeldi í sögunni. Sjókvíarnar eru svipaðar þeim sem íslensk laxeldisfyrirtæki nota. Skoska vefútgáfan Daily Record greindi frá því að um væri að ræða eitt stærsta umhverfisrof í fiskeldi í sögunni. Laxarnir, alls 20 þúsund, sluppu úr sjókvíum Scottish Sea Farms við Bloody Bay við eyjuna Mull. Talið er að umhverfisslysið hafi orðið þegar ráðist hafi verið á sjókvíarnar en grunur leikur á að þar hafi selir verið á ferðinni.Arnar Pálsson dósent í líffræði við Háskóla Íslands hefur rannsakað erfðafræði laxfiska. Hann segir skipta máli hvenær rof eigi sér stað þegar umhverfisáhrifin eru annars vegar.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonLaxeldi í sjókvíum hefur vaxið hratt sem atvinnugrein á Íslandi á síðustu árum í skjóli þess að stjórnvöld hafa ekki markað skýra stefnu um hvað sé heimilt og hvað ekki þegar ræktun á fiski í sjó er annars vegar. Starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á að skila skýrslu til ráðherra næsta sumar. Rof eins og það sem varð í Skotlandi getur hæglega orðið hér á landi enda þarf bara eitt lítið gat á sjókvíarnar. Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva sagði í fréttum okkar á fimmtudag að laxeldisfyrirtækin hefðu myndavélar í sjókvíunum og þau hefðu beina fjárhagslega hagsmuni af því að fyrirbyggja rof. Arnar Pálsson dósent í líffræði við HÍ hefur rannsakað erfðafræði laxfiska. Hann segir tímamark rofs skipta máli. „Áhrifin velta líka á því hvort fiskurinn er nálægt á þar sem er villtur fiskur. Sérstaklega ef það er hrygningartíma þegar rofið verður. Ef fiskurinn sleppur út að hausti til, kemur inn og fer að keppa við villta fiska og taka þátt í æxlun þá getur orðið erfðablöndun eða jafnvel erfðamengun milli stofna,“ segir Arnar. Vísindamenn sem hafa rannsakað laxfiska skilja ekki áhrif erðamengunarinnar til fulls. „Norðmenn hafa rannsakað þetta í áratugi og komist að því að í þeirra stofnum er töluvert mikil mengun. Það er kannski þriðjungur af stofnum sem þeir voru að rannsaka með umtalsverða erfðamengun eða erfðablöndun við eldisfiskinn. Áhrifin eru mögulega þau að hæfni villtra stofna rýrnar. Þeir fá inn í sig gen sem henta ekki við villtar aðstæður og standa sig verr í lífsbaráttunni,“ segir Arnar. Hörð átök standa nú yfir um laxeldi í sjókvíum. Málsóknarfélögin Nátturvernd 1 og Náttúruvernd 2 hafa höfðað dómsmál til að fella úr gildi leyfi sem Matvælastofnun gaf Arnarlaxi annars vegar og Löxum Fiskeldi ehf. Þá er einnig tekist á um lögmætið á stjórnsýslustiginu en Landssamband veiðufélaga kvartaði undan leyfisveitingum Matvælastofnunar (MAST) til umboðsmanns Alþingis. Rannsókn umboðsmanns leiddi í ljós að dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hafði beinan fjárhagslegan ávinning af því að laxeldi myndi stækka sem atvinnugrein á Íslandi því samhliða störfum sínum fyrir stofnunina seldi hann laxeldisfyrirtækjunum bóluefni sem fiskurinn var sprautaður með. Hann lét sér ekki nægja að vera milliliður í viðskiptum milli heildsölu og fiskeldisfyrirtækja því hann var líka í persónulegri ábyrgð við heildsöluna ef lyfjakaupandinn, þ.e. fiskeldisfyrirtækið, lenti í vanskilum. Tengdar fréttir Stjórnarskráin brotin við útgáfu laxeldisleyfa að mati lögmanna eigenda veiðiréttar Matvælastofnun braut íslensku stjórnarskrána þegar hún gaf út leyfi til laxeldis í sjókvíum að mati lögmanna eigenda veiðiréttinda. Nánast allt laxeldið á Íslandi er í eigu norskra eldisfyrirtækja og stjórnir veiðifélaganna við Húnaflóa segja að norsku fyrirtækin skeyti engu um mengun náttúrunnar. 6. apríl 2017 19:30 Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00 Villta vestrið Laxeldi í sjókvíum hefur vaxið hratt á síðustu árum í skjóli þess að ríkið hefur ekki haft skoðun á því hvað sé gott eða slæmt þegar ræktun á fiski í íslenskum sjó er annars vegar. 11. apríl 2017 08:00 Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15 Krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva Forstjóra Matvælastofnunar finnst ekki óeðlilegt að starfsmaður stofnunarinnar hafi haft fjárhagslegan ávinning af fjölgun rekstrarleyfa 5. apríl 2017 18:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Tuttugu þúsund laxar sluppu úr sjókvíum á eyjunni Mull í Skotlandi í lok mars en greint var frá slysinu fyrst núna. Um er að ræða eitt stærsta umhverfisrof í laxeldi í sögunni. Sjókvíarnar eru svipaðar þeim sem íslensk laxeldisfyrirtæki nota. Skoska vefútgáfan Daily Record greindi frá því að um væri að ræða eitt stærsta umhverfisrof í fiskeldi í sögunni. Laxarnir, alls 20 þúsund, sluppu úr sjókvíum Scottish Sea Farms við Bloody Bay við eyjuna Mull. Talið er að umhverfisslysið hafi orðið þegar ráðist hafi verið á sjókvíarnar en grunur leikur á að þar hafi selir verið á ferðinni.Arnar Pálsson dósent í líffræði við Háskóla Íslands hefur rannsakað erfðafræði laxfiska. Hann segir skipta máli hvenær rof eigi sér stað þegar umhverfisáhrifin eru annars vegar.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonLaxeldi í sjókvíum hefur vaxið hratt sem atvinnugrein á Íslandi á síðustu árum í skjóli þess að stjórnvöld hafa ekki markað skýra stefnu um hvað sé heimilt og hvað ekki þegar ræktun á fiski í sjó er annars vegar. Starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á að skila skýrslu til ráðherra næsta sumar. Rof eins og það sem varð í Skotlandi getur hæglega orðið hér á landi enda þarf bara eitt lítið gat á sjókvíarnar. Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva sagði í fréttum okkar á fimmtudag að laxeldisfyrirtækin hefðu myndavélar í sjókvíunum og þau hefðu beina fjárhagslega hagsmuni af því að fyrirbyggja rof. Arnar Pálsson dósent í líffræði við HÍ hefur rannsakað erfðafræði laxfiska. Hann segir tímamark rofs skipta máli. „Áhrifin velta líka á því hvort fiskurinn er nálægt á þar sem er villtur fiskur. Sérstaklega ef það er hrygningartíma þegar rofið verður. Ef fiskurinn sleppur út að hausti til, kemur inn og fer að keppa við villta fiska og taka þátt í æxlun þá getur orðið erfðablöndun eða jafnvel erfðamengun milli stofna,“ segir Arnar. Vísindamenn sem hafa rannsakað laxfiska skilja ekki áhrif erðamengunarinnar til fulls. „Norðmenn hafa rannsakað þetta í áratugi og komist að því að í þeirra stofnum er töluvert mikil mengun. Það er kannski þriðjungur af stofnum sem þeir voru að rannsaka með umtalsverða erfðamengun eða erfðablöndun við eldisfiskinn. Áhrifin eru mögulega þau að hæfni villtra stofna rýrnar. Þeir fá inn í sig gen sem henta ekki við villtar aðstæður og standa sig verr í lífsbaráttunni,“ segir Arnar. Hörð átök standa nú yfir um laxeldi í sjókvíum. Málsóknarfélögin Nátturvernd 1 og Náttúruvernd 2 hafa höfðað dómsmál til að fella úr gildi leyfi sem Matvælastofnun gaf Arnarlaxi annars vegar og Löxum Fiskeldi ehf. Þá er einnig tekist á um lögmætið á stjórnsýslustiginu en Landssamband veiðufélaga kvartaði undan leyfisveitingum Matvælastofnunar (MAST) til umboðsmanns Alþingis. Rannsókn umboðsmanns leiddi í ljós að dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hafði beinan fjárhagslegan ávinning af því að laxeldi myndi stækka sem atvinnugrein á Íslandi því samhliða störfum sínum fyrir stofnunina seldi hann laxeldisfyrirtækjunum bóluefni sem fiskurinn var sprautaður með. Hann lét sér ekki nægja að vera milliliður í viðskiptum milli heildsölu og fiskeldisfyrirtækja því hann var líka í persónulegri ábyrgð við heildsöluna ef lyfjakaupandinn, þ.e. fiskeldisfyrirtækið, lenti í vanskilum.
Tengdar fréttir Stjórnarskráin brotin við útgáfu laxeldisleyfa að mati lögmanna eigenda veiðiréttar Matvælastofnun braut íslensku stjórnarskrána þegar hún gaf út leyfi til laxeldis í sjókvíum að mati lögmanna eigenda veiðiréttinda. Nánast allt laxeldið á Íslandi er í eigu norskra eldisfyrirtækja og stjórnir veiðifélaganna við Húnaflóa segja að norsku fyrirtækin skeyti engu um mengun náttúrunnar. 6. apríl 2017 19:30 Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00 Villta vestrið Laxeldi í sjókvíum hefur vaxið hratt á síðustu árum í skjóli þess að ríkið hefur ekki haft skoðun á því hvað sé gott eða slæmt þegar ræktun á fiski í íslenskum sjó er annars vegar. 11. apríl 2017 08:00 Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15 Krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva Forstjóra Matvælastofnunar finnst ekki óeðlilegt að starfsmaður stofnunarinnar hafi haft fjárhagslegan ávinning af fjölgun rekstrarleyfa 5. apríl 2017 18:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Stjórnarskráin brotin við útgáfu laxeldisleyfa að mati lögmanna eigenda veiðiréttar Matvælastofnun braut íslensku stjórnarskrána þegar hún gaf út leyfi til laxeldis í sjókvíum að mati lögmanna eigenda veiðiréttinda. Nánast allt laxeldið á Íslandi er í eigu norskra eldisfyrirtækja og stjórnir veiðifélaganna við Húnaflóa segja að norsku fyrirtækin skeyti engu um mengun náttúrunnar. 6. apríl 2017 19:30
Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00
Villta vestrið Laxeldi í sjókvíum hefur vaxið hratt á síðustu árum í skjóli þess að ríkið hefur ekki haft skoðun á því hvað sé gott eða slæmt þegar ræktun á fiski í íslenskum sjó er annars vegar. 11. apríl 2017 08:00
Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15
Krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva Forstjóra Matvælastofnunar finnst ekki óeðlilegt að starfsmaður stofnunarinnar hafi haft fjárhagslegan ávinning af fjölgun rekstrarleyfa 5. apríl 2017 18:45