Tuttugu þúsund laxar sluppu úr sjókvíum í Skotlandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. apríl 2017 09:09 Tuttugu þúsund laxar sluppu úr sjókvíum á eyjunni Mull í Skotlandi í lok mars en greint var frá slysinu fyrst núna. Um er að ræða eitt stærsta umhverfisrof í laxeldi í sögunni. Sjókvíarnar eru svipaðar þeim sem íslensk laxeldisfyrirtæki nota. Skoska vefútgáfan Daily Record greindi frá því að um væri að ræða eitt stærsta umhverfisrof í fiskeldi í sögunni. Laxarnir, alls 20 þúsund, sluppu úr sjókvíum Scottish Sea Farms við Bloody Bay við eyjuna Mull. Talið er að umhverfisslysið hafi orðið þegar ráðist hafi verið á sjókvíarnar en grunur leikur á að þar hafi selir verið á ferðinni.Arnar Pálsson dósent í líffræði við Háskóla Íslands hefur rannsakað erfðafræði laxfiska. Hann segir skipta máli hvenær rof eigi sér stað þegar umhverfisáhrifin eru annars vegar.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonLaxeldi í sjókvíum hefur vaxið hratt sem atvinnugrein á Íslandi á síðustu árum í skjóli þess að stjórnvöld hafa ekki markað skýra stefnu um hvað sé heimilt og hvað ekki þegar ræktun á fiski í sjó er annars vegar. Starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á að skila skýrslu til ráðherra næsta sumar. Rof eins og það sem varð í Skotlandi getur hæglega orðið hér á landi enda þarf bara eitt lítið gat á sjókvíarnar. Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva sagði í fréttum okkar á fimmtudag að laxeldisfyrirtækin hefðu myndavélar í sjókvíunum og þau hefðu beina fjárhagslega hagsmuni af því að fyrirbyggja rof. Arnar Pálsson dósent í líffræði við HÍ hefur rannsakað erfðafræði laxfiska. Hann segir tímamark rofs skipta máli. „Áhrifin velta líka á því hvort fiskurinn er nálægt á þar sem er villtur fiskur. Sérstaklega ef það er hrygningartíma þegar rofið verður. Ef fiskurinn sleppur út að hausti til, kemur inn og fer að keppa við villta fiska og taka þátt í æxlun þá getur orðið erfðablöndun eða jafnvel erfðamengun milli stofna,“ segir Arnar. Vísindamenn sem hafa rannsakað laxfiska skilja ekki áhrif erðamengunarinnar til fulls. „Norðmenn hafa rannsakað þetta í áratugi og komist að því að í þeirra stofnum er töluvert mikil mengun. Það er kannski þriðjungur af stofnum sem þeir voru að rannsaka með umtalsverða erfðamengun eða erfðablöndun við eldisfiskinn. Áhrifin eru mögulega þau að hæfni villtra stofna rýrnar. Þeir fá inn í sig gen sem henta ekki við villtar aðstæður og standa sig verr í lífsbaráttunni,“ segir Arnar. Hörð átök standa nú yfir um laxeldi í sjókvíum. Málsóknarfélögin Nátturvernd 1 og Náttúruvernd 2 hafa höfðað dómsmál til að fella úr gildi leyfi sem Matvælastofnun gaf Arnarlaxi annars vegar og Löxum Fiskeldi ehf. Þá er einnig tekist á um lögmætið á stjórnsýslustiginu en Landssamband veiðufélaga kvartaði undan leyfisveitingum Matvælastofnunar (MAST) til umboðsmanns Alþingis. Rannsókn umboðsmanns leiddi í ljós að dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hafði beinan fjárhagslegan ávinning af því að laxeldi myndi stækka sem atvinnugrein á Íslandi því samhliða störfum sínum fyrir stofnunina seldi hann laxeldisfyrirtækjunum bóluefni sem fiskurinn var sprautaður með. Hann lét sér ekki nægja að vera milliliður í viðskiptum milli heildsölu og fiskeldisfyrirtækja því hann var líka í persónulegri ábyrgð við heildsöluna ef lyfjakaupandinn, þ.e. fiskeldisfyrirtækið, lenti í vanskilum. Tengdar fréttir Stjórnarskráin brotin við útgáfu laxeldisleyfa að mati lögmanna eigenda veiðiréttar Matvælastofnun braut íslensku stjórnarskrána þegar hún gaf út leyfi til laxeldis í sjókvíum að mati lögmanna eigenda veiðiréttinda. Nánast allt laxeldið á Íslandi er í eigu norskra eldisfyrirtækja og stjórnir veiðifélaganna við Húnaflóa segja að norsku fyrirtækin skeyti engu um mengun náttúrunnar. 6. apríl 2017 19:30 Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00 Villta vestrið Laxeldi í sjókvíum hefur vaxið hratt á síðustu árum í skjóli þess að ríkið hefur ekki haft skoðun á því hvað sé gott eða slæmt þegar ræktun á fiski í íslenskum sjó er annars vegar. 11. apríl 2017 08:00 Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15 Krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva Forstjóra Matvælastofnunar finnst ekki óeðlilegt að starfsmaður stofnunarinnar hafi haft fjárhagslegan ávinning af fjölgun rekstrarleyfa 5. apríl 2017 18:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Tuttugu þúsund laxar sluppu úr sjókvíum á eyjunni Mull í Skotlandi í lok mars en greint var frá slysinu fyrst núna. Um er að ræða eitt stærsta umhverfisrof í laxeldi í sögunni. Sjókvíarnar eru svipaðar þeim sem íslensk laxeldisfyrirtæki nota. Skoska vefútgáfan Daily Record greindi frá því að um væri að ræða eitt stærsta umhverfisrof í fiskeldi í sögunni. Laxarnir, alls 20 þúsund, sluppu úr sjókvíum Scottish Sea Farms við Bloody Bay við eyjuna Mull. Talið er að umhverfisslysið hafi orðið þegar ráðist hafi verið á sjókvíarnar en grunur leikur á að þar hafi selir verið á ferðinni.Arnar Pálsson dósent í líffræði við Háskóla Íslands hefur rannsakað erfðafræði laxfiska. Hann segir skipta máli hvenær rof eigi sér stað þegar umhverfisáhrifin eru annars vegar.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonLaxeldi í sjókvíum hefur vaxið hratt sem atvinnugrein á Íslandi á síðustu árum í skjóli þess að stjórnvöld hafa ekki markað skýra stefnu um hvað sé heimilt og hvað ekki þegar ræktun á fiski í sjó er annars vegar. Starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á að skila skýrslu til ráðherra næsta sumar. Rof eins og það sem varð í Skotlandi getur hæglega orðið hér á landi enda þarf bara eitt lítið gat á sjókvíarnar. Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva sagði í fréttum okkar á fimmtudag að laxeldisfyrirtækin hefðu myndavélar í sjókvíunum og þau hefðu beina fjárhagslega hagsmuni af því að fyrirbyggja rof. Arnar Pálsson dósent í líffræði við HÍ hefur rannsakað erfðafræði laxfiska. Hann segir tímamark rofs skipta máli. „Áhrifin velta líka á því hvort fiskurinn er nálægt á þar sem er villtur fiskur. Sérstaklega ef það er hrygningartíma þegar rofið verður. Ef fiskurinn sleppur út að hausti til, kemur inn og fer að keppa við villta fiska og taka þátt í æxlun þá getur orðið erfðablöndun eða jafnvel erfðamengun milli stofna,“ segir Arnar. Vísindamenn sem hafa rannsakað laxfiska skilja ekki áhrif erðamengunarinnar til fulls. „Norðmenn hafa rannsakað þetta í áratugi og komist að því að í þeirra stofnum er töluvert mikil mengun. Það er kannski þriðjungur af stofnum sem þeir voru að rannsaka með umtalsverða erfðamengun eða erfðablöndun við eldisfiskinn. Áhrifin eru mögulega þau að hæfni villtra stofna rýrnar. Þeir fá inn í sig gen sem henta ekki við villtar aðstæður og standa sig verr í lífsbaráttunni,“ segir Arnar. Hörð átök standa nú yfir um laxeldi í sjókvíum. Málsóknarfélögin Nátturvernd 1 og Náttúruvernd 2 hafa höfðað dómsmál til að fella úr gildi leyfi sem Matvælastofnun gaf Arnarlaxi annars vegar og Löxum Fiskeldi ehf. Þá er einnig tekist á um lögmætið á stjórnsýslustiginu en Landssamband veiðufélaga kvartaði undan leyfisveitingum Matvælastofnunar (MAST) til umboðsmanns Alþingis. Rannsókn umboðsmanns leiddi í ljós að dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hafði beinan fjárhagslegan ávinning af því að laxeldi myndi stækka sem atvinnugrein á Íslandi því samhliða störfum sínum fyrir stofnunina seldi hann laxeldisfyrirtækjunum bóluefni sem fiskurinn var sprautaður með. Hann lét sér ekki nægja að vera milliliður í viðskiptum milli heildsölu og fiskeldisfyrirtækja því hann var líka í persónulegri ábyrgð við heildsöluna ef lyfjakaupandinn, þ.e. fiskeldisfyrirtækið, lenti í vanskilum.
Tengdar fréttir Stjórnarskráin brotin við útgáfu laxeldisleyfa að mati lögmanna eigenda veiðiréttar Matvælastofnun braut íslensku stjórnarskrána þegar hún gaf út leyfi til laxeldis í sjókvíum að mati lögmanna eigenda veiðiréttinda. Nánast allt laxeldið á Íslandi er í eigu norskra eldisfyrirtækja og stjórnir veiðifélaganna við Húnaflóa segja að norsku fyrirtækin skeyti engu um mengun náttúrunnar. 6. apríl 2017 19:30 Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00 Villta vestrið Laxeldi í sjókvíum hefur vaxið hratt á síðustu árum í skjóli þess að ríkið hefur ekki haft skoðun á því hvað sé gott eða slæmt þegar ræktun á fiski í íslenskum sjó er annars vegar. 11. apríl 2017 08:00 Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15 Krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva Forstjóra Matvælastofnunar finnst ekki óeðlilegt að starfsmaður stofnunarinnar hafi haft fjárhagslegan ávinning af fjölgun rekstrarleyfa 5. apríl 2017 18:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Stjórnarskráin brotin við útgáfu laxeldisleyfa að mati lögmanna eigenda veiðiréttar Matvælastofnun braut íslensku stjórnarskrána þegar hún gaf út leyfi til laxeldis í sjókvíum að mati lögmanna eigenda veiðiréttinda. Nánast allt laxeldið á Íslandi er í eigu norskra eldisfyrirtækja og stjórnir veiðifélaganna við Húnaflóa segja að norsku fyrirtækin skeyti engu um mengun náttúrunnar. 6. apríl 2017 19:30
Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00
Villta vestrið Laxeldi í sjókvíum hefur vaxið hratt á síðustu árum í skjóli þess að ríkið hefur ekki haft skoðun á því hvað sé gott eða slæmt þegar ræktun á fiski í íslenskum sjó er annars vegar. 11. apríl 2017 08:00
Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15
Krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva Forstjóra Matvælastofnunar finnst ekki óeðlilegt að starfsmaður stofnunarinnar hafi haft fjárhagslegan ávinning af fjölgun rekstrarleyfa 5. apríl 2017 18:45