Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2017 18:48 Trump og Pútín lýstu báðir ánægju sinni með að hittast í persónu í Hamborg í dag. Vísir/AFP Umræður Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, um meint inngrip Rússa í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra snerust ekki um refsiaðgerðir heldur hvernig þjóðirnar halda áfram veginn. Pútín neitaði aftur að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar, að sögn bandaríska utanríkisráðherranns sem var viðstaddur fundinn. Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín á ráðstefnu leiðtoga G-20-ríkjanna í Hamborg í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir hittust eftir að Trump tók við embætti forseta. Ekki síst voru það tölvuinnbrot sem rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir til að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum að mati bandarískra leyniþjónustustofnana sem mörgum lék forvitni á að vita hvernig Trump myndi nálgast.Ólík sýn rússneska og bandaríska utanríkisráðherransRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sat fundinn segir að forsetarnir tveir hafi átt „kröftugar“ umræður um málið og að Trump hafi tekið það upp nokkrum sinnum á rúmlega tveggja klukkustunda löngum fundi þeirra. Hann var þó ekki viss um að ríkin tvö myndu nokkurn tímann komast að sameiginlegri niðurstöðu um það sem gerði í aðdraganda kosninganna í fyrra.Tillerson utanríkisráðherra segir Hvíta húsið einbeita sér að því að fá fullvissu frá Rússum um að þeir muni ekki reyna aftur að hafa áhrif á kosningar.Vísir/EPA„Ég held að forsetinn sé réttilega að einbeita sér að því hvernig við horfum fram á veginn eftir eitthvað sem gæti verið óbrúanlegur ágreiningur á þessu stigi málsins,“ sagði Tillerson eftir fundinn. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, virtist hafa upplifað umræður Trump og Pútín á annan hátt. Hann sagði að Trump hefði fallist á fullyrðingar Pútín um að ásakanirnar um að hann hefði reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru ekki sannar, að því er kemur fram í frétt BBC.„Það er heiður að vera með þér“Trump virtist taka undir sjónarmið rússneskra stjórnvalda í ræðu í Póllandi þar sem hann var í opinberri heimsókn áður en hann kom til Hamborgar. Þar sagði hann mögulegt að Rússar hafi hakkað kosningarnar en einnig sé mögulegt að einhverjir aðrir hafi verið að verki. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa engu að síður sagst í engum vafa um ábyrgð Rússa. Kastaði Trump meðal annars rýrð á eigin leyniþjónustustofnanir og gaf í skyn að þær gætu haft rangt fyrir sér eins og í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003.Washington Post segir að vel hafi farið á með Trump og Pútín fyrir fundinn. Trump hafi meðal annars sagt „Það er heiður að vera með þér“ við rússneska starfsbróður sinn. Pútín svaraði: „Ég er hæstánægður með að ná að hitta þig í persónu.“ Donald Trump Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Umræður Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, um meint inngrip Rússa í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra snerust ekki um refsiaðgerðir heldur hvernig þjóðirnar halda áfram veginn. Pútín neitaði aftur að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar, að sögn bandaríska utanríkisráðherranns sem var viðstaddur fundinn. Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín á ráðstefnu leiðtoga G-20-ríkjanna í Hamborg í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir hittust eftir að Trump tók við embætti forseta. Ekki síst voru það tölvuinnbrot sem rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir til að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum að mati bandarískra leyniþjónustustofnana sem mörgum lék forvitni á að vita hvernig Trump myndi nálgast.Ólík sýn rússneska og bandaríska utanríkisráðherransRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sat fundinn segir að forsetarnir tveir hafi átt „kröftugar“ umræður um málið og að Trump hafi tekið það upp nokkrum sinnum á rúmlega tveggja klukkustunda löngum fundi þeirra. Hann var þó ekki viss um að ríkin tvö myndu nokkurn tímann komast að sameiginlegri niðurstöðu um það sem gerði í aðdraganda kosninganna í fyrra.Tillerson utanríkisráðherra segir Hvíta húsið einbeita sér að því að fá fullvissu frá Rússum um að þeir muni ekki reyna aftur að hafa áhrif á kosningar.Vísir/EPA„Ég held að forsetinn sé réttilega að einbeita sér að því hvernig við horfum fram á veginn eftir eitthvað sem gæti verið óbrúanlegur ágreiningur á þessu stigi málsins,“ sagði Tillerson eftir fundinn. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, virtist hafa upplifað umræður Trump og Pútín á annan hátt. Hann sagði að Trump hefði fallist á fullyrðingar Pútín um að ásakanirnar um að hann hefði reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru ekki sannar, að því er kemur fram í frétt BBC.„Það er heiður að vera með þér“Trump virtist taka undir sjónarmið rússneskra stjórnvalda í ræðu í Póllandi þar sem hann var í opinberri heimsókn áður en hann kom til Hamborgar. Þar sagði hann mögulegt að Rússar hafi hakkað kosningarnar en einnig sé mögulegt að einhverjir aðrir hafi verið að verki. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa engu að síður sagst í engum vafa um ábyrgð Rússa. Kastaði Trump meðal annars rýrð á eigin leyniþjónustustofnanir og gaf í skyn að þær gætu haft rangt fyrir sér eins og í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003.Washington Post segir að vel hafi farið á með Trump og Pútín fyrir fundinn. Trump hafi meðal annars sagt „Það er heiður að vera með þér“ við rússneska starfsbróður sinn. Pútín svaraði: „Ég er hæstánægður með að ná að hitta þig í persónu.“
Donald Trump Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent