Innlent

Þingmaður VG sjónlaus á öðru auga eftir slys í Vestfjarðargöngum

Kjartan Kjartansson skrifar
Lilja Rafney Magnúsdóttir þakkar fyrir lífið eftir að hún slapp með meiðsl úr alvarlegu bílslysi í Vestfjarðargöngum í dag.
Lilja Rafney Magnúsdóttir þakkar fyrir lífið eftir að hún slapp með meiðsl úr alvarlegu bílslysi í Vestfjarðargöngum í dag.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri Grænna, lenti í alvarlegu bílslysi í Vestfjarðargöngum ásamt fjölskyldu sinni í dag. Í færslu á Facebook segir hún dóttur sína hafa orðið fyrir alvarlegum bakmeiðslum og hún sjálf sé sjónlaus á öðru auga.

Í frétt Vísis í dag kom fram að tvær bifreiðar rákust saman í göngunum og fimm manns hafi verið fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði. Göngunum var lokað um tíma vegna slyssins.

Lilja Rafney skrifar á Facebook nú laust eftir klukkan ellefu í kvöld að hún og dóttir hennar hafi verið fluttar með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir slysið.

Eiginmaður hennar og barnabarn hafi sloppið að mestu.

„Takk fyrir lífið það er ekki sjálfgefið,“ skrifar Lilja Rafney.

Ekki náðist í Lilju Rafney við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×