Innlent

Vestfjarðagöngin opnuð aftur eftir umferðarslysið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vestfjarðagöng eru þríarma jarðgöng undir Botnsheiði og Breiðadalsheiði milli Ísafjarðar, Önundarfjarðar og Súgandafjarðar á Vestfjörðum.
Vestfjarðagöng eru þríarma jarðgöng undir Botnsheiði og Breiðadalsheiði milli Ísafjarðar, Önundarfjarðar og Súgandafjarðar á Vestfjörðum. loftmyndir
Búist er við því að Vestfjarðagöngin verði lokuð næstu klukkutímann eða svo vegna umferðarslyss sem varð í göngunum klukkan rúmlega þrjú í dag.

Á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum kemur fram að tvær bifreiðar hafi rekist saman og að fimm manns hafi verið fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði. Þeir eru þó ekki taldir í lífshættu.

Viðbragðsaðilar eru enn við vinnu á vettvangi og þurfa göngin því að vera lokuð eins og áður segir.

Uppfært 17:29 Opnað hefur verið fyrir umferð um Vestfjarðargöng samkvæmt tilkynningu í Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum.

>center>



Fleiri fréttir

Sjá meira


×