Höfðu varað við flóðum um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2017 14:15 Skemmdirnar í Moco eru gífurlegar. Vísir/Getty Minnst 290 eru látnir eftir mannskæða aurskriðu í suðurhluta Kólumbíu á laugardaginn. Gífurlegt magn vatns, grjóts, braks, timburs og aurs fór yfir stóran hluta Mocoa og um 330 eru slasaðir og fjölda manna er enn saknað. Stór hluti hinna látnu eru börn. Sérfræðingar, ríkisstofnanir og náttúruverndarsamtök höfðu varað við mögulegum flóðum um árabil. Íbúar voru jafnvel meðvitaðir um viðvaranirnar en hunsuðu þær. Þrátt fyrir allar viðvaranir hélt Macoa áfram að stækka inn á svæðið sem þótti hvað hættulegast. Ástandið hafði versnað á undanförnum árum vegna mikils skógarhöggs. Þegar rigning sem samsvarar meðalrigningu eins mánaðar féll af himnum ofan á föstudagskvöldið og laugardagsmorgun féll aurskriðan á bæinn.AP fréttaveitan hefur rætt við íbúa og þar á meðal var hin 68 ára gamla Deya Maria Toro. Hún vaknaði snemma um laugardagsmorguninn og áttaði sig á aðstæðunum. Hún flúði af svæðinu, en margir aðrir voru ekki svo heppnir.Þrjár af sex nærliggjandi ám Mocoa flæddu yfir bakka sína og úr urðu einhverjar verstu náttúruhamfarir undanfarinnar ára í Kólumbíu. Meðal heimilda sem fjölmiðlar ytra hafa bent á er skýrsla frá Landbúnaðarráðuneyti landsins sem skrifuð var árið 1989. Þar var varað við mögulegu flóði eins og lenti á Macoa um helgina. Þar að auki varaði þróunarfyrirtæki einnig við flóðum eftir að orkuver var byggt í bænum árið 1995. Aurskriðan eyðilagði orkuverið. Carlos Garces, sem flutti til Mocoa ásamt eiginkonu sinni og syni fyrir rúmum áratug, sagði hamfarirnar vera stjórnvöldum að kenna fyrir að hafa leyft þeim að byggja hús á svæðinu. „Það vissu allir að það kæmi flóð, en enginn gerði neitt.“ Áætlað er að um helmingur íbúa Mocoa, þar sem um 40 þúsund manns búa, hafi flutt til bæjarins eftir að hafa flúið átök annarsstaðar í landinu. Gífurleg uppbygging húsa hefur átt sér stað þar á síðustu tíu árum. Ríkissaksóknari Kólumbíu tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin og yfirheyra ætti bæjarstjóra Mocoa og aðra embættismenn. Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Minnst 290 eru látnir eftir mannskæða aurskriðu í suðurhluta Kólumbíu á laugardaginn. Gífurlegt magn vatns, grjóts, braks, timburs og aurs fór yfir stóran hluta Mocoa og um 330 eru slasaðir og fjölda manna er enn saknað. Stór hluti hinna látnu eru börn. Sérfræðingar, ríkisstofnanir og náttúruverndarsamtök höfðu varað við mögulegum flóðum um árabil. Íbúar voru jafnvel meðvitaðir um viðvaranirnar en hunsuðu þær. Þrátt fyrir allar viðvaranir hélt Macoa áfram að stækka inn á svæðið sem þótti hvað hættulegast. Ástandið hafði versnað á undanförnum árum vegna mikils skógarhöggs. Þegar rigning sem samsvarar meðalrigningu eins mánaðar féll af himnum ofan á föstudagskvöldið og laugardagsmorgun féll aurskriðan á bæinn.AP fréttaveitan hefur rætt við íbúa og þar á meðal var hin 68 ára gamla Deya Maria Toro. Hún vaknaði snemma um laugardagsmorguninn og áttaði sig á aðstæðunum. Hún flúði af svæðinu, en margir aðrir voru ekki svo heppnir.Þrjár af sex nærliggjandi ám Mocoa flæddu yfir bakka sína og úr urðu einhverjar verstu náttúruhamfarir undanfarinnar ára í Kólumbíu. Meðal heimilda sem fjölmiðlar ytra hafa bent á er skýrsla frá Landbúnaðarráðuneyti landsins sem skrifuð var árið 1989. Þar var varað við mögulegu flóði eins og lenti á Macoa um helgina. Þar að auki varaði þróunarfyrirtæki einnig við flóðum eftir að orkuver var byggt í bænum árið 1995. Aurskriðan eyðilagði orkuverið. Carlos Garces, sem flutti til Mocoa ásamt eiginkonu sinni og syni fyrir rúmum áratug, sagði hamfarirnar vera stjórnvöldum að kenna fyrir að hafa leyft þeim að byggja hús á svæðinu. „Það vissu allir að það kæmi flóð, en enginn gerði neitt.“ Áætlað er að um helmingur íbúa Mocoa, þar sem um 40 þúsund manns búa, hafi flutt til bæjarins eftir að hafa flúið átök annarsstaðar í landinu. Gífurleg uppbygging húsa hefur átt sér stað þar á síðustu tíu árum. Ríkissaksóknari Kólumbíu tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin og yfirheyra ætti bæjarstjóra Mocoa og aðra embættismenn.
Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira