Innlent

Guðni Th. sendir samúðarkveðju til Pútín vegna hryðjuverkanna í Pétursborg

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson og Vladimir Putin á Arctic Forum ráðstefnunni í Arkhangelsk í Rússlandi á dögunum.
Guðni Th. Jóhannesson og Vladimir Putin á Arctic Forum ráðstefnunni í Arkhangelsk í Rússlandi á dögunum. Vísir/AFP
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag samúðarkveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar til Vladímírs Pútsíns, forseta Rússlands, vegna hryðjuverksins í lestarstöð í Sankti Pétursborg á mánudag.

Minnst fjórtán eru látnir og 50 særðir eftir árásina og hafa sex verið handteknir í Pétursborg vegna málsins.

Í kveðju forseta segir að hugur Íslendinga sé hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem týndu lífi í árásinni og þeirra sem glíma við afleiðingar hennar á sjúkrahúsum.

Hann segir jafnframt að brýnt sé að þjóðir heims taki höndum saman í baráttunni gegn hryðjuverkum og leiti hvarvetna friðsamlegra lausna.


Tengdar fréttir

Lestarstjórinn í Rússlandi sagður drýgja hetjudáð

Að minnsta kosti ellefu fórust og á fimmta tug særðust þegar sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í gær. Yfirvöld í Rússlandi segja um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stöðva þurfti allar lestarsamgöngur í borginni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×