Innlent

Yngsti þingmaðurinn tileinkaði ræðu sína eldri borgurum

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Albert telur að hægt sé að gera enn betur þegar kemur að málefnum aldraðra.
Albert telur að hægt sé að gera enn betur þegar kemur að málefnum aldraðra. mynd/Håkon Broder Lund
Albert Guðmundsson, sem tók sæti á þingi í fjarveru Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á Alþingi í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem hann ávarpar þingheim. 

Albert er fæddur árið 1991 og er því 25 ára. Auk þess að gegna varaþingmennsku stundar hann laganám við HÍ og starfar sem flugþjónn hjá Icelandair.

Albert tileinkaði ræðu sína málefnum eldri borgara.

„Það er mér sérstaklega ánægjulegt að taka sæti á þingi sem fulltrúi yngri kynslóðarinnar og sem yngsti sitjandi fulltrúi hættvirts þings í dag er ég þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Þótt ég tilheyri yngri kynslóðinni langar mig að tileinka mín fyrstu orð í þessum ræðustól þeim sem eldri eru.“

Í ræðunni sagði Albert umbætur sem gerðar voru á almannatryggingakerfinu fyrir lok síðasta þings framfaraskref en sagðist telja að hægt væri að gera enn betur.

„Á sama tíma og ég gleðst yfir fyrirætlunum stjórnvalda hvet ég til þess að gengið verði enn lengra með batnandi efnahag og tekjuskerðingar lækkaðar að fyrirmynd annarra Norðurlandaþjóða. Við þurfum að standa vel að málum þessa hóps,“ sagði Albert í ræðu sinni.

„Vel mælt," heyrðist kallað úr þingsal þegar Albert lauk ræðunni. 

Ræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×