María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. apríl 2017 15:00 María Þórisdóttir er komin aftur í landsliðið og ætlar til Hollands. vísir/getty María Þórisdóttir, miðvörður Klepp í norsku úrvalsdeildinni og norska landsliðsins í fótbolta, spilar sinn fyrsta deildarleik í eitt og hálft ár þegar deildin fer af stað síðar í apríl. María meiddist illa í ágúst 2015 og missti af öllu síðasta tímabili. Það tók á að vera svona lengi frá boltanum og íhugaði hún nokkrum sinnum að hætta. Nú er hún aftur á móti komin á fullt og ætlar sér sæti í EM-hópi Noregs í sumar. „Ég skil eiginlega ekki alveg hvers vegna ég stend hérna í dag. Þetta var mjög erfiður tími en það versta var að ég vissi aldrei hvenær ég kæmi til baka. Ég hef verið mjög sterk andlega,“ segir María í viðtali við TV2.Skiptir mig miklu máli Þessi öflugi miðvörður, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta, var í norska hópnum sem fór á Algarve-mótið í mars og hún ætlar sér að fara með á EM í Hollandi í sumar.„Þetta var erfiður tími en það er gott að vera komin aftur. Ég vonast bara til að standa mig vel í deildinni þannig ég komist á EM. Það hefur verið markmið mitt að fara með til Hollands. Það keyrði mig áfram í meiðslunum. Ég ætla á EM.“ María segir að hún sé farin að finna fyrir fótboltagleði aftur og getur ekki beðið eftir að byrja að spila með Klepp aftur í norsku úrvalsdeildinni. Hún viðurkennir þó að stundum munaði litlu að hún myndi hætta í fótbolta þegar meiðslin voru sem erfiðust. „Ég íhugaði alveg nokkrum sinnum að brenna takkaskóna en það er allt erfiðið sem ég lagði á mig síðustu mánuði sem kom mér hingað. Þetta skiptir mig svo miklu máli. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu mikla þýðingu þetta hefur fyrir mig. Einnig held ég að fólk átti sig ekki á því hversu stór hluti af mínu lífi fótboltinn er. Þetta er augljóslega mikilvægur hluti af lífi mínu,“ segir María Þórisdóttir.Feðginin Þórir Hergeirsson og María Þórisdóttir voru heima á Selfossi um síðustu jól.vísir/ernir EM 2017 í Hollandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
María Þórisdóttir, miðvörður Klepp í norsku úrvalsdeildinni og norska landsliðsins í fótbolta, spilar sinn fyrsta deildarleik í eitt og hálft ár þegar deildin fer af stað síðar í apríl. María meiddist illa í ágúst 2015 og missti af öllu síðasta tímabili. Það tók á að vera svona lengi frá boltanum og íhugaði hún nokkrum sinnum að hætta. Nú er hún aftur á móti komin á fullt og ætlar sér sæti í EM-hópi Noregs í sumar. „Ég skil eiginlega ekki alveg hvers vegna ég stend hérna í dag. Þetta var mjög erfiður tími en það versta var að ég vissi aldrei hvenær ég kæmi til baka. Ég hef verið mjög sterk andlega,“ segir María í viðtali við TV2.Skiptir mig miklu máli Þessi öflugi miðvörður, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta, var í norska hópnum sem fór á Algarve-mótið í mars og hún ætlar sér að fara með á EM í Hollandi í sumar.„Þetta var erfiður tími en það er gott að vera komin aftur. Ég vonast bara til að standa mig vel í deildinni þannig ég komist á EM. Það hefur verið markmið mitt að fara með til Hollands. Það keyrði mig áfram í meiðslunum. Ég ætla á EM.“ María segir að hún sé farin að finna fyrir fótboltagleði aftur og getur ekki beðið eftir að byrja að spila með Klepp aftur í norsku úrvalsdeildinni. Hún viðurkennir þó að stundum munaði litlu að hún myndi hætta í fótbolta þegar meiðslin voru sem erfiðust. „Ég íhugaði alveg nokkrum sinnum að brenna takkaskóna en það er allt erfiðið sem ég lagði á mig síðustu mánuði sem kom mér hingað. Þetta skiptir mig svo miklu máli. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu mikla þýðingu þetta hefur fyrir mig. Einnig held ég að fólk átti sig ekki á því hversu stór hluti af mínu lífi fótboltinn er. Þetta er augljóslega mikilvægur hluti af lífi mínu,“ segir María Þórisdóttir.Feðginin Þórir Hergeirsson og María Þórisdóttir voru heima á Selfossi um síðustu jól.vísir/ernir
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira