María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. apríl 2017 15:00 María Þórisdóttir er komin aftur í landsliðið og ætlar til Hollands. vísir/getty María Þórisdóttir, miðvörður Klepp í norsku úrvalsdeildinni og norska landsliðsins í fótbolta, spilar sinn fyrsta deildarleik í eitt og hálft ár þegar deildin fer af stað síðar í apríl. María meiddist illa í ágúst 2015 og missti af öllu síðasta tímabili. Það tók á að vera svona lengi frá boltanum og íhugaði hún nokkrum sinnum að hætta. Nú er hún aftur á móti komin á fullt og ætlar sér sæti í EM-hópi Noregs í sumar. „Ég skil eiginlega ekki alveg hvers vegna ég stend hérna í dag. Þetta var mjög erfiður tími en það versta var að ég vissi aldrei hvenær ég kæmi til baka. Ég hef verið mjög sterk andlega,“ segir María í viðtali við TV2.Skiptir mig miklu máli Þessi öflugi miðvörður, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta, var í norska hópnum sem fór á Algarve-mótið í mars og hún ætlar sér að fara með á EM í Hollandi í sumar.„Þetta var erfiður tími en það er gott að vera komin aftur. Ég vonast bara til að standa mig vel í deildinni þannig ég komist á EM. Það hefur verið markmið mitt að fara með til Hollands. Það keyrði mig áfram í meiðslunum. Ég ætla á EM.“ María segir að hún sé farin að finna fyrir fótboltagleði aftur og getur ekki beðið eftir að byrja að spila með Klepp aftur í norsku úrvalsdeildinni. Hún viðurkennir þó að stundum munaði litlu að hún myndi hætta í fótbolta þegar meiðslin voru sem erfiðust. „Ég íhugaði alveg nokkrum sinnum að brenna takkaskóna en það er allt erfiðið sem ég lagði á mig síðustu mánuði sem kom mér hingað. Þetta skiptir mig svo miklu máli. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu mikla þýðingu þetta hefur fyrir mig. Einnig held ég að fólk átti sig ekki á því hversu stór hluti af mínu lífi fótboltinn er. Þetta er augljóslega mikilvægur hluti af lífi mínu,“ segir María Þórisdóttir.Feðginin Þórir Hergeirsson og María Þórisdóttir voru heima á Selfossi um síðustu jól.vísir/ernir EM 2017 í Hollandi Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira
María Þórisdóttir, miðvörður Klepp í norsku úrvalsdeildinni og norska landsliðsins í fótbolta, spilar sinn fyrsta deildarleik í eitt og hálft ár þegar deildin fer af stað síðar í apríl. María meiddist illa í ágúst 2015 og missti af öllu síðasta tímabili. Það tók á að vera svona lengi frá boltanum og íhugaði hún nokkrum sinnum að hætta. Nú er hún aftur á móti komin á fullt og ætlar sér sæti í EM-hópi Noregs í sumar. „Ég skil eiginlega ekki alveg hvers vegna ég stend hérna í dag. Þetta var mjög erfiður tími en það versta var að ég vissi aldrei hvenær ég kæmi til baka. Ég hef verið mjög sterk andlega,“ segir María í viðtali við TV2.Skiptir mig miklu máli Þessi öflugi miðvörður, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta, var í norska hópnum sem fór á Algarve-mótið í mars og hún ætlar sér að fara með á EM í Hollandi í sumar.„Þetta var erfiður tími en það er gott að vera komin aftur. Ég vonast bara til að standa mig vel í deildinni þannig ég komist á EM. Það hefur verið markmið mitt að fara með til Hollands. Það keyrði mig áfram í meiðslunum. Ég ætla á EM.“ María segir að hún sé farin að finna fyrir fótboltagleði aftur og getur ekki beðið eftir að byrja að spila með Klepp aftur í norsku úrvalsdeildinni. Hún viðurkennir þó að stundum munaði litlu að hún myndi hætta í fótbolta þegar meiðslin voru sem erfiðust. „Ég íhugaði alveg nokkrum sinnum að brenna takkaskóna en það er allt erfiðið sem ég lagði á mig síðustu mánuði sem kom mér hingað. Þetta skiptir mig svo miklu máli. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu mikla þýðingu þetta hefur fyrir mig. Einnig held ég að fólk átti sig ekki á því hversu stór hluti af mínu lífi fótboltinn er. Þetta er augljóslega mikilvægur hluti af lífi mínu,“ segir María Þórisdóttir.Feðginin Þórir Hergeirsson og María Þórisdóttir voru heima á Selfossi um síðustu jól.vísir/ernir
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira