Besta varnarliðið féll úr Olís-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2017 14:30 Sverre Andreas Jakobsson. Vísir/Stefán Sverre Andreas Jakobsson náði að gera Akureyri að besta varnarliði Olís-deildar karla á þessu tímabili en það kom þó ekki í veg fyrir að liðið hans féll úr deildinni. Akureyringar féllu úr Olís-deildinni í gærkvöldi eftir 23-28 tap á móti Stjörnunni í leik þar sem norðanmenn hefðu bjargað sér með sigri. Akureyrarliðið var, þrátt fyrir fallið, eina liðið í Olís-deildinni í vetur sem fékk á sig minna en 700 mörk í leikjunum 27. Þjálfarar Akureyrarliðsins, Sverre Andreas Jakobsson og Ingimundur Ingimundarson, voru aðalmennirnir í vörn íslenska liðsins sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Sérþekking þeirra skilaði sér augljóslega hvað varð varnarleik liðsins. Akureyri fékk á sig 699 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali í leik. Deildarmeistarar FH fengu á sig 706 mörk og voru með næstbestu vörnina. Í þriðja sæti var síðan ÍBV sem varð í örðu sæti í deildinni. Vandamál norðanmanna var sóknin en ekkert lið í deildinni skoraði færri mörk. Akureyrarliðið skoraði „bara“ 656 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali. Haukarnir voru með langbestu sóknina og eina liðið sem náði að skora 800 mörk í leikjunum 27. Haukar skoruðu 819 mörk eða 30,3 mörk að meðaltali í leik. Varnarleikurinn varð aftur á móti Haukaliðinu að falli en liðið fékk á sig 28,1 mark að meðaltali í leik. Aðeins Selfoss og Fram fengu á sig fleiri mörk. Haukarnir þurftu því að sætta sig við þriðja sætið og vera ekki með heimavallarrétt í mögulegum seríum á móti FH eða ÍBV í úrslitakeppninni. Framarar fengu á sig flest mörk í deildinni, 29,3 að meðaltali, en tókst engu að síður að ná sjötta sæti deildarinnar. Fram varð í 5. sæti yfir bestu sóknina.Besta vörnin í Olís-deild karla 2016-17(Fæst mörk fengin á sig að meðaltali í leik) 1. Akureyri 25,9 2. FH 26,1 3. ÍBV 26,3 4. Valur 26,4 5. Stjarnan 26,4 6. Grótta 26,7 7. Afturelding 27,6 8. Haukar 28,1 9. Selfoss 29,2 10. Fram 29,3Besta sóknin í Olís-deild karla 2016-17(Flest mörk skoruð að meðaltali í leik) 1. Haukar 30,3 2. ÍBV 28,8 3. Selfoss 28,7 4. FH 28,3 5. Fram 28,0 6. Afturelding 27,3 7. Valur 25,9 8. Grótta 25,5 9. Stjarnan 24,9 10. Akureyri 24,3 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15 Risastór tímamót fyrir handboltann á Akureyri Akureyringar eiga loksins lið í efstu deild í fótboltanum (KA) og körfuboltanum (Þór Ak.) en handboltalíf bæjarins varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið féll úr Olís-deild karla. 5. apríl 2017 10:45 Sverre: Erfitt að kyngja þessu Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var að vonum niðurlútur eftir tap Akureyringa gegn Stjörnunni í kvöld en með því varð ljóst að Akureyri féll niður úr deild þeirra bestu. 4. apríl 2017 22:30 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Sverre Andreas Jakobsson náði að gera Akureyri að besta varnarliði Olís-deildar karla á þessu tímabili en það kom þó ekki í veg fyrir að liðið hans féll úr deildinni. Akureyringar féllu úr Olís-deildinni í gærkvöldi eftir 23-28 tap á móti Stjörnunni í leik þar sem norðanmenn hefðu bjargað sér með sigri. Akureyrarliðið var, þrátt fyrir fallið, eina liðið í Olís-deildinni í vetur sem fékk á sig minna en 700 mörk í leikjunum 27. Þjálfarar Akureyrarliðsins, Sverre Andreas Jakobsson og Ingimundur Ingimundarson, voru aðalmennirnir í vörn íslenska liðsins sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Sérþekking þeirra skilaði sér augljóslega hvað varð varnarleik liðsins. Akureyri fékk á sig 699 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali í leik. Deildarmeistarar FH fengu á sig 706 mörk og voru með næstbestu vörnina. Í þriðja sæti var síðan ÍBV sem varð í örðu sæti í deildinni. Vandamál norðanmanna var sóknin en ekkert lið í deildinni skoraði færri mörk. Akureyrarliðið skoraði „bara“ 656 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali. Haukarnir voru með langbestu sóknina og eina liðið sem náði að skora 800 mörk í leikjunum 27. Haukar skoruðu 819 mörk eða 30,3 mörk að meðaltali í leik. Varnarleikurinn varð aftur á móti Haukaliðinu að falli en liðið fékk á sig 28,1 mark að meðaltali í leik. Aðeins Selfoss og Fram fengu á sig fleiri mörk. Haukarnir þurftu því að sætta sig við þriðja sætið og vera ekki með heimavallarrétt í mögulegum seríum á móti FH eða ÍBV í úrslitakeppninni. Framarar fengu á sig flest mörk í deildinni, 29,3 að meðaltali, en tókst engu að síður að ná sjötta sæti deildarinnar. Fram varð í 5. sæti yfir bestu sóknina.Besta vörnin í Olís-deild karla 2016-17(Fæst mörk fengin á sig að meðaltali í leik) 1. Akureyri 25,9 2. FH 26,1 3. ÍBV 26,3 4. Valur 26,4 5. Stjarnan 26,4 6. Grótta 26,7 7. Afturelding 27,6 8. Haukar 28,1 9. Selfoss 29,2 10. Fram 29,3Besta sóknin í Olís-deild karla 2016-17(Flest mörk skoruð að meðaltali í leik) 1. Haukar 30,3 2. ÍBV 28,8 3. Selfoss 28,7 4. FH 28,3 5. Fram 28,0 6. Afturelding 27,3 7. Valur 25,9 8. Grótta 25,5 9. Stjarnan 24,9 10. Akureyri 24,3
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15 Risastór tímamót fyrir handboltann á Akureyri Akureyringar eiga loksins lið í efstu deild í fótboltanum (KA) og körfuboltanum (Þór Ak.) en handboltalíf bæjarins varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið féll úr Olís-deild karla. 5. apríl 2017 10:45 Sverre: Erfitt að kyngja þessu Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var að vonum niðurlútur eftir tap Akureyringa gegn Stjörnunni í kvöld en með því varð ljóst að Akureyri féll niður úr deild þeirra bestu. 4. apríl 2017 22:30 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15
Risastór tímamót fyrir handboltann á Akureyri Akureyringar eiga loksins lið í efstu deild í fótboltanum (KA) og körfuboltanum (Þór Ak.) en handboltalíf bæjarins varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið féll úr Olís-deild karla. 5. apríl 2017 10:45
Sverre: Erfitt að kyngja þessu Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var að vonum niðurlútur eftir tap Akureyringa gegn Stjörnunni í kvöld en með því varð ljóst að Akureyri féll niður úr deild þeirra bestu. 4. apríl 2017 22:30
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52