Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2017 15:51 Fullyrt er í eyru blaðamanns Vísis að allir Sjálfstæðismenn séu andsnúnir jafnlaunavottun Viðreisnar, enda gengur hún í berhögg við stefnu flokksins. En, spurning er hvort þeir láti sig hafa það að styðja málið á altari þess að stjórnin haldi -- þá með hjálp frá stjórnarandstöðunni. Frumvarp Þorsteins Víglundssonar jafnréttisráðherra um jafnlaunavottun setur Sjálfstæðismenn í talsvert mikla klemmu. Samkvæmt heimildum Vísis eru langflestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins andsnúnir frumvarpinu á þeim forsendum að það sé íþyngjandi fyrir vinnumarkað og það liggi ekki einu sinni fyrir hvort fyrir liggi vandi sem eigi að taka á með lagasetningunni.Brynjar segir málið galiðBrynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist aldrei muni greiða atkvæði með þessu frumvarpi. Hugsanlega muni hann sitja hjá, það þurfi að líta til þess að fella ekki ríkisstjórnina. „Við verðum að vera klár á því, þegar svo íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk er lagt á fólkið í landinu, að það sé fyrirliggjandi vandi. Með öðrum orðum, vandinn sem á að leysa verður að vera til staðar. Svo er ekki. Í öðru lagi þá liggur ekki einu sinni fyrir hvort þessi aðgerð muni leysa einhvern meintan vanda,“ segir Brynjar. „Allt er þetta kostnaður sem á endanum leggst á almenning.“ Brynjar er reyndar þeirrar skoðunar að þetta frumvarp sé galið.Erlend athygli byr í segl frumvarpssinna Brynjar og Óli Björn Kárason gerðu fyrirvara við þetta atriði í stjórnarsáttmála sem þýðir að þeir hafa óbundnar hendur þegar kemur að atkvæðagreiðslu málsins. En, þeir eru stjórnarsinnar og líkast til vega þeir og meta andstöðu sína á altari þess að fyrir liggi stuðningur við málið meðal stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt siðareglum segir að þingmenn séu eingöngu bundnir af sannfæringu sinni, en sú siðaregla vegur ekki þungt ef að er gáð; sannfæring þingmanns getur verið sú að fórna megi minni hagsmunum fyrir meiri.Frumvarpið hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteina. Við því mátti búast, Ísland verður fyrst þjóða í heimi til að leiða jafnlaunavottun í lög fari sem horfir. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði fyrir málinu í umfjöllun CBS sem birtist í morgun. En, þó Bjarni sé uppnuminn í erlendu pressunni er víst að þingflokkur hans hefur blendnar tilfinningar gagnvart málinu.Ekkert liggur fyrir um kynbundna launamismununÍ frumvarpinu, sem lagt var fram í vikunni, er gengið út frá því að um kynbundna mismunun sé að ræða; frumforsenda frumvarpsins gengur út á að koma í veg fyrir þetta: Jöfn laun fyrir sömu vinnu. Í frumvarpinu er meðal annars lagður þessi skilningur í hina kynbundnu mismunun: „Konur eru líklegri til að taka fyrsta launatilboði sem býðst en karlar eru líklegri til að gera gagntilboð um hærri laun.“ Á Íslandi ríkir frjáls samningsréttur og deila má um hvort þetta sé til marks um mismunun.Brynjar Níelsson segir að það hljóti að verða að liggja fyrir að vandinn sem frumvarpinu sé ætlað að taka á sé til staðar. Svo sé einfaldlega ekki.visir/anton brinkReyndar er rétt sem fram kemur í máli Brynjars, deila má um hvort kynbundin mismunun sé til staðar. Í viðamestu rannsókn sem beinlínis hefur verið gerð um þetta efni og skýrslu þar um segir beinlínis: „Óskýrður launamunur felur í sér þann hluta launamunar sem skýribreytur og matsaðferð skýra ekki. Aðrar skýribreytur og aðrar aðferðir gætu þannig skilað allfrábrugðinni niðurstöðu. Varlega þarf því að fara í að túlka óskýrðan launamun sem hreina launamismunun.“Launamunur fer óðum minnkandiRannsóknin var unnin af hálfu velferðarráðuneytisins af aðgerðarhópi stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna. Skýrslan kom út í maí 2015 en meginniðurstaða rannsóknarinnar er, „eins og margra annarra, er að launamun milli kynjanna megi einkum rekja til kynbundins vinnumarkaðar.“ Þetta þýðir með öðrum orðum að ekki sé hægt að fullyrða neitt um að jöfn laun fyrir sömu vinnu, sem er megin viðfangsefni frumvarpsins, sé eitthvert sérstakt vandamál á Íslandi. Vandamálið snýst um kynbundinn vinnumarkað sem þýðir að vandinn er ekki sá að karl sem starfar á leikskóla fái hærri laun og konan sem starfar á leikskóla, svo er ekki heldur er vandinn er sá að sjómaðurinn fær miklu hærri laun en leikskólakennarinn. Sjómenn eru karlastétt, leikskólakennarar eru kvennastétt. Í skýrslunni segir: „Allar fyrirliggjandi vísbendingar sýna að launamunur hefur minnkað, hvort sem átt er við óleiðréttan eða óskýrðan mun. Launamunur er aldursbundinn og mun meiri hjá eldri aldurshópum en þeim yngri. Ætla má að í því felist vísbending um þróun á næstu árum og jafnvel áratugum.Í þessari rannsókn er launamunur milli kynjanna, sem eftir stendur þegar tillit hefur verið tekið til allra annarra þátta, á bilinu 5,7–7,6% á rannsóknartímabilinu í heild, en nær 5% síðustu árin.“Kostnaðarsamt og íþyngjandiÍ frumvarpinu má sjá að Jafnréttisstofa fær aukin verkefni, meðal annars heimild til að leggja 50.000 kr. dagsektir á fyrirtæki sem eru ekki með jafnlaunavottun. Og þá kemur fram í frumvarpinu sjálfu að atvinnulífið mun þurfa að taka á sig nokkurn kostnað vegna þessa:Dómsmálaráðherra segir að það standi, þetta sem hún hefur áður sagt um málið: Ekkert er hægt að fullyrða um kynbundna launamismunun.visir/ernir„Ljóst þykir því að vinna við ferlið sjálft feli í sér kostnað fyrir fyrirtæki og stofnanir.“ Hversu mikill sá kostnaður er liggur hins vegar ekki fyrir. Brynjar segir menn vilja afgreiða afstöðu sína á altari þess að hér sé um minniháttar mál að ræða en svo sé ekki: „Þetta er stórmál og þessu fylgi heilmikill kostnaður. „Menn gera sér ekki grein fyrir því hversu mikið vesen þetta er,“ segir Brynjar og bendir á ýmiss gjöld sem fyrirtæki þurfi að standa skil á.Dómsmálaráðherra segir ummæli sín standaAuk þeirra Brynjars og Óla Björns liggur fyrir að óbragð er í munni dómsráðherra Sjálfstæðisflokksins vegna málsins. Sigríður Á. Andersen hefur sagt að ekkert sé hægt að fullyrða um að kynbundið misrétti á launamarkaði. Þetta kom fram í árshátíðarriti Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Kjarninn greindi frá því að þingmaður Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksdóttir, hafi brugðist illa við þessum ummælum Sigríðar og sagt ótækt að hún segði að ekki væri kynbundinn launamunur til staðar. Vísir reyndi ítrekað að ná tali af ráðherra vegna málsins en hafði ekki erindi sem erfiði. Blaðamaður komst ekki lengra en að aðstoðarmanninum sem heitir Laufey Rún Ketilsdóttir. Hún bar erindið upp við ráðherra sem tjáði henni að engu væri við það að bæta sem áður hefur komið fram af sinni hálfu, ekkert hafi breyst, hún standi við ummæli sín en það fylgdi svo sögunni að Sigríður treysti Þorsteini til að fara með málið. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Sjá meira
Frumvarp Þorsteins Víglundssonar jafnréttisráðherra um jafnlaunavottun setur Sjálfstæðismenn í talsvert mikla klemmu. Samkvæmt heimildum Vísis eru langflestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins andsnúnir frumvarpinu á þeim forsendum að það sé íþyngjandi fyrir vinnumarkað og það liggi ekki einu sinni fyrir hvort fyrir liggi vandi sem eigi að taka á með lagasetningunni.Brynjar segir málið galiðBrynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist aldrei muni greiða atkvæði með þessu frumvarpi. Hugsanlega muni hann sitja hjá, það þurfi að líta til þess að fella ekki ríkisstjórnina. „Við verðum að vera klár á því, þegar svo íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk er lagt á fólkið í landinu, að það sé fyrirliggjandi vandi. Með öðrum orðum, vandinn sem á að leysa verður að vera til staðar. Svo er ekki. Í öðru lagi þá liggur ekki einu sinni fyrir hvort þessi aðgerð muni leysa einhvern meintan vanda,“ segir Brynjar. „Allt er þetta kostnaður sem á endanum leggst á almenning.“ Brynjar er reyndar þeirrar skoðunar að þetta frumvarp sé galið.Erlend athygli byr í segl frumvarpssinna Brynjar og Óli Björn Kárason gerðu fyrirvara við þetta atriði í stjórnarsáttmála sem þýðir að þeir hafa óbundnar hendur þegar kemur að atkvæðagreiðslu málsins. En, þeir eru stjórnarsinnar og líkast til vega þeir og meta andstöðu sína á altari þess að fyrir liggi stuðningur við málið meðal stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt siðareglum segir að þingmenn séu eingöngu bundnir af sannfæringu sinni, en sú siðaregla vegur ekki þungt ef að er gáð; sannfæring þingmanns getur verið sú að fórna megi minni hagsmunum fyrir meiri.Frumvarpið hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteina. Við því mátti búast, Ísland verður fyrst þjóða í heimi til að leiða jafnlaunavottun í lög fari sem horfir. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði fyrir málinu í umfjöllun CBS sem birtist í morgun. En, þó Bjarni sé uppnuminn í erlendu pressunni er víst að þingflokkur hans hefur blendnar tilfinningar gagnvart málinu.Ekkert liggur fyrir um kynbundna launamismununÍ frumvarpinu, sem lagt var fram í vikunni, er gengið út frá því að um kynbundna mismunun sé að ræða; frumforsenda frumvarpsins gengur út á að koma í veg fyrir þetta: Jöfn laun fyrir sömu vinnu. Í frumvarpinu er meðal annars lagður þessi skilningur í hina kynbundnu mismunun: „Konur eru líklegri til að taka fyrsta launatilboði sem býðst en karlar eru líklegri til að gera gagntilboð um hærri laun.“ Á Íslandi ríkir frjáls samningsréttur og deila má um hvort þetta sé til marks um mismunun.Brynjar Níelsson segir að það hljóti að verða að liggja fyrir að vandinn sem frumvarpinu sé ætlað að taka á sé til staðar. Svo sé einfaldlega ekki.visir/anton brinkReyndar er rétt sem fram kemur í máli Brynjars, deila má um hvort kynbundin mismunun sé til staðar. Í viðamestu rannsókn sem beinlínis hefur verið gerð um þetta efni og skýrslu þar um segir beinlínis: „Óskýrður launamunur felur í sér þann hluta launamunar sem skýribreytur og matsaðferð skýra ekki. Aðrar skýribreytur og aðrar aðferðir gætu þannig skilað allfrábrugðinni niðurstöðu. Varlega þarf því að fara í að túlka óskýrðan launamun sem hreina launamismunun.“Launamunur fer óðum minnkandiRannsóknin var unnin af hálfu velferðarráðuneytisins af aðgerðarhópi stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna. Skýrslan kom út í maí 2015 en meginniðurstaða rannsóknarinnar er, „eins og margra annarra, er að launamun milli kynjanna megi einkum rekja til kynbundins vinnumarkaðar.“ Þetta þýðir með öðrum orðum að ekki sé hægt að fullyrða neitt um að jöfn laun fyrir sömu vinnu, sem er megin viðfangsefni frumvarpsins, sé eitthvert sérstakt vandamál á Íslandi. Vandamálið snýst um kynbundinn vinnumarkað sem þýðir að vandinn er ekki sá að karl sem starfar á leikskóla fái hærri laun og konan sem starfar á leikskóla, svo er ekki heldur er vandinn er sá að sjómaðurinn fær miklu hærri laun en leikskólakennarinn. Sjómenn eru karlastétt, leikskólakennarar eru kvennastétt. Í skýrslunni segir: „Allar fyrirliggjandi vísbendingar sýna að launamunur hefur minnkað, hvort sem átt er við óleiðréttan eða óskýrðan mun. Launamunur er aldursbundinn og mun meiri hjá eldri aldurshópum en þeim yngri. Ætla má að í því felist vísbending um þróun á næstu árum og jafnvel áratugum.Í þessari rannsókn er launamunur milli kynjanna, sem eftir stendur þegar tillit hefur verið tekið til allra annarra þátta, á bilinu 5,7–7,6% á rannsóknartímabilinu í heild, en nær 5% síðustu árin.“Kostnaðarsamt og íþyngjandiÍ frumvarpinu má sjá að Jafnréttisstofa fær aukin verkefni, meðal annars heimild til að leggja 50.000 kr. dagsektir á fyrirtæki sem eru ekki með jafnlaunavottun. Og þá kemur fram í frumvarpinu sjálfu að atvinnulífið mun þurfa að taka á sig nokkurn kostnað vegna þessa:Dómsmálaráðherra segir að það standi, þetta sem hún hefur áður sagt um málið: Ekkert er hægt að fullyrða um kynbundna launamismunun.visir/ernir„Ljóst þykir því að vinna við ferlið sjálft feli í sér kostnað fyrir fyrirtæki og stofnanir.“ Hversu mikill sá kostnaður er liggur hins vegar ekki fyrir. Brynjar segir menn vilja afgreiða afstöðu sína á altari þess að hér sé um minniháttar mál að ræða en svo sé ekki: „Þetta er stórmál og þessu fylgi heilmikill kostnaður. „Menn gera sér ekki grein fyrir því hversu mikið vesen þetta er,“ segir Brynjar og bendir á ýmiss gjöld sem fyrirtæki þurfi að standa skil á.Dómsmálaráðherra segir ummæli sín standaAuk þeirra Brynjars og Óla Björns liggur fyrir að óbragð er í munni dómsráðherra Sjálfstæðisflokksins vegna málsins. Sigríður Á. Andersen hefur sagt að ekkert sé hægt að fullyrða um að kynbundið misrétti á launamarkaði. Þetta kom fram í árshátíðarriti Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Kjarninn greindi frá því að þingmaður Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksdóttir, hafi brugðist illa við þessum ummælum Sigríðar og sagt ótækt að hún segði að ekki væri kynbundinn launamunur til staðar. Vísir reyndi ítrekað að ná tali af ráðherra vegna málsins en hafði ekki erindi sem erfiði. Blaðamaður komst ekki lengra en að aðstoðarmanninum sem heitir Laufey Rún Ketilsdóttir. Hún bar erindið upp við ráðherra sem tjáði henni að engu væri við það að bæta sem áður hefur komið fram af sinni hálfu, ekkert hafi breyst, hún standi við ummæli sín en það fylgdi svo sögunni að Sigríður treysti Þorsteini til að fara með málið.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Sjá meira