FME telur sig geta upplýst um eigendur Sæunn Gísladóttir skrifar 5. apríl 2017 06:00 Á dögunum keyptu erlendir vogunarsjóðir um 30 prósent hlut í Arion banka. vísir/stefán „Það eru allir möguleikar fyrir hendi til þess að sýna hverjir endanlegir eigendur eru að baki þessum kaupum. Hluti af okkar vinnu er að skoða, rannsaka, kalla á og fá upplýsingar um það hverjir eru endanlegir eigendur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um kaup erlendra vogunarsjóða á samtals 29,2 prósenta hlut í Arion banka.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fréttablaðið/ErnirHún telur því öruggt að hægt verði að komast að því hverjir endanlegir eigendur eru að hlut í Arion banka, óski vogunarsjóðirnir eftir að eignast meira en tíu prósent í bankanum og fara þá með virkan eignarhlut. „Það er meira að segja þannig að sé einhver hindrun í vegi fyrir því, þá er sérstakt lagaákvæði í lögunum um fjármálafyrirtæki sem segir að upplýsist ekki um raunverulegan eiganda þá skuli líta þannig á að hann sé ekki hæfur til að vera með virkan eignarhlut,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur spurt Fjármálaeftirlitið um þá aðila sem standa að kaupunum á Arion. Hann telur svör Fjármálaeftirlitsins rýr og segir að það hafi valdið sér vonbrigðum. „Ég reyndi að spyrja um allt sem ég taldi skipta máli og það kom fátt nýtt fram. En mér finnst bragurinn á bréfinu vera þannig að þau séu ekki komin lengra í sínu mati og hugsanlega muni þau meta þetta í framtíðinni,“ segir Benedikt. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að það þurfi að skoða hvort sé kominn virkur eignarhlutur hjá vogunarsjóðunum með þessum kaupum og núverandi aðkomu þeirra að Kaupþingi og þeirri fyrirætlun sem virðist koma fram í kauprétti að eignast meira í bankanum. „Ég hef ekki séð nein gögn um þetta, annað en hefur verið í fjölmiðlum, og þetta getur verið svo margþætt. Það er spurning hvort sé hægt að tengja þessa aðila saman. Það er svolítið flóknara, það þarf að hafa að myndast samstarf að lögum með þeim. Þó að allir kaupi á sama tíma þýðir það ekki að þeir séu tengdir, en auðvitað þarf FME að meta það.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er hugsi yfir svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts. Benedikt spurði meðal annars hvort þau fyrirtæki eða sjóðir sem keyptu hlut í bankanum hefðu haft með sér formlegt samstarf við kaupin. Hafi þau gert það, mætti spyrja hvort ekki væri ástæða til að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhluta. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hyggst funda um viðskiptin með hlut Arion banka á fundi sínum í dag. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
„Það eru allir möguleikar fyrir hendi til þess að sýna hverjir endanlegir eigendur eru að baki þessum kaupum. Hluti af okkar vinnu er að skoða, rannsaka, kalla á og fá upplýsingar um það hverjir eru endanlegir eigendur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um kaup erlendra vogunarsjóða á samtals 29,2 prósenta hlut í Arion banka.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fréttablaðið/ErnirHún telur því öruggt að hægt verði að komast að því hverjir endanlegir eigendur eru að hlut í Arion banka, óski vogunarsjóðirnir eftir að eignast meira en tíu prósent í bankanum og fara þá með virkan eignarhlut. „Það er meira að segja þannig að sé einhver hindrun í vegi fyrir því, þá er sérstakt lagaákvæði í lögunum um fjármálafyrirtæki sem segir að upplýsist ekki um raunverulegan eiganda þá skuli líta þannig á að hann sé ekki hæfur til að vera með virkan eignarhlut,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur spurt Fjármálaeftirlitið um þá aðila sem standa að kaupunum á Arion. Hann telur svör Fjármálaeftirlitsins rýr og segir að það hafi valdið sér vonbrigðum. „Ég reyndi að spyrja um allt sem ég taldi skipta máli og það kom fátt nýtt fram. En mér finnst bragurinn á bréfinu vera þannig að þau séu ekki komin lengra í sínu mati og hugsanlega muni þau meta þetta í framtíðinni,“ segir Benedikt. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að það þurfi að skoða hvort sé kominn virkur eignarhlutur hjá vogunarsjóðunum með þessum kaupum og núverandi aðkomu þeirra að Kaupþingi og þeirri fyrirætlun sem virðist koma fram í kauprétti að eignast meira í bankanum. „Ég hef ekki séð nein gögn um þetta, annað en hefur verið í fjölmiðlum, og þetta getur verið svo margþætt. Það er spurning hvort sé hægt að tengja þessa aðila saman. Það er svolítið flóknara, það þarf að hafa að myndast samstarf að lögum með þeim. Þó að allir kaupi á sama tíma þýðir það ekki að þeir séu tengdir, en auðvitað þarf FME að meta það.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er hugsi yfir svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts. Benedikt spurði meðal annars hvort þau fyrirtæki eða sjóðir sem keyptu hlut í bankanum hefðu haft með sér formlegt samstarf við kaupin. Hafi þau gert það, mætti spyrja hvort ekki væri ástæða til að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhluta. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hyggst funda um viðskiptin með hlut Arion banka á fundi sínum í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00
Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42
Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30