Innlent

Einlæg gleði þar sem allir eru sigurvegarar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óhætt er að segja að gleðin hafi skinið úr andlitum barnanna sem kepptu í Frístundahreysti í Laugardalshöllinni í gær. Þetta er annað árið í röð sem keppni fer fram.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu heiðruðu börnin með nærveru sinni en keppnin er sniðin að þörfum barna með sérþarfir.

Á leikunum eru allir sigurvegarar en börnin í fyrstu fjórum bekkjum Guluhlíðar fór einn þrautahring og eldri börn, í Klettaskóla og frístundastarfi í Öskju, fóru annan.

Keppendur dönsuðu svo og sungu eins og sjá má í myndbandinu að ofan.

Stuð og stemmning.Vísir/Anton Brink
Það var kastað, hoppað og hlaupið í Höllinni.Vísir/Anton BRink
Koma svo!Vísir/Anton Brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×