Komu á fót vefsíðu sem finnur hagstæðasta húsnæðislánið Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 17:00 Ólafur Örn Guðmundsson. Ólafur Örn Guðmundsson „Okkur langaði að auðvelda ferlið við að taka lán og að bera saman lánamöguleika,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda fjártæknivefsíðunnar Aurbjargar. Nafnið er orðaleikur og er dregið af orðunum „aur“ og „björg“. Hugmynd og smíð síðunnar er í höndum Ólafs og Þórhildar Jensdóttur, kærustu hans. Uppfærslu er að vænta á síðunni á morgun. „Síðan kom út fyrir tveimur mánuðum og felur hún í raun í sér lánasamanburð. Þetta er ein sameiginleg lánareiknivél. Inni á henni eru allir stærstu húsnæðislánaveitendur landsins þannig að notendur þurfa ekki að fara inn á hverja einustu síðu hjá hverjum einasta lánveitanda til þess að reikna út lánakjörin og bera þau saman. Þú getur síðan reiknað út greiðslubyrði út frá lánsupphæð og lánstíma og fengið niðurstöður sem er raðað frá ódýrasta láninu,“ segir Ólafur.Bæta við samanburði á sparnaðarreikningumUppfærslu er að vænta frá Aurbjörgu fimmtudaginn 30. nóvember en þá verður hægt að nálgast samanburð á vöxtum og kjörum á innlánsvöxtum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Ólafur segir þetta lið í framtíðarsýn Aurbjargar en stefnt er að frekari uppfærslum á næstu mánuðum. „Við ætlum til dæmis að bera saman kort, farsímagreiðslur og þjónustu tryggingafélaganna. Hugmyndin er að kovera fjármálamarkaðinn í heild.“ Mjög miklar breytingar hafa verið á vöxtum húsnæðislána undanfarið. „Í tilefni þess tókum við saman gagnvirkt graf sem sýnir þróun verðtryggðra húsnæðislána (grunnlán) með breytilegum vöxtum. Á grafinu eru sýndir nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins en grafið sýnir mikla lækkun á breytilegum vöxtum húsnæðislána sem hafa lækkað allt að 20 prósent sem af er á þessu ári.“ Hann bendir einnig á að fjármálalæsi hér á landi sé ábótavant og sé hugmyndin að reyna að efla það. „Við sjáum tækifæri og viljum koma á framfæri fróðleik um fjármál. Í nýju uppfærslunni verður flipi sem heitir „Fróðleikur um lán“.“Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem hjálpar þér með fjármálin.aurbjörgViðbrögðin góðHann segir viðbrögð síðunnar hafa verið góð. „Það er greinilega mikil vöntun á svona síðum. Þetta þekkist mjög vel erlendis en svona síða hefur ekki verið til á Íslandi. Það eru til síður [erlendis] eins og moneysupermarket.com sem einfalda fjármálaákvarðanir fyrir neytendur og skapar samkeppni banka – neytendum til hagsbóta.“ Ólafur leggur um þessar mundir stund á mastersnám í verkfræði við DTU háskólann í Kaupmannahöfn ásamt kærustu sinni, Þorhildi Jensdóttur. Þau vinna bæði í síðunni samhliða náminu. Eins og áður segir mun ný uppfærsla líta dagsins ljós þann 30. nóvember en hana má sjá á aurbjorg.isHér fyrir neðan er hægt að sjá gagnvirkt graf á vegum Aurbjargar sem sýnir þróun breytilegra vaxta húsnæðislána. Húsnæðismál Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Okkur langaði að auðvelda ferlið við að taka lán og að bera saman lánamöguleika,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda fjártæknivefsíðunnar Aurbjargar. Nafnið er orðaleikur og er dregið af orðunum „aur“ og „björg“. Hugmynd og smíð síðunnar er í höndum Ólafs og Þórhildar Jensdóttur, kærustu hans. Uppfærslu er að vænta á síðunni á morgun. „Síðan kom út fyrir tveimur mánuðum og felur hún í raun í sér lánasamanburð. Þetta er ein sameiginleg lánareiknivél. Inni á henni eru allir stærstu húsnæðislánaveitendur landsins þannig að notendur þurfa ekki að fara inn á hverja einustu síðu hjá hverjum einasta lánveitanda til þess að reikna út lánakjörin og bera þau saman. Þú getur síðan reiknað út greiðslubyrði út frá lánsupphæð og lánstíma og fengið niðurstöður sem er raðað frá ódýrasta láninu,“ segir Ólafur.Bæta við samanburði á sparnaðarreikningumUppfærslu er að vænta frá Aurbjörgu fimmtudaginn 30. nóvember en þá verður hægt að nálgast samanburð á vöxtum og kjörum á innlánsvöxtum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Ólafur segir þetta lið í framtíðarsýn Aurbjargar en stefnt er að frekari uppfærslum á næstu mánuðum. „Við ætlum til dæmis að bera saman kort, farsímagreiðslur og þjónustu tryggingafélaganna. Hugmyndin er að kovera fjármálamarkaðinn í heild.“ Mjög miklar breytingar hafa verið á vöxtum húsnæðislána undanfarið. „Í tilefni þess tókum við saman gagnvirkt graf sem sýnir þróun verðtryggðra húsnæðislána (grunnlán) með breytilegum vöxtum. Á grafinu eru sýndir nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins en grafið sýnir mikla lækkun á breytilegum vöxtum húsnæðislána sem hafa lækkað allt að 20 prósent sem af er á þessu ári.“ Hann bendir einnig á að fjármálalæsi hér á landi sé ábótavant og sé hugmyndin að reyna að efla það. „Við sjáum tækifæri og viljum koma á framfæri fróðleik um fjármál. Í nýju uppfærslunni verður flipi sem heitir „Fróðleikur um lán“.“Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem hjálpar þér með fjármálin.aurbjörgViðbrögðin góðHann segir viðbrögð síðunnar hafa verið góð. „Það er greinilega mikil vöntun á svona síðum. Þetta þekkist mjög vel erlendis en svona síða hefur ekki verið til á Íslandi. Það eru til síður [erlendis] eins og moneysupermarket.com sem einfalda fjármálaákvarðanir fyrir neytendur og skapar samkeppni banka – neytendum til hagsbóta.“ Ólafur leggur um þessar mundir stund á mastersnám í verkfræði við DTU háskólann í Kaupmannahöfn ásamt kærustu sinni, Þorhildi Jensdóttur. Þau vinna bæði í síðunni samhliða náminu. Eins og áður segir mun ný uppfærsla líta dagsins ljós þann 30. nóvember en hana má sjá á aurbjorg.isHér fyrir neðan er hægt að sjá gagnvirkt graf á vegum Aurbjargar sem sýnir þróun breytilegra vaxta húsnæðislána.
Húsnæðismál Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira