Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Hörður Ægisson skrifar 29. nóvember 2017 06:30 Fjármagnstekjuskattur leggst meðal annars á söluhagnað einstaklinga af verðbréfum. vísir/daníel Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hyggst hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar sem verður kynntur þegar stjórnin tekur við á ríkisráðsfundi á morgun, fimmtudag. Samtímis því að fjármagnstekjuskatturinn er hækkaður verða hins vegar einnig gerðar þær breytingar frá því sem nú er að heimilað verður í meiri mæli að draga fjármagnskostnað frá skattstofni fjármagnstekna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á þessu ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs vegna fjármagnstekjuskatts nemi 30,5 milljörðum en samkvæmt fjárlögum næsta árs á skatturinn að skila um 28,5 milljörðum til ríkisins. Hækkun fjármagnstekjuskattsins – úr 20 prósentum í 22 prósent – mun því í besta falli auka tekjur ríkissjóðs um 2 til 3 milljarða króna en þessi skattstofn getur verið afar breytilegur á milli ára. Fulltrúar Vinstri grænna lögðu á það mikla áherslu í stjórnarmyndunarviðræðunum við Sjálfstæðisflokk og Framsókn að skatturinn yrði hækkaður. Fyrstu hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, lutu að því að skattur á fjármagnstekjur yrði hækkaður upp í 30 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þær tillögur fengu afar lítinn hljómgrunn hjá leiðtogum hinna flokkanna, ekki hvað síst Sjálfstæðisflokksins, og jafnframt forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Þá voru einnig uppi hugmyndir í viðræðum flokkanna um að koma á þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Fjármagnstekjuskattur leggst á allar fjármagnstekjur einstaklinga sem teljast til vaxtatekna, arðs, söluhagnaðar fasteigna og verðbréfa og leigutekna utan rekstrar. Ekki er hins vegar greiddur fjármagnstekjuskattur af heildarvaxtatekjum einstaklinga að fjárhæð 125 þúsund, þótt dregin hafi verið staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts af vaxtatekjunum. Þá er að sama skapi ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af 50 prósentum af tekjum af útleigu íbúðarhúnæðis.Hækkaður eftir bankahrun Af verðandi stjórnarflokkunum þremur voru Vinstri græn eini flokkurinn sem talaði fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts í aðdraganda kosninga til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar lækka skattinn og jafnframt skattleggja raunávöxtun fjármagnstekna í stað nafnávöxtunar. Framsóknarflokkurinn talaði hvorki fyrir hækkun né lækkun fjármagnstekjuskatts fyrir kosningarnar. Fjármagnstekjuskattur var lengst af, eða allt frá árinu 1996, aðeins tíu prósent en í kjölfar fjármála- og efnahagshrunsins 2008 var skattstofninn hækkaður í tvígang af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þannig var skatturinn fyrst hækkaður í 18 prósent árið 2010, samhliða því að auðlegðarskattur var einnig lagður á, og aftur ári síðar þegar fjármagnstekjuskatturinn fór upp í 20 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hyggst hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar sem verður kynntur þegar stjórnin tekur við á ríkisráðsfundi á morgun, fimmtudag. Samtímis því að fjármagnstekjuskatturinn er hækkaður verða hins vegar einnig gerðar þær breytingar frá því sem nú er að heimilað verður í meiri mæli að draga fjármagnskostnað frá skattstofni fjármagnstekna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á þessu ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs vegna fjármagnstekjuskatts nemi 30,5 milljörðum en samkvæmt fjárlögum næsta árs á skatturinn að skila um 28,5 milljörðum til ríkisins. Hækkun fjármagnstekjuskattsins – úr 20 prósentum í 22 prósent – mun því í besta falli auka tekjur ríkissjóðs um 2 til 3 milljarða króna en þessi skattstofn getur verið afar breytilegur á milli ára. Fulltrúar Vinstri grænna lögðu á það mikla áherslu í stjórnarmyndunarviðræðunum við Sjálfstæðisflokk og Framsókn að skatturinn yrði hækkaður. Fyrstu hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, lutu að því að skattur á fjármagnstekjur yrði hækkaður upp í 30 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þær tillögur fengu afar lítinn hljómgrunn hjá leiðtogum hinna flokkanna, ekki hvað síst Sjálfstæðisflokksins, og jafnframt forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Þá voru einnig uppi hugmyndir í viðræðum flokkanna um að koma á þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Fjármagnstekjuskattur leggst á allar fjármagnstekjur einstaklinga sem teljast til vaxtatekna, arðs, söluhagnaðar fasteigna og verðbréfa og leigutekna utan rekstrar. Ekki er hins vegar greiddur fjármagnstekjuskattur af heildarvaxtatekjum einstaklinga að fjárhæð 125 þúsund, þótt dregin hafi verið staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts af vaxtatekjunum. Þá er að sama skapi ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af 50 prósentum af tekjum af útleigu íbúðarhúnæðis.Hækkaður eftir bankahrun Af verðandi stjórnarflokkunum þremur voru Vinstri græn eini flokkurinn sem talaði fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts í aðdraganda kosninga til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar lækka skattinn og jafnframt skattleggja raunávöxtun fjármagnstekna í stað nafnávöxtunar. Framsóknarflokkurinn talaði hvorki fyrir hækkun né lækkun fjármagnstekjuskatts fyrir kosningarnar. Fjármagnstekjuskattur var lengst af, eða allt frá árinu 1996, aðeins tíu prósent en í kjölfar fjármála- og efnahagshrunsins 2008 var skattstofninn hækkaður í tvígang af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þannig var skatturinn fyrst hækkaður í 18 prósent árið 2010, samhliða því að auðlegðarskattur var einnig lagður á, og aftur ári síðar þegar fjármagnstekjuskatturinn fór upp í 20 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira