Konan sem myrti nauðgara sinn og stjörnurnar vilja fá lausa úr fangelsi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 14:15 Cyntoia Brown er 29 ára gömul í dag. Wikipedia Cyntoia Brown var sextán ára gömul þegar hún myrti mann sem keypti hana þegar hún var seld í vændi. Hún afplánar lífstíðardóm vegna málsins. Þrettán árum seinna vilja skærustu stjörnur Hollywood aðstoða Brown við að losna úr fangelsi. Það var í ágúst árið 2004 sem Brown skaut Johnny Mitchell Allen til bana. Allen var 43 ára og hafði borgað fyrir kynmök með Brown. Málið hefur aftur ratað í fjölmiðla vestanhafs eftir að stjörnur á borð við Kim Kardashian, Rihönnu og LeBron James vöktu athygli á því. did we somehow change the definition of #JUSTICE along the way?? cause..... Something is horribly wrong when the system enables these rapists and the victim is thrown away for life! To each of you responsible for this child's sentence I hope to God you don't have children, because this could be your daughter being punished for punishing already! #FREECYNTOIABROWN #HowManyMore A post shared by badgalriri (@badgalriri) on Nov 21, 2017 at 5:12am PSTÁ unglingsárum sínum flúði Brown að heiman til Nashville í Tennessee. Þar hitti hún 24 ára gamlan mann sem er kallaður „Cut Throat.“ Þau byrjuðu að búa saman á hótelum en maðurinn misnotaði Brown, nauðgaði henni og neyddi hana út í vændi, að sögn lögmanna hennar. Daginn sem hún hitti Allen árið 2004 hafði Cut Throat sagt henni að fara út á götuhorn og koma til baka með peninga. Allen tók Brown upp í pallbíl og fór með hana heim til sín. Þegar þangað var komið sýndi hann henni hluta skotvopnasafns síns og fylgdi henni svo inn í svefnherbergi.Hrædd um að vera nauðgað og myrt Samkvæmt Brown teygði Allen sig undir rúmið á einum tímapunkti og hélt hún að hann væri að leita að byssu svo hún náði sjálf í byssu í veskið sitt og skaut hann. Einnig rændi hún peningum og tveimur byssum af Allen. Saksóknarar í málinu töldu ránið hafa verið aðalásetning Brown en hún heldur fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. „Þegar hún var á heimili hans, eftir að hafa verið keypt fyrir kynlíf, sýndi hann henni töluvert af vopnum sem hann átti svo hún hélt að hún yrði myrt auk þess að vera nauðgað,“ sagði Charles Bone, lögmaður Brown, í samtali við NBC. Réttað var yfir henni sem fullorðnum einstaklingi og þrátt fyrir að hafa borið fyrir sig sjálfsvörn var hún dæmd sek fyrir morð af fyrstu gráðu. Brown er í dag 29 ára og getur sótt um skilorð eftir 40 ár, þegar hún verður 69 ára. Baráttufólk fyrir málstað Brown segir hana hafa verið fórnarlamb mansals og að dómurinn yfir henni hafi verið of þungur miðað við aldur hennar og aðstæður. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig opinberlega um mál Brown síðustu viku eru fyrirsætan Cara Delevigne og rapparinn Snoop Dogg. Kim Kardashian West er ein þeirra sem hefur lagt málstaðnum lið og hefur hún gengið svo langt að bjóða fram aðstoð lögfræðinga sinna í málinu.The system has failed. It's heart breaking to see a young girl sex trafficked then when she has the courage to fight back is jailed for life! We have to do better & do what's right. I've called my attorneys yesterday to see what can be done to fix this. #FreeCyntoiaBrown pic.twitter.com/73y26mLp7u— Kim Kardashian West (@KimKardashian) November 21, 2017 „Cyntoia er slegin og hissa á því hve margar stjörnur hafa skyndilega ákveðið að þau þurfi að vekja athygli á þessu. Hún er mjög þakklát fyrir áhuga þeirra, áhyggjur og stuðning,“ sagði Charles Bone. Ítrekað hefur komið fram, meðal annars í umfjöllun fjölmiðla, heimildarmynd um málið og í gögnum málsins, að Cyntoia hafi verið með einkenni áfengisheilkennis fósturs. Árið 2012 komust læknar að því að hún væri með vefræna geðröskun. Síðan dómur féll yfir Brown hafa nokkrar tilraunir verið gerðar til að sækjast eftir endurupptöku á máli hennar. Lögmaður hennar telur að ef hún yrði dæmd eftir núverandi lögum í Tennessee ríki yrði hún dæmd fyrir annarar gráðu morð og gæti sótt um skilorð á næstu árum, þegar hún hefur afplánað 15 ár af dómi. „Munurinn á 15 árum og 51 ári er heil mannsævi fyrir manneskju eins og Cyntoiu“ segir hann. Þessi grein er byggð á umfjöllun The Guardian, NBC og CNN. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Sjá meira
Cyntoia Brown var sextán ára gömul þegar hún myrti mann sem keypti hana þegar hún var seld í vændi. Hún afplánar lífstíðardóm vegna málsins. Þrettán árum seinna vilja skærustu stjörnur Hollywood aðstoða Brown við að losna úr fangelsi. Það var í ágúst árið 2004 sem Brown skaut Johnny Mitchell Allen til bana. Allen var 43 ára og hafði borgað fyrir kynmök með Brown. Málið hefur aftur ratað í fjölmiðla vestanhafs eftir að stjörnur á borð við Kim Kardashian, Rihönnu og LeBron James vöktu athygli á því. did we somehow change the definition of #JUSTICE along the way?? cause..... Something is horribly wrong when the system enables these rapists and the victim is thrown away for life! To each of you responsible for this child's sentence I hope to God you don't have children, because this could be your daughter being punished for punishing already! #FREECYNTOIABROWN #HowManyMore A post shared by badgalriri (@badgalriri) on Nov 21, 2017 at 5:12am PSTÁ unglingsárum sínum flúði Brown að heiman til Nashville í Tennessee. Þar hitti hún 24 ára gamlan mann sem er kallaður „Cut Throat.“ Þau byrjuðu að búa saman á hótelum en maðurinn misnotaði Brown, nauðgaði henni og neyddi hana út í vændi, að sögn lögmanna hennar. Daginn sem hún hitti Allen árið 2004 hafði Cut Throat sagt henni að fara út á götuhorn og koma til baka með peninga. Allen tók Brown upp í pallbíl og fór með hana heim til sín. Þegar þangað var komið sýndi hann henni hluta skotvopnasafns síns og fylgdi henni svo inn í svefnherbergi.Hrædd um að vera nauðgað og myrt Samkvæmt Brown teygði Allen sig undir rúmið á einum tímapunkti og hélt hún að hann væri að leita að byssu svo hún náði sjálf í byssu í veskið sitt og skaut hann. Einnig rændi hún peningum og tveimur byssum af Allen. Saksóknarar í málinu töldu ránið hafa verið aðalásetning Brown en hún heldur fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. „Þegar hún var á heimili hans, eftir að hafa verið keypt fyrir kynlíf, sýndi hann henni töluvert af vopnum sem hann átti svo hún hélt að hún yrði myrt auk þess að vera nauðgað,“ sagði Charles Bone, lögmaður Brown, í samtali við NBC. Réttað var yfir henni sem fullorðnum einstaklingi og þrátt fyrir að hafa borið fyrir sig sjálfsvörn var hún dæmd sek fyrir morð af fyrstu gráðu. Brown er í dag 29 ára og getur sótt um skilorð eftir 40 ár, þegar hún verður 69 ára. Baráttufólk fyrir málstað Brown segir hana hafa verið fórnarlamb mansals og að dómurinn yfir henni hafi verið of þungur miðað við aldur hennar og aðstæður. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig opinberlega um mál Brown síðustu viku eru fyrirsætan Cara Delevigne og rapparinn Snoop Dogg. Kim Kardashian West er ein þeirra sem hefur lagt málstaðnum lið og hefur hún gengið svo langt að bjóða fram aðstoð lögfræðinga sinna í málinu.The system has failed. It's heart breaking to see a young girl sex trafficked then when she has the courage to fight back is jailed for life! We have to do better & do what's right. I've called my attorneys yesterday to see what can be done to fix this. #FreeCyntoiaBrown pic.twitter.com/73y26mLp7u— Kim Kardashian West (@KimKardashian) November 21, 2017 „Cyntoia er slegin og hissa á því hve margar stjörnur hafa skyndilega ákveðið að þau þurfi að vekja athygli á þessu. Hún er mjög þakklát fyrir áhuga þeirra, áhyggjur og stuðning,“ sagði Charles Bone. Ítrekað hefur komið fram, meðal annars í umfjöllun fjölmiðla, heimildarmynd um málið og í gögnum málsins, að Cyntoia hafi verið með einkenni áfengisheilkennis fósturs. Árið 2012 komust læknar að því að hún væri með vefræna geðröskun. Síðan dómur féll yfir Brown hafa nokkrar tilraunir verið gerðar til að sækjast eftir endurupptöku á máli hennar. Lögmaður hennar telur að ef hún yrði dæmd eftir núverandi lögum í Tennessee ríki yrði hún dæmd fyrir annarar gráðu morð og gæti sótt um skilorð á næstu árum, þegar hún hefur afplánað 15 ár af dómi. „Munurinn á 15 árum og 51 ári er heil mannsævi fyrir manneskju eins og Cyntoiu“ segir hann. Þessi grein er byggð á umfjöllun The Guardian, NBC og CNN.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Sjá meira