Praljak tók þátt í þjóðernishreinsunum í Bosníu á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar falls Júgóslavíu.
Í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar bar Praljak upp lokaorð sín og gleypti eitrið. Síðustu orð hans voru: „Ég er ekki stríðsglæpamaður og andmæli þessum dómi.“
Að neðan má sjá þegar dómur er kveðinn yfir Praljak og hann drekkur eitrið.
Praljak var dæmdur fyrir þátttöku sína í þjóðernishreinsunum í Bosníustríðinu sem fram fór árin 1992 til 1995. Samtals létust um 100 þúsund manns og voru 2,2 milljónir flæmd í burtu. Í kjölfar stríðsins settu Sameinuðu þjóðirnar á laggirnar stríðsglæpadómstól sem ákært hefur 161 þátttakanda í stríðinu. Af þeim voru 90 dæmdir. Dómur var kveðinn yfir Praljak í dag en Vísir greindi einnig frá því á dögunum að einn af hershöfðingjum Bosníu-Serba, Ratko Mladic, hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Sjá einnig:Mladic dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð
Tilskipun stríðsglæpadómstólsins (International Criminal Tribunal for the former Yugoslavia) sem settur var í kjölfar Bosníustríðsins rennur út um áramótin og er hann því í óða önn að taka fyrir mál þeirra sem þátt áttu í þjóðarmorðunum.