Keyptu lóðir og vilja opna heilsulind á Kársnesi árið 2020 Haraldur Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2017 08:15 Eyþór Guðjónsson er framkvæmdastjóri Nature Resort sem hefur keypt lóðir á Kársnesi. „Ætlunin er að búa til heilsuparadís fyrir alla höfuðborgarbúa,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðsins í Grafarvogi, sem hefur ásamt Jakobi Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Promens og VÍS, áform um baðstað, veitingahús, líkamsræktarstöð og aðra útivistartengda afþreyingu á 34 þúsund fermetra lóð vestast á athafnasvæði Kársness í Kópavogi. „Til lengri tíma mun verkefnið velta milljörðum en hins vegar ætlum við að taka eitt skref í einu og byggja upp af skynsemi og byrja á heilsulindinni, veitingastað, kaffihúsi, líkamsrækt og jógaaðstöðu og aðstöðu fyrir hjóla-, göngu- og aðra útivist,“ segir Eyþór aðspurður um heildarkostnað og bætir við að stefnt sé að opnun 2020.Jakob Sigurðsson er nú forstjóri breska félagsins Victrex plc.Einkahlutafélag Eyþórs og Jakobs, Nature Resort, keypti í ársbyrjun lóðirnar Vesturvör 42-48 af Kópavogsbæ. Þá kemur Gestur Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Promens, einnig að verkefninu en hann og Jakob eru gamlir samstarfsmenn hjá plastframleiðslufyrirtækinu þar sem sá síðarnefndi var forstjóri á árunum 2011 til 2015. Í fundargerðum bæjarfélagsins hefur verið rætt um heilsulindarhótel en Eyþór segir ekki ákveðið hvort farið verði í slíka framkvæmd. „Við vorum að leita að lóð fyrir þetta og meðal annars í Gufunesi. Það gekk ekki eftir á þeim tíma en ætlunin er að búa til náttúruparadís fyrir alla höfuðborgarbúa og við höfum ekki ákveðið hvort við munum byggja hótel eða ekki. Við ætlum að byrja á heilsuparadís og sjá hvernig hún fer af stað áður en við tökum næstu skref. Hin eiginlega hönnun hefur ekki átt sér stað en hún byrjar eftir tvær vikur. Það er fyrst núna sem við getum ráðist í hana en það er bandarískt hönnunarfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í verkefnum sem þessum sem kemur að hönnuninni og við erum á leiðinni út í byrjun desember,“ segir Eyþór. Bæjarráð Kópavogs samþykkti síðastliðinn fimmtudag tillögu um breytingu á deiliskipulagi landfyllingarinnar á Kársnesi. Eyþór segir þá félaga hafa horft til svæðisins í um tvö og hálft ár en hugmyndin um heilsulindina sé tíu ára gömul. „Á svona svæðum er alltaf verið að setja niður íbúðir og atvinnuhúsnæði en loksins kemur eitthvað sem gerir hverfið betra til að búa í. Fyrst átti að vera þarna stórskipahöfn og síðan skipasmíðastöð og það datt upp fyrir, en nú á að búa til paradís útivistar og heilsu,“ segir Eyþór og svarar aðspurður að engir aðrir fjárfestar séu komnir að borðinu enn sem komið er. „Við munum fá fjárfesta inn í þetta þegar rétti tíminn kemur og það er mikil spenna fyrir þessu. Þegar svæðið verður tilbúið verður það jafn mikil bæjarprýði og endurgerð hafnarinnar á Siglufirði sem er glæsileg í dag,“ segir Eyþór og vísar til uppbyggingar Róberts Guðfinnssonar athafnamanns á Siglufirði. Eyþór segir engin tengsl á milli fyrirhugaðrar uppbyggingar Nature Resort og áætlana Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, um byggingu höfuðstöðva flugfélagsins og hótels á lóðinni við hliðina. Fréttablaðið fjallaði á mánudag um óánægju tveggja bæjarfulltrúa minnihlutans í Kópavogi varðandi áformin um deiliskipulagsbreytinguna. Gagnrýndu þeir að aðgengi almennings að strandlengju Kársness verði skert á 155 metra leið þar sem baðlaugarnar verða. „Þegar salan á lóðinni fór í gegnum bæjarstjórn greiddu allir flokkar atkvæði með henni. Við erum að fara að búa til baðstað og erum bundin af sundlaugareglugerð. Þannig að við verðum að gera þetta samkvæmt lögum en þarna verður allt opið og allir geta fengið þarna margs konar þjónustu,“ segir Eyþór. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Tengdar fréttir Vilja að íbúar geti gengið alla strandlengjuna Tveir bæjarfulltrúar minnihlutans í Kópavogi gagnrýndu á fundi bæjarráðs á fimmtudag áform um breytingu deiliskipulags landfyllingarinnar á Kársnesi þar sem byggja á heilsulindarhótel. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Sjá meira
„Ætlunin er að búa til heilsuparadís fyrir alla höfuðborgarbúa,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðsins í Grafarvogi, sem hefur ásamt Jakobi Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Promens og VÍS, áform um baðstað, veitingahús, líkamsræktarstöð og aðra útivistartengda afþreyingu á 34 þúsund fermetra lóð vestast á athafnasvæði Kársness í Kópavogi. „Til lengri tíma mun verkefnið velta milljörðum en hins vegar ætlum við að taka eitt skref í einu og byggja upp af skynsemi og byrja á heilsulindinni, veitingastað, kaffihúsi, líkamsrækt og jógaaðstöðu og aðstöðu fyrir hjóla-, göngu- og aðra útivist,“ segir Eyþór aðspurður um heildarkostnað og bætir við að stefnt sé að opnun 2020.Jakob Sigurðsson er nú forstjóri breska félagsins Victrex plc.Einkahlutafélag Eyþórs og Jakobs, Nature Resort, keypti í ársbyrjun lóðirnar Vesturvör 42-48 af Kópavogsbæ. Þá kemur Gestur Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Promens, einnig að verkefninu en hann og Jakob eru gamlir samstarfsmenn hjá plastframleiðslufyrirtækinu þar sem sá síðarnefndi var forstjóri á árunum 2011 til 2015. Í fundargerðum bæjarfélagsins hefur verið rætt um heilsulindarhótel en Eyþór segir ekki ákveðið hvort farið verði í slíka framkvæmd. „Við vorum að leita að lóð fyrir þetta og meðal annars í Gufunesi. Það gekk ekki eftir á þeim tíma en ætlunin er að búa til náttúruparadís fyrir alla höfuðborgarbúa og við höfum ekki ákveðið hvort við munum byggja hótel eða ekki. Við ætlum að byrja á heilsuparadís og sjá hvernig hún fer af stað áður en við tökum næstu skref. Hin eiginlega hönnun hefur ekki átt sér stað en hún byrjar eftir tvær vikur. Það er fyrst núna sem við getum ráðist í hana en það er bandarískt hönnunarfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í verkefnum sem þessum sem kemur að hönnuninni og við erum á leiðinni út í byrjun desember,“ segir Eyþór. Bæjarráð Kópavogs samþykkti síðastliðinn fimmtudag tillögu um breytingu á deiliskipulagi landfyllingarinnar á Kársnesi. Eyþór segir þá félaga hafa horft til svæðisins í um tvö og hálft ár en hugmyndin um heilsulindina sé tíu ára gömul. „Á svona svæðum er alltaf verið að setja niður íbúðir og atvinnuhúsnæði en loksins kemur eitthvað sem gerir hverfið betra til að búa í. Fyrst átti að vera þarna stórskipahöfn og síðan skipasmíðastöð og það datt upp fyrir, en nú á að búa til paradís útivistar og heilsu,“ segir Eyþór og svarar aðspurður að engir aðrir fjárfestar séu komnir að borðinu enn sem komið er. „Við munum fá fjárfesta inn í þetta þegar rétti tíminn kemur og það er mikil spenna fyrir þessu. Þegar svæðið verður tilbúið verður það jafn mikil bæjarprýði og endurgerð hafnarinnar á Siglufirði sem er glæsileg í dag,“ segir Eyþór og vísar til uppbyggingar Róberts Guðfinnssonar athafnamanns á Siglufirði. Eyþór segir engin tengsl á milli fyrirhugaðrar uppbyggingar Nature Resort og áætlana Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, um byggingu höfuðstöðva flugfélagsins og hótels á lóðinni við hliðina. Fréttablaðið fjallaði á mánudag um óánægju tveggja bæjarfulltrúa minnihlutans í Kópavogi varðandi áformin um deiliskipulagsbreytinguna. Gagnrýndu þeir að aðgengi almennings að strandlengju Kársness verði skert á 155 metra leið þar sem baðlaugarnar verða. „Þegar salan á lóðinni fór í gegnum bæjarstjórn greiddu allir flokkar atkvæði með henni. Við erum að fara að búa til baðstað og erum bundin af sundlaugareglugerð. Þannig að við verðum að gera þetta samkvæmt lögum en þarna verður allt opið og allir geta fengið þarna margs konar þjónustu,“ segir Eyþór. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Tengdar fréttir Vilja að íbúar geti gengið alla strandlengjuna Tveir bæjarfulltrúar minnihlutans í Kópavogi gagnrýndu á fundi bæjarráðs á fimmtudag áform um breytingu deiliskipulags landfyllingarinnar á Kársnesi þar sem byggja á heilsulindarhótel. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Sjá meira
Vilja að íbúar geti gengið alla strandlengjuna Tveir bæjarfulltrúar minnihlutans í Kópavogi gagnrýndu á fundi bæjarráðs á fimmtudag áform um breytingu deiliskipulags landfyllingarinnar á Kársnesi þar sem byggja á heilsulindarhótel. 27. nóvember 2017 06:00