Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2017 14:18 Jörðin Fell liggur að austanverðu Jökulsárlóni. Jökulsárlónið sjálft er hins vegar að langmestu leyti í ríkiseigu. Myndin er samsett. Vísir/Valli Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar.Héraðsdómur Suðurlands sýknaði íslenska ríkið á föstudaginn en Fögrusalir töldu, og telja enn, að brotið hafi verið á félaginu varðandi kaup þess á jörðinni Felli við Jökulsárlón. Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti.Aðsend Reikna með leiðréttingu Jón Þór Ólafsson, lögmaður og lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, flutti málið fyrir hönd Fögrusala í héraði. Hann segir að Fögrusalir hafi samdægurs, eftir að hafa lesið í gegnum dóminn, ákveðið að áfrýja málinu til Hæstaréttar.„Enda sé sú lögskýring sem fram kom í dómnum í andstöðu við þau lögskýringasjónarmið sem beitt hefur verið í túlkun forkaupsréttaráhrifa, bæði er varðar dómaframkvæmd Hæstaréttar sem og Mannréttindadómstólsins.“Jón Þór segir að forkaupsréttarákvæði megi aldrei túlka rýmkandi lögskýringu.„Við væntum þess að Hæstiréttur muni leiðrétta þennan dóm og kveða upp dóm sem er Fögrusölum í vil.“Gísli Hjálmtýsson fer fyrir hópi fjárfesta sem ætlar sér jörðina Fell við Jökulsárlón. Kaupverðið var 1,5 milljarður króna.Háskólinn í ReykjavíkTekið fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur þegar gefið út áfrýjunarstefnu í málinu og verður málið því tekið fyrir á nýju ári í Hæstarétti. Málum úr héraði sem er áfrýjað eftir 1. desember fara fyrir nýjan áfrýjunardómstól, Landsrétt.Fögrusalir keyptu jörðina Fell á uppboði í nóvember 2016 á rúman 1,5 milljarð íslenskra króna. Ríkið keypti svo jörðina með forkaupsrétti í janúar 2017. Fögrusalir telja forkaupsréttinn hafa verið runninn út og telja raunar að óeðlilega hafi verið staðið að málum á fleiri stigum málsins. Síðastliðið sumar friðlýsti umhverfisráðherra jörðina.Reikna má með því að Hæstiréttur kveði upp dóm í málinu á nýju ári. Tengdar fréttir Ríkið sýknað í Jökulsárlónsdeilu Umdeild eins og hálfs milljarðs króna kaup ríkisins á Felli í Suðursveit í lagi að mati héraðsdóms. 29. nóvember 2017 11:07 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar.Héraðsdómur Suðurlands sýknaði íslenska ríkið á föstudaginn en Fögrusalir töldu, og telja enn, að brotið hafi verið á félaginu varðandi kaup þess á jörðinni Felli við Jökulsárlón. Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti.Aðsend Reikna með leiðréttingu Jón Þór Ólafsson, lögmaður og lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, flutti málið fyrir hönd Fögrusala í héraði. Hann segir að Fögrusalir hafi samdægurs, eftir að hafa lesið í gegnum dóminn, ákveðið að áfrýja málinu til Hæstaréttar.„Enda sé sú lögskýring sem fram kom í dómnum í andstöðu við þau lögskýringasjónarmið sem beitt hefur verið í túlkun forkaupsréttaráhrifa, bæði er varðar dómaframkvæmd Hæstaréttar sem og Mannréttindadómstólsins.“Jón Þór segir að forkaupsréttarákvæði megi aldrei túlka rýmkandi lögskýringu.„Við væntum þess að Hæstiréttur muni leiðrétta þennan dóm og kveða upp dóm sem er Fögrusölum í vil.“Gísli Hjálmtýsson fer fyrir hópi fjárfesta sem ætlar sér jörðina Fell við Jökulsárlón. Kaupverðið var 1,5 milljarður króna.Háskólinn í ReykjavíkTekið fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur þegar gefið út áfrýjunarstefnu í málinu og verður málið því tekið fyrir á nýju ári í Hæstarétti. Málum úr héraði sem er áfrýjað eftir 1. desember fara fyrir nýjan áfrýjunardómstól, Landsrétt.Fögrusalir keyptu jörðina Fell á uppboði í nóvember 2016 á rúman 1,5 milljarð íslenskra króna. Ríkið keypti svo jörðina með forkaupsrétti í janúar 2017. Fögrusalir telja forkaupsréttinn hafa verið runninn út og telja raunar að óeðlilega hafi verið staðið að málum á fleiri stigum málsins. Síðastliðið sumar friðlýsti umhverfisráðherra jörðina.Reikna má með því að Hæstiréttur kveði upp dóm í málinu á nýju ári.
Tengdar fréttir Ríkið sýknað í Jökulsárlónsdeilu Umdeild eins og hálfs milljarðs króna kaup ríkisins á Felli í Suðursveit í lagi að mati héraðsdóms. 29. nóvember 2017 11:07 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ríkið sýknað í Jökulsárlónsdeilu Umdeild eins og hálfs milljarðs króna kaup ríkisins á Felli í Suðursveit í lagi að mati héraðsdóms. 29. nóvember 2017 11:07