Fákasel tapaði 199 milljónum rétt fyrir lokun Haraldur Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2017 09:30 Fákasel stóð fyrir daglegum hestasýningum í tæp þrjú ár. Fákasel Hestagarðurinn Fákasel í Ölfusi tapaði 199 milljónum króna í fyrra en honum var lokað í febrúar síðastliðnum. Tapreksturinn frá opnun í janúar 2014 nam þá mörg hundruð milljónum króna og félagið fékk heimild til nauðasamninga. Samkvæmt nýjum ársreikningi Fákasels var frumvarp að nauðasamningi samþykkt 3. maí. Félagið greiddi 30 prósent af höfuðstól og gerði upp við alla sem höfðu lagt fram kröfu fyrir 23. júní. „Nokkuð hefur komið fram af kröfum frá aðilum sem ekki gerður kröfur við nauðasamninga. Þær kröfur hafa verið mótteknar og greiddar, hafi þær reynst réttmætar. Þá var talsvert af launakröfum útistandandi, sem nauðsynlegt var að fara yfir og gera upp,“ segir í ársreikningnum. Jörðin Ingólfshvoll var í kjölfarið sett í sölumeðferð og samkvæmt ársreikningnum hafa viðræður átt sér stað við áhugasama kaupendur, án þess að þær hafi enn leitt til niðurstöðu. Jörðin er því enn til sölu. Tekjur Fákasels í fyrra námu 144 milljónum samanborið við 97 milljónir árið á undan. Heildarskuldir námu 449 milljónum króna. Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða. Snæból, fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, var næststærsti eigandinn í árslok 2016 með 5,7 prósent. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Tengdar fréttir Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Hestasýningum Fákasels Í Ölfusi var hætt í síðustu viku. Icelandair Group, Landsbankinn og sjö lífeyrissjóðir áttu um 90 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu. 22. febrúar 2017 07:30 Fákasel fær að leita nauðasamninga við kröfuhafa Héraðsdómur Suðurlands hefur veitt einkahlutafélaginu Fákaseli, sem rak samnefndan hestagarð í Ölfusi sem var lokað um miðjan febrúar vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna, heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa. 16. mars 2017 10:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hestagarðurinn Fákasel í Ölfusi tapaði 199 milljónum króna í fyrra en honum var lokað í febrúar síðastliðnum. Tapreksturinn frá opnun í janúar 2014 nam þá mörg hundruð milljónum króna og félagið fékk heimild til nauðasamninga. Samkvæmt nýjum ársreikningi Fákasels var frumvarp að nauðasamningi samþykkt 3. maí. Félagið greiddi 30 prósent af höfuðstól og gerði upp við alla sem höfðu lagt fram kröfu fyrir 23. júní. „Nokkuð hefur komið fram af kröfum frá aðilum sem ekki gerður kröfur við nauðasamninga. Þær kröfur hafa verið mótteknar og greiddar, hafi þær reynst réttmætar. Þá var talsvert af launakröfum útistandandi, sem nauðsynlegt var að fara yfir og gera upp,“ segir í ársreikningnum. Jörðin Ingólfshvoll var í kjölfarið sett í sölumeðferð og samkvæmt ársreikningnum hafa viðræður átt sér stað við áhugasama kaupendur, án þess að þær hafi enn leitt til niðurstöðu. Jörðin er því enn til sölu. Tekjur Fákasels í fyrra námu 144 milljónum samanborið við 97 milljónir árið á undan. Heildarskuldir námu 449 milljónum króna. Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða. Snæból, fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, var næststærsti eigandinn í árslok 2016 með 5,7 prósent. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Tengdar fréttir Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Hestasýningum Fákasels Í Ölfusi var hætt í síðustu viku. Icelandair Group, Landsbankinn og sjö lífeyrissjóðir áttu um 90 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu. 22. febrúar 2017 07:30 Fákasel fær að leita nauðasamninga við kröfuhafa Héraðsdómur Suðurlands hefur veitt einkahlutafélaginu Fákaseli, sem rak samnefndan hestagarð í Ölfusi sem var lokað um miðjan febrúar vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna, heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa. 16. mars 2017 10:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Hestasýningum Fákasels Í Ölfusi var hætt í síðustu viku. Icelandair Group, Landsbankinn og sjö lífeyrissjóðir áttu um 90 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu. 22. febrúar 2017 07:30
Fákasel fær að leita nauðasamninga við kröfuhafa Héraðsdómur Suðurlands hefur veitt einkahlutafélaginu Fákaseli, sem rak samnefndan hestagarð í Ölfusi sem var lokað um miðjan febrúar vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna, heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa. 16. mars 2017 10:45