Shkreli í steininn fyrir tíst um Hillary Clinton Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2017 10:32 Verjendur Shkreli segja að hann segi heimskulega hluti á netinu. Það þýði þó ekki að hann sé ofbeldishneigður. Vísir/AFP Dómari í New York sendi Martin Shkreli, sem nefndur hefur verið hataðasti maður internetsins, í fangelsi. Shkreli hafði verið lausn gegn tryggingu en áreiti hans í garð kvenna á netinu og furðulegt tilboð sem varðaði Hillary Clinton varð til þess að tryggingin var afturkölluð. Shkreli var sakfelldur fyrir fjársvik í síðasta mánuði. Hann varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðslurétt á alnæmislyfi og hækkaði verðið umsvifalaust um rúm 5.000% árið 2015. Hann bíður nú ákvörðun refsingar vegna fjársvikamálsins en hefur gengið laus þar sem hann greidd fimm milljón dollara tryggingu. Saksóknarar í málinu kröfðust þess hins vegar að tryggingin yrði afturkölluð vegna þess að framferði Shkreli ógnaði samfélaginu, að sögn Washington Post. Shkreli hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eftir að hann var sakfelldur. Lofaði hann meðal annars hverjum þeim sem færði honum lokk úr hári Hillary Clinton með hársekk 5.000 dollara verðlaunum á Twitter. Sagðist hann vilja gera DNA-samanburð á því og lífsýni sem hann sagðist hafa úr henni.Dómarinn sá ekki húmorinn í tístinuÍ skriflegri afsökunarbeiðni sagði Shkreli ekki hafa gert ráð fyrir að nokkur tæki ummæli hans á netinu alvarlega. Dómaranum var hins vegar ekki skemmt. „Hvað er fyndið við þetta? Hann veit ekki hverjir fylgjendur hans eru. Hann veit ekki hvort að einhver muni taka tilboðinu alvarlega. Hann er að fara fram á árás á aðra manneskju fyrir 5.000 dollara,“ sagði dómarinn. Leyniþjónusta Bandaríkjanna jók öryggisgæslu sína í kringum Clinton sem er nú að kynna nýútkomna bók sína. Leitaði hún einnig eftir viðtali við Shkreli vegna tístsins. Vegna uppátækja sinna þarf Shkreli nú að dúsa í hámarksöryggisfangelsi þar sem refsing hans verður ákveðin í janúar. Hann á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. Tengdar fréttir Martin Shkreli fundinn sekur um fjársvik Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, hefur verið dæmdur fyrir fjársvik. 4. ágúst 2017 20:15 Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay. 9. september 2017 10:57 Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Hataðasti maður internetsins, Martin Shkreli, bíður nú dóms í fjársvikamáli. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 31. júlí 2017 17:36 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Dómari í New York sendi Martin Shkreli, sem nefndur hefur verið hataðasti maður internetsins, í fangelsi. Shkreli hafði verið lausn gegn tryggingu en áreiti hans í garð kvenna á netinu og furðulegt tilboð sem varðaði Hillary Clinton varð til þess að tryggingin var afturkölluð. Shkreli var sakfelldur fyrir fjársvik í síðasta mánuði. Hann varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðslurétt á alnæmislyfi og hækkaði verðið umsvifalaust um rúm 5.000% árið 2015. Hann bíður nú ákvörðun refsingar vegna fjársvikamálsins en hefur gengið laus þar sem hann greidd fimm milljón dollara tryggingu. Saksóknarar í málinu kröfðust þess hins vegar að tryggingin yrði afturkölluð vegna þess að framferði Shkreli ógnaði samfélaginu, að sögn Washington Post. Shkreli hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eftir að hann var sakfelldur. Lofaði hann meðal annars hverjum þeim sem færði honum lokk úr hári Hillary Clinton með hársekk 5.000 dollara verðlaunum á Twitter. Sagðist hann vilja gera DNA-samanburð á því og lífsýni sem hann sagðist hafa úr henni.Dómarinn sá ekki húmorinn í tístinuÍ skriflegri afsökunarbeiðni sagði Shkreli ekki hafa gert ráð fyrir að nokkur tæki ummæli hans á netinu alvarlega. Dómaranum var hins vegar ekki skemmt. „Hvað er fyndið við þetta? Hann veit ekki hverjir fylgjendur hans eru. Hann veit ekki hvort að einhver muni taka tilboðinu alvarlega. Hann er að fara fram á árás á aðra manneskju fyrir 5.000 dollara,“ sagði dómarinn. Leyniþjónusta Bandaríkjanna jók öryggisgæslu sína í kringum Clinton sem er nú að kynna nýútkomna bók sína. Leitaði hún einnig eftir viðtali við Shkreli vegna tístsins. Vegna uppátækja sinna þarf Shkreli nú að dúsa í hámarksöryggisfangelsi þar sem refsing hans verður ákveðin í janúar. Hann á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi.
Tengdar fréttir Martin Shkreli fundinn sekur um fjársvik Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, hefur verið dæmdur fyrir fjársvik. 4. ágúst 2017 20:15 Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay. 9. september 2017 10:57 Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Hataðasti maður internetsins, Martin Shkreli, bíður nú dóms í fjársvikamáli. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 31. júlí 2017 17:36 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Martin Shkreli fundinn sekur um fjársvik Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, hefur verið dæmdur fyrir fjársvik. 4. ágúst 2017 20:15
Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay. 9. september 2017 10:57
Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Hataðasti maður internetsins, Martin Shkreli, bíður nú dóms í fjársvikamáli. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 31. júlí 2017 17:36