Gangandi gjaldmiðill í flíspeysu Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2017 07:00 Ég elska túrista. Svo framarlega sem ég lendi ekki fyrir aftan þá í bíl úti á landi þar sem þeir nauðhemla við hvert einasta ský sem lítur út eins og fugl eða öfugt þá elska ég þá. Ég elska að rölta niður Laugaveginn og sjá þessar gangandi evrur og dollara í flíspeysunum sínum og gönguúlpunum í 18 gráða hita njóta lífsins lystisemda á Íslandi og auðga mannlífið okkar. Það er líka ekkert lítið gaman að fylgjast með þeim heillast af hlutum sem maður er sjálfur orðinn svo algjörlega samdauna. Að rölta fyrir aftan hóp af jákvæðum Bandaríkjamönnum (er til önnur týpa?) í Reykjavíkurborg fær mann til að stökkva aðeins út fyrir gluggann og horfa inn á fallegu borgina okkar. Þeir geta staðið svo klukkutímunum skiptir og myndað hvern einasta fermetra á Ingólfstorgi á meðan ég geng þar vanalega rösklega yfir, bölvandi yfir látunum í hjólabrettunum. Ferðamenn gera líka svo ferðamannalega hluti sem maður gerir sjálfur erlendis en þeir geta bara verið svo miklu fyndnari hér á landi. Hversu oft hefur maður ekki farið glorsoltinn inn í einhverja vegasjoppu og setið þar og kjamsað á dýrindis samlokum eða öðru góðmeti og borgað fyrir það sama og ekkert. Hér heima röltir maður reglulega framhjá 10-11 í Austurstræti þar sem ferðamenn sitja út við glugga og borða samlokur sem kosta álíka mikið og flugmiðinn þeirra. Það er alveg merkilegt hvað okrið hér heima gerir lítið til að fæla ferðamenn frá, því verðlagið er að flestu leyti komið út í algjört rugl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ég elska túrista. Svo framarlega sem ég lendi ekki fyrir aftan þá í bíl úti á landi þar sem þeir nauðhemla við hvert einasta ský sem lítur út eins og fugl eða öfugt þá elska ég þá. Ég elska að rölta niður Laugaveginn og sjá þessar gangandi evrur og dollara í flíspeysunum sínum og gönguúlpunum í 18 gráða hita njóta lífsins lystisemda á Íslandi og auðga mannlífið okkar. Það er líka ekkert lítið gaman að fylgjast með þeim heillast af hlutum sem maður er sjálfur orðinn svo algjörlega samdauna. Að rölta fyrir aftan hóp af jákvæðum Bandaríkjamönnum (er til önnur týpa?) í Reykjavíkurborg fær mann til að stökkva aðeins út fyrir gluggann og horfa inn á fallegu borgina okkar. Þeir geta staðið svo klukkutímunum skiptir og myndað hvern einasta fermetra á Ingólfstorgi á meðan ég geng þar vanalega rösklega yfir, bölvandi yfir látunum í hjólabrettunum. Ferðamenn gera líka svo ferðamannalega hluti sem maður gerir sjálfur erlendis en þeir geta bara verið svo miklu fyndnari hér á landi. Hversu oft hefur maður ekki farið glorsoltinn inn í einhverja vegasjoppu og setið þar og kjamsað á dýrindis samlokum eða öðru góðmeti og borgað fyrir það sama og ekkert. Hér heima röltir maður reglulega framhjá 10-11 í Austurstræti þar sem ferðamenn sitja út við glugga og borða samlokur sem kosta álíka mikið og flugmiðinn þeirra. Það er alveg merkilegt hvað okrið hér heima gerir lítið til að fæla ferðamenn frá, því verðlagið er að flestu leyti komið út í algjört rugl.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun