Kvika kaupir fyrirtækjaráðgjöf Beringer Finance á Íslandi Hörður Ægisson skrifar 14. september 2017 07:00 Samtals munu fjórir nýir stjórnendur taka sæti í framkvæmdastjórn fjárfestingabankans Kviku á þessu ári. Fréttablaðið/GVA Kvika banki hefur keypt fyrirtækjaráðgjöf norræna fjárfestingabankans Beringer Finance á Íslandi. Gengið var endanlega frá samkomulagi vegna kaupanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Baldur Stefánsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Beringer ásamt því að veita starfsemi bankans forstöðu á Íslandi frá því í ársbyrjun, mun í kjölfarið verða nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku. Tekur hann við starfinu af Magnúsi Bjarnasyni sem var á meðal þeirra átta starfsmanna sem var sagt upp störfum hjá Kviku banka í ágúst síðastliðnum. Samhliða kaupunum munu Kvika og Beringer Finance einnig hefja samstarf á sviði fyrirtækjaráðgjafar á Íslandi, í Svíþjóð og í Noregi. Þannig mun Kvika taka yfir velflest verkefni fyrirtækjaráðgjafar Beringer og eins ráða til sín hluta af íslenskum starfsmönnum bankans. Á meðal verkefna sem fyrirtækjaráðgjöf Beringer hefur verið að vinna að síðustu mánuði er undirbúningur að söluferli eignaleigufyrirtækisins Lýsingar og íslenska fataframleiðandans Cintamani. Ekki stendur hins vegar til að umsjón og ráðgjöf með væntanlegu söluferli Lýsingar færist yfir til fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það stafar meðal annars af því að mögulegt er að Kvika verði á meðal væntanlegra bjóðenda í fyrirtækið og þá voru fulltrúar bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, langsamlega stærsta hluthafa Klakka, móðurfélags Lýsingar, jafnframt mótfallnir því að Kvika banki tæki yfir verkefnið. Á fundi sem yfirmenn Beringer Finance áttu með Jeremy Lowe, sem hefur stýrt umfangsmikilli starfsemi sjóðsins á Íslandi síðustu ár, í London í gær náðist samkomulag um að söluferli Lýsingar myndi ekki fylgja með í kaupum Kviku heldur yrði það eftir sem áður í höndum Beringer Finance.Auk Baldurs mun meðal annars Sveinn Guðjónsson, sem hefur verið forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Beringer frá því í mars á þessu ári, flytja sig um set yfir í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka. Áður en Baldur og Sveinn réðu sig til Beringer Finance höfðu þeir báðir starfað um árabil í fyrirtækjaráðgjöf hjá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance þar sem Baldur hafði verið á meðal meðeigenda frá 2008 og Sveinn starfað sem verkefnisstjóri. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að með sameiningunni verði ráðgjöf Kviku í kjörstöðu til að veita viðskiptavinum bankans framúrskarandi þjónustu. „Þá býður samstarfið við Beringer Finance í Skandinavíu upp á áhugaverð tækifæri fyrir bankann,“ að sögn Ármanns. Beringer var stofnað 2014 af Aðalsteini Jóhannssyni, sem er jafnframt forstjóri bankans, en í fyrra var tilkynnt að fyrirtækið hefði sameinast Fondsfinans, elsta fjárfestingabanka Noregs. Í dag starfa samtals um 80 manns hjá Beringer. Aðalsteinn segir í tilefni samkomulagsins við Kviku að kjarnastarfsemi Beringer Finance á helstu mörkuðum hafi færst yfir á verkefni tengd tækni og hugviti og muni bankinn áfram sinna verkefnum á þeim sviðum á Íslandi sem og alþjóðlega. „Við teljum að samstarf okkar við Kviku bjóði upp á möguleika fyrir báða aðila til að einbeita sér enn frekar að styrkleikum hvors um sig auk þess sem Beringer Finance mun opna nýja markaði í Skandinavíu fyrir viðskiptavini Kviku,“ segir Aðalsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Kvika banki hefur keypt fyrirtækjaráðgjöf norræna fjárfestingabankans Beringer Finance á Íslandi. Gengið var endanlega frá samkomulagi vegna kaupanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Baldur Stefánsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Beringer ásamt því að veita starfsemi bankans forstöðu á Íslandi frá því í ársbyrjun, mun í kjölfarið verða nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku. Tekur hann við starfinu af Magnúsi Bjarnasyni sem var á meðal þeirra átta starfsmanna sem var sagt upp störfum hjá Kviku banka í ágúst síðastliðnum. Samhliða kaupunum munu Kvika og Beringer Finance einnig hefja samstarf á sviði fyrirtækjaráðgjafar á Íslandi, í Svíþjóð og í Noregi. Þannig mun Kvika taka yfir velflest verkefni fyrirtækjaráðgjafar Beringer og eins ráða til sín hluta af íslenskum starfsmönnum bankans. Á meðal verkefna sem fyrirtækjaráðgjöf Beringer hefur verið að vinna að síðustu mánuði er undirbúningur að söluferli eignaleigufyrirtækisins Lýsingar og íslenska fataframleiðandans Cintamani. Ekki stendur hins vegar til að umsjón og ráðgjöf með væntanlegu söluferli Lýsingar færist yfir til fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það stafar meðal annars af því að mögulegt er að Kvika verði á meðal væntanlegra bjóðenda í fyrirtækið og þá voru fulltrúar bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, langsamlega stærsta hluthafa Klakka, móðurfélags Lýsingar, jafnframt mótfallnir því að Kvika banki tæki yfir verkefnið. Á fundi sem yfirmenn Beringer Finance áttu með Jeremy Lowe, sem hefur stýrt umfangsmikilli starfsemi sjóðsins á Íslandi síðustu ár, í London í gær náðist samkomulag um að söluferli Lýsingar myndi ekki fylgja með í kaupum Kviku heldur yrði það eftir sem áður í höndum Beringer Finance.Auk Baldurs mun meðal annars Sveinn Guðjónsson, sem hefur verið forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Beringer frá því í mars á þessu ári, flytja sig um set yfir í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka. Áður en Baldur og Sveinn réðu sig til Beringer Finance höfðu þeir báðir starfað um árabil í fyrirtækjaráðgjöf hjá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance þar sem Baldur hafði verið á meðal meðeigenda frá 2008 og Sveinn starfað sem verkefnisstjóri. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að með sameiningunni verði ráðgjöf Kviku í kjörstöðu til að veita viðskiptavinum bankans framúrskarandi þjónustu. „Þá býður samstarfið við Beringer Finance í Skandinavíu upp á áhugaverð tækifæri fyrir bankann,“ að sögn Ármanns. Beringer var stofnað 2014 af Aðalsteini Jóhannssyni, sem er jafnframt forstjóri bankans, en í fyrra var tilkynnt að fyrirtækið hefði sameinast Fondsfinans, elsta fjárfestingabanka Noregs. Í dag starfa samtals um 80 manns hjá Beringer. Aðalsteinn segir í tilefni samkomulagsins við Kviku að kjarnastarfsemi Beringer Finance á helstu mörkuðum hafi færst yfir á verkefni tengd tækni og hugviti og muni bankinn áfram sinna verkefnum á þeim sviðum á Íslandi sem og alþjóðlega. „Við teljum að samstarf okkar við Kviku bjóði upp á möguleika fyrir báða aðila til að einbeita sér enn frekar að styrkleikum hvors um sig auk þess sem Beringer Finance mun opna nýja markaði í Skandinavíu fyrir viðskiptavini Kviku,“ segir Aðalsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira