Nítján ára bjargaði sjö úr eldsvoða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. júlí 2017 19:54 Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. vísir/Heiða Halldórsdóttir Nítján ára stúlka bjargaði sjö starfsmönnum Hótels Reynihlíðar eftir að eldur kom upp í starfsmannabústöðum þeirra við Mývatn í nótt. Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. Tilkynning um brunann barst á fjórða tímanum í nótt og reyndist eldurinn vera það mikill að kalla varð eftir aðstoð frá nágrannaslökkviliðum.Olivía sagði alla vera í áfalli þó að þeir hafi ekki verið inni í húsinu.Vegna vinds var útbreiðsla eldsins hröð og logaði út um glugga og hurðir á húsinu þegar að var komið. Vatnslaust var á svæðinu vegna viðgerðar í nótt og þurfti slökkvilið að sækja vatn beint í Mývatn. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tjónið væri mikið en til allrar lukku hafi allir bjargast út. Hann segir starfsfólkið í áfalli og fékk það aðstoð frá áfallateymi Rauða krossins í dag sem opnaði fjöldahjálparstöð og útvegaði fatnað. Starfsfólkið missti allt sitt í brunanum en húsið er talið ónýtt. Olivía Ragnheiður Rakelardóttir starfar einnig á hótelinu og býr í starfsmannahúsi við hlið þess sem brann. „Þannig er mál með vexti að ég reyki og var ekkert farin að sofa klukkan hálf fjögur í nótt. Þannig að ég fer út að reykja og þetta blasir bara við mér, sagði Olivia Ragnheiður Rakelardóttir, starfsmaður á Hótel Reynihlíð Olivía segir að mikill eldur hafi þegar logað þegar hún kom út.Tjónið er mikið, líkt og sjá má.vísir/Heiða Halldórsdóttir„Ég sá að það var enginn kominn út þannig að ég hringi strax í Neyðarlínuna og svo vek ég fólkið sem er inni þannig að það nær að koma sér út í tæka tíð,“ segir Olivia. Olivía segir hlutina hafa gerst hratt eftir að starfsfólkið vaknaði, en það dreif sig í föt og beint út og engu hafi verið hægt að bjarga. „Það eru allir í áfalli, þó það hafi ekki verið inni. Það eru allir svo nánir hérna. Þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Ég var bara á réttum tíma á réttum stað,“ segir Olivia. Hvernig líður þér í dag? „Ég er enn þá mjög dauf. Veit ekki alveg hvað er að gerast. Þetta er mjög súrealískt að þetta hafi gerst,“ segir Olivia. Lögreglan á Norðurlandi eystra lauk vettvangsrannsókn í dag og í bráðabirgðaniðurstöðum kemur fram að eldsupptök hafi verið á palli sem er reykingaaðstaða starfsfólks. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36 Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Nítján ára stúlka bjargaði sjö starfsmönnum Hótels Reynihlíðar eftir að eldur kom upp í starfsmannabústöðum þeirra við Mývatn í nótt. Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. Tilkynning um brunann barst á fjórða tímanum í nótt og reyndist eldurinn vera það mikill að kalla varð eftir aðstoð frá nágrannaslökkviliðum.Olivía sagði alla vera í áfalli þó að þeir hafi ekki verið inni í húsinu.Vegna vinds var útbreiðsla eldsins hröð og logaði út um glugga og hurðir á húsinu þegar að var komið. Vatnslaust var á svæðinu vegna viðgerðar í nótt og þurfti slökkvilið að sækja vatn beint í Mývatn. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tjónið væri mikið en til allrar lukku hafi allir bjargast út. Hann segir starfsfólkið í áfalli og fékk það aðstoð frá áfallateymi Rauða krossins í dag sem opnaði fjöldahjálparstöð og útvegaði fatnað. Starfsfólkið missti allt sitt í brunanum en húsið er talið ónýtt. Olivía Ragnheiður Rakelardóttir starfar einnig á hótelinu og býr í starfsmannahúsi við hlið þess sem brann. „Þannig er mál með vexti að ég reyki og var ekkert farin að sofa klukkan hálf fjögur í nótt. Þannig að ég fer út að reykja og þetta blasir bara við mér, sagði Olivia Ragnheiður Rakelardóttir, starfsmaður á Hótel Reynihlíð Olivía segir að mikill eldur hafi þegar logað þegar hún kom út.Tjónið er mikið, líkt og sjá má.vísir/Heiða Halldórsdóttir„Ég sá að það var enginn kominn út þannig að ég hringi strax í Neyðarlínuna og svo vek ég fólkið sem er inni þannig að það nær að koma sér út í tæka tíð,“ segir Olivia. Olivía segir hlutina hafa gerst hratt eftir að starfsfólkið vaknaði, en það dreif sig í föt og beint út og engu hafi verið hægt að bjarga. „Það eru allir í áfalli, þó það hafi ekki verið inni. Það eru allir svo nánir hérna. Þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Ég var bara á réttum tíma á réttum stað,“ segir Olivia. Hvernig líður þér í dag? „Ég er enn þá mjög dauf. Veit ekki alveg hvað er að gerast. Þetta er mjög súrealískt að þetta hafi gerst,“ segir Olivia. Lögreglan á Norðurlandi eystra lauk vettvangsrannsókn í dag og í bráðabirgðaniðurstöðum kemur fram að eldsupptök hafi verið á palli sem er reykingaaðstaða starfsfólks.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36 Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12
Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36
Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20