Stytta ferðatímann milli London og Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2017 20:30 Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum, sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. Um þetta var fjallað í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það telst vart til tíðinda lengur að erlend flugfélög tilkynni um fleiri flugferðir og brottfararstaði til Íslands. Tilkynning British Airways í gær vekur þó sérstaka athygli vegna flugvallarins, sem bætist nú við flóru áfangastaða, en það er London City-flugvöllurinn í fjármálahverfi Lundúna. Flugbrautin er aðeins 1.500 metra löng. Fjær sést í ána Thames og O2-tónleikahöllina.Mynd/London City Airport.Flugvöllurinn er ekki nema þrjátíu ára gamall og sá lang minnsti á Lundúnasvæðinu, með aðeins einni 1500 metra langri flugbraut, en þess má geta að brautin á Ísafjarðarflugvelli er litlu styttri, eða 1400 metrar. Aðflugið að London City-vellinum er rétt yfir háhýsum fjármálahverfisins en vegna þeirra og til að draga úr hávaðamengun yfir miðborg Lundúna er gerð krafa um óvenju bratt aðflug. Þannig er gert að skilyrði að aðflugshalli sé 5,5 gráður, sem er tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast, sem þýðir að ónæði fyrir borgarbúa verður minna.Gerð er krafa um tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast til að draga úr ónæði yfir miðborg Lundúna.Mynd/British Airways.Stærstu kostir vallarins eru tímasparnaður farþega, ekki aðeins vegna staðsetningar hans inni í borginni heldur einnig vegna þess að innritunartími farþega er styttri en á Heathrow og Gatwick. British Airways ætlar að nota litlar farþegaþotur af gerðinni Embraer til Íslandsflugsins en þær eru með fjögur sæti í röð og taka tæplega 100 farþega. Flugið hefst í október og verður flogið tvisvar í viku til Keflavíkur, á fimmtudögum og sunnudögum. Einungis verður flogið yfir vetrartímann enda ætlar breska flugfélagið sérstaklega að höfða til þeirra sem ætla í stutta borgarferð yfir helgi.Þotur af gerðinni Embraer verða notaðar í fluginu milli London City-vallarins og Keflavíkur. Styttri gerðin, Embraer 170, tekur 76 farþega, en sú lengri, Embraer 190, tekur 98 farþega.Mynd/British Airways. Tengdar fréttir Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum, sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. Um þetta var fjallað í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það telst vart til tíðinda lengur að erlend flugfélög tilkynni um fleiri flugferðir og brottfararstaði til Íslands. Tilkynning British Airways í gær vekur þó sérstaka athygli vegna flugvallarins, sem bætist nú við flóru áfangastaða, en það er London City-flugvöllurinn í fjármálahverfi Lundúna. Flugbrautin er aðeins 1.500 metra löng. Fjær sést í ána Thames og O2-tónleikahöllina.Mynd/London City Airport.Flugvöllurinn er ekki nema þrjátíu ára gamall og sá lang minnsti á Lundúnasvæðinu, með aðeins einni 1500 metra langri flugbraut, en þess má geta að brautin á Ísafjarðarflugvelli er litlu styttri, eða 1400 metrar. Aðflugið að London City-vellinum er rétt yfir háhýsum fjármálahverfisins en vegna þeirra og til að draga úr hávaðamengun yfir miðborg Lundúna er gerð krafa um óvenju bratt aðflug. Þannig er gert að skilyrði að aðflugshalli sé 5,5 gráður, sem er tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast, sem þýðir að ónæði fyrir borgarbúa verður minna.Gerð er krafa um tvöfalt brattara aðflug en almennt tíðkast til að draga úr ónæði yfir miðborg Lundúna.Mynd/British Airways.Stærstu kostir vallarins eru tímasparnaður farþega, ekki aðeins vegna staðsetningar hans inni í borginni heldur einnig vegna þess að innritunartími farþega er styttri en á Heathrow og Gatwick. British Airways ætlar að nota litlar farþegaþotur af gerðinni Embraer til Íslandsflugsins en þær eru með fjögur sæti í röð og taka tæplega 100 farþega. Flugið hefst í október og verður flogið tvisvar í viku til Keflavíkur, á fimmtudögum og sunnudögum. Einungis verður flogið yfir vetrartímann enda ætlar breska flugfélagið sérstaklega að höfða til þeirra sem ætla í stutta borgarferð yfir helgi.Þotur af gerðinni Embraer verða notaðar í fluginu milli London City-vallarins og Keflavíkur. Styttri gerðin, Embraer 170, tekur 76 farþega, en sú lengri, Embraer 190, tekur 98 farþega.Mynd/British Airways.
Tengdar fréttir Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. 28. júní 2017 12:48