Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2017 10:36 Hótelstjórinn telur að um altjón sé að ræða en lögreglan rannsakar enn vettvang og eru eldsupptök óljós. pétur snæbjörnsson Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. Sjö starfsmenn hótelsins sem búa í húsinu voru í fastasvefni þegar eldurinn kom en konan, sem er einnig starfmaður hótelsins og býr í næsta húsi, náði að vekja þá sem voru inni í brennandi húsinu og komust þeir út af sjálfsdáðum. Enginn slasaðist eða fékk reykeitrun en Pétur segir að fólkið sé í áfalli eftir eldsvoðann. „Menn eru bara í áfalli. Það var náttúrulega ekki svefnsöm nóttin og þetta tekur allavega daginn, vonandi ekki lengri tíma. Menn fóru bara beint upp úr rúminu og út og hann Kristján sem var þarna húsráðandi stóð sig mjög vel í því að koma mönnum út úr húsi,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu.Sjö starfsmenn hótelsins bjuggu í húsinu en annar samstarfsmaður og nágranni varð eldsins var og bjargaði mannslífum að því er hótelstjórinn telur.pétur snæbjörnssonHúsið byggt árið 1963 Hann segir að konan sem lét vita af eldsvoðanum hafi komið til ómetanlegrar hjálpar. „Maður hefur nú oft fjargviðrast við ungdómnum í sumarnóttinni að vilja ekki sofa og bara vaka en þarna kom það sér vel,“ segir Pétur. Eldsupptök eru óljós en lögreglan er enn að rannsaka vettvang. Pétur segist telja líklegt að um altjón sé að ræða en þegar lögreglan muni afhenda vettvanginn muni hann fá tryggingafélagið til að koma og meta tjónið. „Í dag erum við bara að hugsa um þessa mannlegu þætti, að koma fólkinu fyrir sem dvaldi í húsinu og finna þeim nýtt húsnæði.“ Húsið var byggt árið 1963, er steinsteypt og með stení-klæðningu að utan. Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. Sjö starfsmenn hótelsins sem búa í húsinu voru í fastasvefni þegar eldurinn kom en konan, sem er einnig starfmaður hótelsins og býr í næsta húsi, náði að vekja þá sem voru inni í brennandi húsinu og komust þeir út af sjálfsdáðum. Enginn slasaðist eða fékk reykeitrun en Pétur segir að fólkið sé í áfalli eftir eldsvoðann. „Menn eru bara í áfalli. Það var náttúrulega ekki svefnsöm nóttin og þetta tekur allavega daginn, vonandi ekki lengri tíma. Menn fóru bara beint upp úr rúminu og út og hann Kristján sem var þarna húsráðandi stóð sig mjög vel í því að koma mönnum út úr húsi,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu.Sjö starfsmenn hótelsins bjuggu í húsinu en annar samstarfsmaður og nágranni varð eldsins var og bjargaði mannslífum að því er hótelstjórinn telur.pétur snæbjörnssonHúsið byggt árið 1963 Hann segir að konan sem lét vita af eldsvoðanum hafi komið til ómetanlegrar hjálpar. „Maður hefur nú oft fjargviðrast við ungdómnum í sumarnóttinni að vilja ekki sofa og bara vaka en þarna kom það sér vel,“ segir Pétur. Eldsupptök eru óljós en lögreglan er enn að rannsaka vettvang. Pétur segist telja líklegt að um altjón sé að ræða en þegar lögreglan muni afhenda vettvanginn muni hann fá tryggingafélagið til að koma og meta tjónið. „Í dag erum við bara að hugsa um þessa mannlegu þætti, að koma fólkinu fyrir sem dvaldi í húsinu og finna þeim nýtt húsnæði.“ Húsið var byggt árið 1963, er steinsteypt og með stení-klæðningu að utan.
Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12