Borgarstjóri um framtíð Reykjavíkurflugvallar: „Miðað við stjórnarsáttmálann erum við býsna samstíga“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. janúar 2017 16:35 Borgarstjóri segist telja að málið sé á borði innanríkisráðuneytisins. Vísir/Ernir Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur þann 10. janúar síðastliðinn samþykkti borgarstjórn að beina því til innanríkisráðuneytisins að kanna hvort tilefni sé til að opna flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli. Sú braut gæti tekið við sjúkraflugvélum í neyðartilfellum í stað NA/SV flugbrautar Reykjavíkurflugvallar, sem oft er kölluð neyðarbrautin. Borgarstjóri segist telja að málið sé á borði innanríkisráðuneytisins og að borgaryfirvöld séu tilbúin að ræða málefni flugvallarins við Jón Gunnarsson, nýskipaðan samgöngumálaráðherra. Tillagan sem samþykkt var á fundinum var breytingartillaga við svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:Borgarstjórn samþykkir að borgarstjóri ræði við innanríkisráðherra og veiti ríkinu heimild Reykjavíkurborgar til þess að hafa NA/SV flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli opna fyrir sjúkraflug fram á vor.Minnihlutinn í borginni sat hjá við afgreiðslu málsins og lét bókun fylgja í fundargerð þar sem hann lýsti yfir furðu sinni yfir því að meirihlutinn „treysti sér ekki til að taka tillögu Framsóknar og flugvallarvina til atkvæðagreiðslu og leggi fram nýja tillögu sem meirihlutinn kallar breytingartillögu sem hún er auðvitað ekki.“Sambærileg braut í Keflavík Borgarstjóri segir að ítrekað hafi verið bent á að sambærileg braut sé til staðar í Keflavík „Við vöktum athygli innanríkisráðuneytisins á því í bréfi fyrir einu og hálfu ári síðan, þegar við vorum að þrýsta á um að samningar yrðu virtir varðandi þriðju brautina, að ef að ráðuneytið teldi að öryggissjónarmið kölluðu á braut í þessari stefnu á suðvesturhorninu þá væri til sambærileg braut í Keflavík sem hefur verið lokuð árum saman,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Vísi. „Öryggisnefnd félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur bent á það sama, ítrekað reyndar. Þannig að við teljum málið vera á borði innanríkisráðherra á réttum vettvangi frekar en það eigi heima í umræðu í sölum borgarstjórnar. Það liggur fyrir að ISAVIA sem rekur flugvellina á Íslandi lagði það mat á í lok 2013 að beiðni ráðuneytisins að það væri ekki nauðsynlegt að opna brautina, jafnvel þó að þriðja brautin yrði lokuð á Reykjavíkurflugvelli. Kannski er það bara það mat sem hefur verið ofan á á borði ráðuneytisins, en það er auðvitað ekki mitt að svara því.“ Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í samtali við Vísi í gær að engin önnur lausn væri í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Dagur segir að borgarstjórn sé tilbúin til að ræða málefni Reykjavíkurflugvallar við samgönguráðherra.Sjá einnig: Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri„Ráðherra hefur náttúrulega heimild til að ræða framtíð Reykjavíkurflugvallar og við erum alveg tilbúin til þess og teljum að Rögnunefndin hafi gefið okkur nokkuð góðan grunn að því með því að fara yfir helstu kosti sem eru í stöðunni. Ég á von á því að við munum finna tíma fljótlega til að setjast yfir þau mál og koma þeim í einhvern formlegan farveg,“ segir Dagur í samtali við Vísi. „Ég held það skipti reyndar mjög miklu máli að Reykjavík og höfuðborgarsvæðið í heild eigi gott samstarf við samgönguráðherra því það þarf mikið átak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Við erum ekki alveg samstíga í flugvallarmálinu en miðað við stjórnarsáttmálann erum við býsna samstíga í því að það þurfi að fara að taka á því máli og horfa til framtíðar,“ segir Dagur. Þar vísar hann í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar þar sem segir að hún muni beita sér fyrir lausn í deilunni með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. „Auðvitað verður reynslan að leiða í ljós hvernig það gengur en ef maður á að taka mið af stjórnarsáttmálanum erum við að minnsta kosti að fara að setjast niður og sjá hvort að hagsmunir geti ekki farið saman og við getum fundið sameiginlega lausn sem allir landsmenn geti miðað við.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur þann 10. janúar síðastliðinn samþykkti borgarstjórn að beina því til innanríkisráðuneytisins að kanna hvort tilefni sé til að opna flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli. Sú braut gæti tekið við sjúkraflugvélum í neyðartilfellum í stað NA/SV flugbrautar Reykjavíkurflugvallar, sem oft er kölluð neyðarbrautin. Borgarstjóri segist telja að málið sé á borði innanríkisráðuneytisins og að borgaryfirvöld séu tilbúin að ræða málefni flugvallarins við Jón Gunnarsson, nýskipaðan samgöngumálaráðherra. Tillagan sem samþykkt var á fundinum var breytingartillaga við svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:Borgarstjórn samþykkir að borgarstjóri ræði við innanríkisráðherra og veiti ríkinu heimild Reykjavíkurborgar til þess að hafa NA/SV flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli opna fyrir sjúkraflug fram á vor.Minnihlutinn í borginni sat hjá við afgreiðslu málsins og lét bókun fylgja í fundargerð þar sem hann lýsti yfir furðu sinni yfir því að meirihlutinn „treysti sér ekki til að taka tillögu Framsóknar og flugvallarvina til atkvæðagreiðslu og leggi fram nýja tillögu sem meirihlutinn kallar breytingartillögu sem hún er auðvitað ekki.“Sambærileg braut í Keflavík Borgarstjóri segir að ítrekað hafi verið bent á að sambærileg braut sé til staðar í Keflavík „Við vöktum athygli innanríkisráðuneytisins á því í bréfi fyrir einu og hálfu ári síðan, þegar við vorum að þrýsta á um að samningar yrðu virtir varðandi þriðju brautina, að ef að ráðuneytið teldi að öryggissjónarmið kölluðu á braut í þessari stefnu á suðvesturhorninu þá væri til sambærileg braut í Keflavík sem hefur verið lokuð árum saman,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Vísi. „Öryggisnefnd félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur bent á það sama, ítrekað reyndar. Þannig að við teljum málið vera á borði innanríkisráðherra á réttum vettvangi frekar en það eigi heima í umræðu í sölum borgarstjórnar. Það liggur fyrir að ISAVIA sem rekur flugvellina á Íslandi lagði það mat á í lok 2013 að beiðni ráðuneytisins að það væri ekki nauðsynlegt að opna brautina, jafnvel þó að þriðja brautin yrði lokuð á Reykjavíkurflugvelli. Kannski er það bara það mat sem hefur verið ofan á á borði ráðuneytisins, en það er auðvitað ekki mitt að svara því.“ Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í samtali við Vísi í gær að engin önnur lausn væri í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Dagur segir að borgarstjórn sé tilbúin til að ræða málefni Reykjavíkurflugvallar við samgönguráðherra.Sjá einnig: Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri„Ráðherra hefur náttúrulega heimild til að ræða framtíð Reykjavíkurflugvallar og við erum alveg tilbúin til þess og teljum að Rögnunefndin hafi gefið okkur nokkuð góðan grunn að því með því að fara yfir helstu kosti sem eru í stöðunni. Ég á von á því að við munum finna tíma fljótlega til að setjast yfir þau mál og koma þeim í einhvern formlegan farveg,“ segir Dagur í samtali við Vísi. „Ég held það skipti reyndar mjög miklu máli að Reykjavík og höfuðborgarsvæðið í heild eigi gott samstarf við samgönguráðherra því það þarf mikið átak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Við erum ekki alveg samstíga í flugvallarmálinu en miðað við stjórnarsáttmálann erum við býsna samstíga í því að það þurfi að fara að taka á því máli og horfa til framtíðar,“ segir Dagur. Þar vísar hann í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar þar sem segir að hún muni beita sér fyrir lausn í deilunni með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. „Auðvitað verður reynslan að leiða í ljós hvernig það gengur en ef maður á að taka mið af stjórnarsáttmálanum erum við að minnsta kosti að fara að setjast niður og sjá hvort að hagsmunir geti ekki farið saman og við getum fundið sameiginlega lausn sem allir landsmenn geti miðað við.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira