Bandalag Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kviknaði með sms-skilaboðunum „Vaknaður?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2017 16:20 Óttarr Proppé og Benedikt Jóhanesson voru mjög samstíga í stjórnarmyndunarviðræðum. Vísir/Anton Bandalag Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í stjórnarmyndunarviðræðum eftir alþingiskosningarnar í haust varð til eftir að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sendi Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar sms-skilaboð að morguninn eftir kjördag. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum Þjóðbraut á Hringbraut þar sem rætt verður við Benedikt, nýskipaðan fjármálaráðherra. „Það var nú bara þannig að daginn eftir kjördag sendi ég honum fyrst sms, stutt og hnitmiðað: „Vaknaður?“ Hann svaraði um hæl „Á fótum“. Þá hringdi ég í hann og spurði hvort að við ættum ekki að spjalla, hvort að flokkarnir gætu ekki átt samleið, meira en við höfðum átt málefnalega,“ segir Benedikt um skilaboðin. Flokkarnir voru mjög samstíga í flóknum viðræðum, fyrst við Sjálfstæðisflokk og síðar við Pírata, Samfylkingu og Vinstri græn en tvær atrennur voru gerðar að hvorum viðræðum þangað til að núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð. Benedikt segir að Óttarr og hann hafi ekki þekkst fyrirfram en eftir fjölmargar viðkomur í sjónvarpsþáttum fyrir kosningar hafi alltaf betur og betur komið í ljós að flokkarnir væru samstíga í mörgum málum. „Við þekktumst ekkert fyrirfram nema við höfðum sést svona. Ég held að við höfum ekki talast við fyrr en í fyrsta sinn í sjónvarpsþáttum. Auðvitað heyrði maður betur og betur í kosningabaráttunni að stefnur flokkanna, þar áttu menn mikla samleið,“ segir Benedikt. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Bandalag Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í stjórnarmyndunarviðræðum eftir alþingiskosningarnar í haust varð til eftir að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sendi Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar sms-skilaboð að morguninn eftir kjördag. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum Þjóðbraut á Hringbraut þar sem rætt verður við Benedikt, nýskipaðan fjármálaráðherra. „Það var nú bara þannig að daginn eftir kjördag sendi ég honum fyrst sms, stutt og hnitmiðað: „Vaknaður?“ Hann svaraði um hæl „Á fótum“. Þá hringdi ég í hann og spurði hvort að við ættum ekki að spjalla, hvort að flokkarnir gætu ekki átt samleið, meira en við höfðum átt málefnalega,“ segir Benedikt um skilaboðin. Flokkarnir voru mjög samstíga í flóknum viðræðum, fyrst við Sjálfstæðisflokk og síðar við Pírata, Samfylkingu og Vinstri græn en tvær atrennur voru gerðar að hvorum viðræðum þangað til að núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð. Benedikt segir að Óttarr og hann hafi ekki þekkst fyrirfram en eftir fjölmargar viðkomur í sjónvarpsþáttum fyrir kosningar hafi alltaf betur og betur komið í ljós að flokkarnir væru samstíga í mörgum málum. „Við þekktumst ekkert fyrirfram nema við höfðum sést svona. Ég held að við höfum ekki talast við fyrr en í fyrsta sinn í sjónvarpsþáttum. Auðvitað heyrði maður betur og betur í kosningabaráttunni að stefnur flokkanna, þar áttu menn mikla samleið,“ segir Benedikt.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira