
Jones segir Rousey að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar

Hin 29 árs gamla Ronda entist aðeins í tæplega mínútu gegn Nunes en þetta var fyrsti bardagi hennar í rúmlega ár.
Var ekki sjón að sjá þessa fyrrum drottningu UFC sem afgreiddi yfirleitt andstæðinga sína á fyrstu sekúndunum.
Jones sem tekur út árs bann fyrir ólöglega lyfjanotkun kom Rondu hinsvegar til varnar og skoraði á hana að berjast á ný.
„Ef ég ætti að gefa henni ráð myndi ég segja henni að gefast ekki upp og berjast á ný. Hún myndi sýna aðdáendum sínum hugrekki ef hún myndi reyna aftur. Næsta skref hennar mun ákveða hvernig fólk man eftir henni. Ég hef trú á því að hún vinni ennþá stóran meirihluta þyngdarflokksins síns í bardaga,“ sagði Jones meðal annars á Twitter-síðu sinni.
„Ég vonast til þess að hún haldi áfram því það gætu orðið frábærar bardagar sem hún myndi þéna vel af. Hún ætti kannski að breyta aðeins til í æfingaraðferðum.“
Tengdar fréttir

Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega
UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes.

Drottningin snýr aftur
Ronda Rousey var skærasta stjarna MMA heimsins, hæst launaðasti íþróttamaðurinn í UFC og á toppi tilverunnar. Fyrir 13 mánuðum síðan breyttist þetta allt saman á einu kvöldi þegar Holly Holm rotaði hana með hásparki eftir að hafa haft gífurlega yfirburði í bardaganum. Rothöggið fór ekki fram hjá neinum en fram að því hafði Ronda litið út fyrir að vera því sem næst ósigrandi.

Tate heldur að Ronda vilji ekki berjast
Fáir þekkja Rondu Rousey betur en Miesha Tate en þær hafa langa sögu í MMA.

Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum
Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum.