„Við höfum búist við hryðjuverki“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. janúar 2017 19:00 Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt. Reina næturklúbburinn er við bakka Bosphorus sundsins í Istanbúl. Staðurinn er vinsæll meðal heimamanna og ferðamanna. Hann er reglulegur áningarstaður frægs fólks, listamanna og íþróttastjarna. Um það bil 600 manns eru taldir hafa verið á staðnum eftir miðnætti á gamlárskvöld þegar maður hóf þar skothríð í nótt klukkan korter í tvö að staðartíma. Byssumaðurinn komst inn á staðinn vopnaður eftir að hann skaut lögreglumann til bana við innganginn. Tyrkneska dagblaðið Hürriyet hefur eftir eiganda Reina næturklúbbsins að árásarmaðurinn hafi borið Kalashnikov hríðskotariffla í fleirtölu. Þetta styður frásagnir sjónarvotta að maðurinn hafi verið þungvopnaður þegar hann réðst inn á staðinn. Margir gestir leituðu sér skjóls með því að kata sér út í sjóinn, þ.e. Bosphorus sundið eftir að skothríðin hófst. 39 eru staðfest látnir eftir árásina. Búið væri að bera kennsl á 35 hinna látnu og af þeim eru 24 erlendir ríkisborgarar, að öllum líkindum ferðamenn. Þá eru 69 á spítala, þar af fjórir í lífshættu.Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum.Fólki sagt að forðast mannfjölda Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum. „Ég get ekki sagt að ég sé í áfalli, Þorbjörn. Þetta er viðurstyggilegt hryðjuverk en við höfum búist við hryðjuverki. Öryggisstigið hefur verið hækkað. Tilkynningar bárust frá sendiráðum erlendra ríkja í Istanbúl, t.d. frá sendiráði Bandaríkjanna. Þau tilkynntu sínum borgurum um yfirvofandi árás á gamlárskvöld. Auðvitað fengu sendiráðin þessar upplýsingar frá tyrkneskum yfirvöldum. En tyrknesk yfirvöld gáfu ekki út tilkynningar til tyrkneskra borgara. En sendiráðin gáfu út upplýsingar. Þeim var svo aðallega dreift á samfélagsmiðlum. Fólk hafði samband sín á milli um að forðast mannfjölda á gamlárskvöld,“ segir Güneş í samtali við fréttastofu. Allir hinna látnu eru með skotsár eftir Kalashiknov árásarriffil. Árásarmannsins er leitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og ekki liggur fyrir hverjir stóðu að baki henni eða í hvaða tilgangi hún var gerð. Alls hafa 415 manns látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Sex árásanna voru í Istanbúl þar sem 152 létust, fjórar í Ankara þar sem fórnarlömbin voru 166, ein í Gaziantep, ein í Suruc og þrjár í Diyarbakir. Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt. Reina næturklúbburinn er við bakka Bosphorus sundsins í Istanbúl. Staðurinn er vinsæll meðal heimamanna og ferðamanna. Hann er reglulegur áningarstaður frægs fólks, listamanna og íþróttastjarna. Um það bil 600 manns eru taldir hafa verið á staðnum eftir miðnætti á gamlárskvöld þegar maður hóf þar skothríð í nótt klukkan korter í tvö að staðartíma. Byssumaðurinn komst inn á staðinn vopnaður eftir að hann skaut lögreglumann til bana við innganginn. Tyrkneska dagblaðið Hürriyet hefur eftir eiganda Reina næturklúbbsins að árásarmaðurinn hafi borið Kalashnikov hríðskotariffla í fleirtölu. Þetta styður frásagnir sjónarvotta að maðurinn hafi verið þungvopnaður þegar hann réðst inn á staðinn. Margir gestir leituðu sér skjóls með því að kata sér út í sjóinn, þ.e. Bosphorus sundið eftir að skothríðin hófst. 39 eru staðfest látnir eftir árásina. Búið væri að bera kennsl á 35 hinna látnu og af þeim eru 24 erlendir ríkisborgarar, að öllum líkindum ferðamenn. Þá eru 69 á spítala, þar af fjórir í lífshættu.Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum.Fólki sagt að forðast mannfjölda Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum. „Ég get ekki sagt að ég sé í áfalli, Þorbjörn. Þetta er viðurstyggilegt hryðjuverk en við höfum búist við hryðjuverki. Öryggisstigið hefur verið hækkað. Tilkynningar bárust frá sendiráðum erlendra ríkja í Istanbúl, t.d. frá sendiráði Bandaríkjanna. Þau tilkynntu sínum borgurum um yfirvofandi árás á gamlárskvöld. Auðvitað fengu sendiráðin þessar upplýsingar frá tyrkneskum yfirvöldum. En tyrknesk yfirvöld gáfu ekki út tilkynningar til tyrkneskra borgara. En sendiráðin gáfu út upplýsingar. Þeim var svo aðallega dreift á samfélagsmiðlum. Fólk hafði samband sín á milli um að forðast mannfjölda á gamlárskvöld,“ segir Güneş í samtali við fréttastofu. Allir hinna látnu eru með skotsár eftir Kalashiknov árásarriffil. Árásarmannsins er leitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og ekki liggur fyrir hverjir stóðu að baki henni eða í hvaða tilgangi hún var gerð. Alls hafa 415 manns látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Sex árásanna voru í Istanbúl þar sem 152 létust, fjórar í Ankara þar sem fórnarlömbin voru 166, ein í Gaziantep, ein í Suruc og þrjár í Diyarbakir.
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira