Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2017 18:29 Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. Enginn skortur er á vandamálum sem Trump glímir við þessa dagana. Í flestum tilvikum er þetta vandi sem hann kom sér í sjálfur. Í fyrradag upplýsti Washington Post að Trump hefði greint Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Sergei Kislyak sendiherra Rússlands gagnvart Bandaríkjunum frá viðkvæmum öryggisleyndarmálum frá þriðja ríki á fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. Aðeins sólarhring eftir að hann rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar. Flokksbræður Trump eru farnir að missa þolinmæðina. Lindsey Graham öldungardeildarþingmaður repúblikana í Suður-Karólínu sagði við bandaríska fjölmiðla í gær að forsetinn hefði nú tækifæri til að „hreinsa upp skítinn sem hann skóp að mestu sjálfur.“ Mitch McConnell leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni sagði að það væri gagnlegt ef það „væri minni drama í Hvíta húsinu.“ Demókratar í öldungadeildinni hafa þegar kallað eftir skýringum frá forsetanum og hafa óskað eftir útprentunum af samtölum sem Trump átti við Sergei Lavrov og Sergei Kislyak á fundinum í Hvíta húsinu miðvikudaginn 10. maí. Í gærkvöldi greindi New York Times svo frá því að Trump hefði farið þess á leit við Comey í febrúar að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Comey ritaði sjálfur. Á lokuðum fundi á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu mun Trump hafa sagt við Comey: „Ég vona að þú getir látið þetta niður falla.“ Trump er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar með þessu. Michael Flynn þurfti að segja af sér í febrúar eftir að í ljós kom að hann reyndi að hylma yfir að hann hefði átt í trúnaðarsamskiptum við Rússa um mál sem leynt áttu að fara. Chris Murphy öldungardeildarþingmaður frá Connecticut skrifaði á Twitter í gærkvöldi eftir að frétt New York Times birtist: „Er að fara yfirgefa þingsalinn. Mjög mikið rætt hér bæði hjá demókrötum og repúblikönum um nákvæma skilgreiningu þess að hindra framgang réttvísinnar.“ Óvíst er að svo stöddu hvaða afleiðingar þetta mál mun hafa en ljóst er að því er hvergi nærri lokið fyrir Donald Trump. Just leaving Senate floor. Lots of chatter from Ds and Rs about the exact definition of "obstruction of justice". https://t.co/zXj32i2x8b— Chris Murphy (@ChrisMurphyCT) May 16, 2017 Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Repúblikanar standa fast á sínu Ætla ekki að skipa sérstakan saksóknara. 17. maí 2017 14:52 Trump segir að enginn stjórnmálamaður í sögunni hafi fengið verri meðferð en hann sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varði forsetatíð sína í ræðu sem hann hélt í dag við útskrift strandgæsluliða. Segir hann að fjölmiðlar í Washington hafi komið við sig á ósanngjarnan hátt. 17. maí 2017 18:43 Þingmenn hlæja að boði Putin "Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“ 17. maí 2017 14:01 Segja Hvíta húsið neita að starfa með þingnefndum Þingmenn Demókrataflokksins fara fram á sjálfstæða rannsókn. 17. maí 2017 15:45 Trump bað Comey um að binda enda á rannsókn FBI á Flynn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í febrúar fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, að hann myndi binda enda á rannsókn FBI á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 16. maí 2017 21:43 Hávær köll um opinbera rannsókn Ákvörðun Donalds Trump að deila trúnaðarupplýsingum með Rússum þykir afar umdeild. Forsetinn segist í fullum rétti. Óttast er að ákvörðunin geti haft áhrif á upplýsingastreymi til Bandaríkjanna. 17. maí 2017 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. Enginn skortur er á vandamálum sem Trump glímir við þessa dagana. Í flestum tilvikum er þetta vandi sem hann kom sér í sjálfur. Í fyrradag upplýsti Washington Post að Trump hefði greint Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Sergei Kislyak sendiherra Rússlands gagnvart Bandaríkjunum frá viðkvæmum öryggisleyndarmálum frá þriðja ríki á fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. Aðeins sólarhring eftir að hann rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar. Flokksbræður Trump eru farnir að missa þolinmæðina. Lindsey Graham öldungardeildarþingmaður repúblikana í Suður-Karólínu sagði við bandaríska fjölmiðla í gær að forsetinn hefði nú tækifæri til að „hreinsa upp skítinn sem hann skóp að mestu sjálfur.“ Mitch McConnell leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni sagði að það væri gagnlegt ef það „væri minni drama í Hvíta húsinu.“ Demókratar í öldungadeildinni hafa þegar kallað eftir skýringum frá forsetanum og hafa óskað eftir útprentunum af samtölum sem Trump átti við Sergei Lavrov og Sergei Kislyak á fundinum í Hvíta húsinu miðvikudaginn 10. maí. Í gærkvöldi greindi New York Times svo frá því að Trump hefði farið þess á leit við Comey í febrúar að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Comey ritaði sjálfur. Á lokuðum fundi á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu mun Trump hafa sagt við Comey: „Ég vona að þú getir látið þetta niður falla.“ Trump er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar með þessu. Michael Flynn þurfti að segja af sér í febrúar eftir að í ljós kom að hann reyndi að hylma yfir að hann hefði átt í trúnaðarsamskiptum við Rússa um mál sem leynt áttu að fara. Chris Murphy öldungardeildarþingmaður frá Connecticut skrifaði á Twitter í gærkvöldi eftir að frétt New York Times birtist: „Er að fara yfirgefa þingsalinn. Mjög mikið rætt hér bæði hjá demókrötum og repúblikönum um nákvæma skilgreiningu þess að hindra framgang réttvísinnar.“ Óvíst er að svo stöddu hvaða afleiðingar þetta mál mun hafa en ljóst er að því er hvergi nærri lokið fyrir Donald Trump. Just leaving Senate floor. Lots of chatter from Ds and Rs about the exact definition of "obstruction of justice". https://t.co/zXj32i2x8b— Chris Murphy (@ChrisMurphyCT) May 16, 2017
Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Repúblikanar standa fast á sínu Ætla ekki að skipa sérstakan saksóknara. 17. maí 2017 14:52 Trump segir að enginn stjórnmálamaður í sögunni hafi fengið verri meðferð en hann sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varði forsetatíð sína í ræðu sem hann hélt í dag við útskrift strandgæsluliða. Segir hann að fjölmiðlar í Washington hafi komið við sig á ósanngjarnan hátt. 17. maí 2017 18:43 Þingmenn hlæja að boði Putin "Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“ 17. maí 2017 14:01 Segja Hvíta húsið neita að starfa með þingnefndum Þingmenn Demókrataflokksins fara fram á sjálfstæða rannsókn. 17. maí 2017 15:45 Trump bað Comey um að binda enda á rannsókn FBI á Flynn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í febrúar fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, að hann myndi binda enda á rannsókn FBI á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 16. maí 2017 21:43 Hávær köll um opinbera rannsókn Ákvörðun Donalds Trump að deila trúnaðarupplýsingum með Rússum þykir afar umdeild. Forsetinn segist í fullum rétti. Óttast er að ákvörðunin geti haft áhrif á upplýsingastreymi til Bandaríkjanna. 17. maí 2017 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45
Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59
Trump segir að enginn stjórnmálamaður í sögunni hafi fengið verri meðferð en hann sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varði forsetatíð sína í ræðu sem hann hélt í dag við útskrift strandgæsluliða. Segir hann að fjölmiðlar í Washington hafi komið við sig á ósanngjarnan hátt. 17. maí 2017 18:43
Þingmenn hlæja að boði Putin "Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“ 17. maí 2017 14:01
Segja Hvíta húsið neita að starfa með þingnefndum Þingmenn Demókrataflokksins fara fram á sjálfstæða rannsókn. 17. maí 2017 15:45
Trump bað Comey um að binda enda á rannsókn FBI á Flynn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í febrúar fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, að hann myndi binda enda á rannsókn FBI á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 16. maí 2017 21:43
Hávær köll um opinbera rannsókn Ákvörðun Donalds Trump að deila trúnaðarupplýsingum með Rússum þykir afar umdeild. Forsetinn segist í fullum rétti. Óttast er að ákvörðunin geti haft áhrif á upplýsingastreymi til Bandaríkjanna. 17. maí 2017 07:00