Varaforsetinn dregur framboð til baka og styður Rouhani Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 12:41 Eshaq Jahangiri, varaforseti Írans, og Hassan Rouhani Íransforseti. Vísir/AFP Eshaq Jahangiri, varaforseti Írans, hefur dregið forsetaframboð sitt til baka og lýst yfir stuðningi við sitjandi forseta, Hassan Rouhani. Forsetakosningar fara fram í Íran á föstudag. Fyrr í vikunni dró íhaldsmaðurinn, Mohammad Baqer Qalibaf, borgarstjóri höfuðborgarinnar Teheran til síðustu tólf ára, framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við klerkinn Ebrahim Raisi. Bendir því allt til að baráttan muni standa milli þeirra Rouhani og Raisi. Í frétt BBC segir að nýleg skoðanakönnun sýni að alls 52 prósent aðspurðra styðji harðlínumennina Qalibaf og Raisi og 42 prósent Rouhani. Önnur könnun sýndi að Rouhani væri með 29 prósent fylgi, Qalibaf tólf prósent og Raisi ellefu prósent, þar sem 28 prósent aðspurðra sögðust óákveðnir og tuttugu prósent neituðu að svara. Ef enginn frambjóðenda hlýtur meira en helming greiddra atkvæða fer fram önnur umferð þann 26. maí þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni. Hinn sextugi Jahangiri greindi frá ákvörðun sinni fyrir framan þúsundir stuðningsmanna sinna í bænum Shiraz í gær. Sagðist hann hafa boðið sig fram til að „rödd umbótasinna“ myndi örugglega heyrast í kosningabaráttunni. Lýsti hann svo yfir stuðning við framboð Rouhani, en Jahangiri hefur varið stefnu og aðgerðir Rouhani í sjónvarpskappræðum frambjóðenda á síðustu vikum. Íhaldsmenn hafa sótt hart að Rouhani forseta þar sem kjarnorkusamningur Íransstjórnar sem gerður var við Vesturveldin árið 2015 er ekki talinn hafa skilað þeim efnahagslega ávinningi sem Rouhani hafði lofað. Raisi er fyrrverandi saksóknari náinn bandamaður Ali Khamenei erkiklerks. Hann hefur stýrt góðgerðastofnun sem heldur utan um framlög til helgidómsins í Mashhad. Hefur hann heitið því að skapa milljónir starfa og auka framlög til fátækra. Tengdar fréttir Borgarstjóri Teheran dregur forsetaframboð sitt til baka Mohammad Bagher Ghalibaf hefur lýst yfir stuðningi við dómarann og íhaldsmanninn Ebrahim Raisi í kosningunum á föstudag. 15. maí 2017 14:44 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Eshaq Jahangiri, varaforseti Írans, hefur dregið forsetaframboð sitt til baka og lýst yfir stuðningi við sitjandi forseta, Hassan Rouhani. Forsetakosningar fara fram í Íran á föstudag. Fyrr í vikunni dró íhaldsmaðurinn, Mohammad Baqer Qalibaf, borgarstjóri höfuðborgarinnar Teheran til síðustu tólf ára, framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við klerkinn Ebrahim Raisi. Bendir því allt til að baráttan muni standa milli þeirra Rouhani og Raisi. Í frétt BBC segir að nýleg skoðanakönnun sýni að alls 52 prósent aðspurðra styðji harðlínumennina Qalibaf og Raisi og 42 prósent Rouhani. Önnur könnun sýndi að Rouhani væri með 29 prósent fylgi, Qalibaf tólf prósent og Raisi ellefu prósent, þar sem 28 prósent aðspurðra sögðust óákveðnir og tuttugu prósent neituðu að svara. Ef enginn frambjóðenda hlýtur meira en helming greiddra atkvæða fer fram önnur umferð þann 26. maí þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni. Hinn sextugi Jahangiri greindi frá ákvörðun sinni fyrir framan þúsundir stuðningsmanna sinna í bænum Shiraz í gær. Sagðist hann hafa boðið sig fram til að „rödd umbótasinna“ myndi örugglega heyrast í kosningabaráttunni. Lýsti hann svo yfir stuðning við framboð Rouhani, en Jahangiri hefur varið stefnu og aðgerðir Rouhani í sjónvarpskappræðum frambjóðenda á síðustu vikum. Íhaldsmenn hafa sótt hart að Rouhani forseta þar sem kjarnorkusamningur Íransstjórnar sem gerður var við Vesturveldin árið 2015 er ekki talinn hafa skilað þeim efnahagslega ávinningi sem Rouhani hafði lofað. Raisi er fyrrverandi saksóknari náinn bandamaður Ali Khamenei erkiklerks. Hann hefur stýrt góðgerðastofnun sem heldur utan um framlög til helgidómsins í Mashhad. Hefur hann heitið því að skapa milljónir starfa og auka framlög til fátækra.
Tengdar fréttir Borgarstjóri Teheran dregur forsetaframboð sitt til baka Mohammad Bagher Ghalibaf hefur lýst yfir stuðningi við dómarann og íhaldsmanninn Ebrahim Raisi í kosningunum á föstudag. 15. maí 2017 14:44 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Borgarstjóri Teheran dregur forsetaframboð sitt til baka Mohammad Bagher Ghalibaf hefur lýst yfir stuðningi við dómarann og íhaldsmanninn Ebrahim Raisi í kosningunum á föstudag. 15. maí 2017 14:44